þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Eitthvað löt

Vá hvað ég hef verið eitthvað löt að skrifa hérna inn undanfarið. Kæmi mér ekki á óvart þó allir væru hættir að kíkja hingað inn. Fólk virtist almennt kannast við New Kids On The Block sem voru btw bara flottir á sínum tíma.

Reyndar er alveg fullt búið að vera að gerast síðan ég skrifaði síðan. Það var Uppskeruhátíð hjá vinnunni hans Gunna þar sem ég gerði mér lítið fyrir og drakk þangað ég var orðin ógeðsleg ;). Held reyndar að blanda mörgum sortum saman fari aldrei vel í kollinn á manni þegar maður er á annað borð að drekka. Bjór áður en ég fór á staðinn, kampavín í fordrykk, hvítvín með forréttinum, rauðvín með aðalréttinum og svo annar bjór. Þarna var ég orðin alveg nokkuð drukkin. Okkur var síðan boðið í afmæli til Bigga sem er þjálfari í Bootcamp og þar var einhver Cultbolla sem var alveg örugglega ágætlega sterk ég drakk 2 glös af því og var orðin rosalega fín í flottum kjól og með flottu nýju hælaskóna undir hendinni. Var ósýnileg til að verða 5 daginn eftir.

Fórum á Akureyri síðustu helgi þar sem Gunni var að keppa í Þrekmeistaranum. Það var ekkert smá gaman. 60 manns úr Bootcamp mættu á svæðið bæði til að keppa og að horfa á. Gunni stóð sig með prýði og var ég mjög stolt af mínum manni. Hann lenti í 12 sæti af 19 í opnum flokki. Hann lenti líka í 4 sæti í flokki 39+ sem er soldið fyndið því að hann er ekki einu sinni búin að ná 30 kallinn. Um kvöldið fóru svo allir út að borða á Allanum sem er btw á beint á móti Sjallanum eða hinum megin við götuna. Fengum þar mjög fínan mat og svo var bara drukkið og trallað og tjúttað fram á nótt. Vorum í íbúð á vegum kennarasambandsins bara mjög flott íbúð. Hefðu alveg 2 gist í viðbót í svefnsófanum sem var þarna. En þetta var bara rosalega fínt.

Í gær var verið að rífa úr mér endajaxlana í neðri góm. Ég er nokkuð bólgin samt ekki eins mikið og ég bjóst við. Ég lít samt út eins og hamstur í framan. Þetta er nú samt allt að lagast verð orðin góð á fimmtudaginn en þá ætla ég að mæta í BC var ekki alveg í stuði til að fara í morgun. Enda vantaði líka hringdótið eins og hamstrar nota fyrir mig. Þarf eiginlega að biðja þá um að redda þessu þarna.

Jæja held þetta sé orðið ágætispistill í bili. Reyni að vera duglega að skrifa þ.e.a.s. ef eitthvað gerist. Annars verður bið. Nenni ekki að skrifa ef ekkert er að gerast.

Kv.
Laufey
|