mánudagur, maí 30, 2005

Það sökkar....

feitt að vera ein heima....
já Gunni er í Stokkhólmi að vinna og ég er bara látin dúsa hérna heima á skerinu ;) nei en það er ekki gaman að vera ein heima og bara alls ekki í fimm daga gæti aldrei búið ein hugsa að ég myndi drepa sjálfa mig úr leiðindum og þá er það nú bara orðið nokkuð slæmt en sem betur fer þá kemur hann nú aftur á föstudaginn þannig að ég ætti að þrauka þetta þangað til eða er það ekki.
En allavega ég er byrjuð að vinna og það er alveg ógeðslega gaman sérstaklega þegar maður er að verða komin inn í hlutina
En ég ætla að fara að hætta þessu núna hef sosem ekki mikið að segja þannig að ég kveð þá bara í bili héðan úr Arnarásnum
sumarkveðja
Lubban
|

miðvikudagur, maí 25, 2005

Fyndið....

hvað maður verður alltaf þreyttur fyrstu dagana þegar maður byrjar að vinna á leikskóla núna er ég búin að vinna í þrjá daga og það er eins og ég hafi bara ekki sofið í þessa þrjá daga. Ég er að vinna á eldri deild og ég er stuðningur fyrir einn strák þarna en ég er svo heppin að ég fæ öll litlu krílin mín til mín en Krissa er alltaf að fá ný og ný börn hehehe en ég fæ krílin mín yfir á eldri deild ;) en það er búið að vera mjög gaman í vinnunni og ég er mjög ánægð með að vera að fara að vinna. En ég er ógeðslega þreytt ætla að leggjast upp í sófa með sæng og sofna yfir sjónvarpinu ;)skrifa síðar
|

sunnudagur, maí 22, 2005

Nýr meðlimur!!!

já það hefur bæst nýr meðlimur í linkalistann minn en það er hún Birna Bjarnarson snillingur úr kennó og systur hennar pikka þarna eitthvað líka skilst mér ;) en endilega kíkiði á bloggið hennar Birnu
|

laugardagur, maí 21, 2005

Góður dagur

já dagurinn í gær var mjög góður þrátt fyrir að hafa vaknað til að fara í sturtu klukkan fjögur því ég hélt hún væri hálf sjö. Héldum síðan kynningu á verkefni sem við höfum gert í skólanum í gær til tvö og við seldum kaffi og með því í kaffipásunum. Eftir það var farið og skálað í einni kennslustofunni með kennurunum okkar. Síðan var haldið upp í rútu og haldið af staði í óvissuna því það voru bara tvær gellur sem vissu hvert ætti að fara. Rútan stefndi í austur og stoppaði á Hótel Selfossi allir drösluðust út úr rútunni með farangur og bjór (hehe) okkur sagt að við myndum þurfa að fara aftur upp í rútu og það var stoppað á Essó á Selfóssi því fólk þurftir að pissa og kaupa eitthvað í ríkinu sem er þar við hliðina. Eftir það þá fóru allir upp í rútu og stefndi hún aftur að Hótel Selfossi við hugsuðum með okkur að hún færi nú valla að plata okkur aftur og allir hópuðust út úr rútunni aftur við Hótel Selfoss þar fengu allir eplasnafs og öllum sagt að fara aftur upp í rútu og rútan keyrði nokkra hringi á hringtorginu á selfossi og síðan var haldið á áfangastað sem síðar kom í ljós að væri Hótel Rangá rosalega flott hótel sko. Við vorum flestar orðnar vel drukknar við komuna á Hótelið og skelltu við okkur fjórar í heitan pott sem varla var heitur. Það var svo mikið rok að við vorum brjálæðislega útiteknar eins og sjóarar sem eru búnir að vinna úti á sjó geðveikt lengi og ég get svarið að hárið á mér það stóð beint út í loftið einstaklega smart. síðan fórum við bara í sturtu og síðan var haldið í matinn. Maturinn var mjög góður og fengu allir svona jákvæðnispjald þar sem allir í bekknum mínum voru búnir að skrifa eitthvað jákvætt um hvern og einn í bekknum. Ég komst að því að ég hlæ mjög mikið eða voru um 11 manns sem sögðu það, ég myndi segja að væri næstum helmingur hehe. Tinna, Elna, Hjördís, Elín Gíslína og Unnur voru með skemmtiatriði sem var algjör snilld þær léku nokkra kennara sem eru eftirminnilegir úr náminu Tinna= Kristín Karls, Hjördís= Gulli, Unnur= Jónína, Ella= Sólveig Karvels og Elna= Sigga Stefáns, þetta atriði var algjörlega brilljant hjá þeim og við áttu geta eftir að þær léku hverjar þær voru. Síðan fékk ég verðlaun sem bjartasta brosið, Tinna fékk verðlaun sem bjartasta vonin, Margrét Stefanía fékk verðlaun sem mesti námshesturinn, Elín Gíslína fékk verðlaun fyrir að vera með síðasta nemabarnið í bekknum og Hulda Karen var valin tískulögga bekkjarins.
Síðan var drukkið og spjallað fram eftir nóttu en ég fór nú að sofa um tólf enda vöknuð klukkan hálf sjö um morgunin. Síðan var haldið heim um hádegið í dag og þetta var bara frábær dagur í gær og vil ég bara þakka stelpunum fyrir góða og skemmtilega útskrifaferð og endilega endurtaka þetta kannski aftur að ári eða eitthvað þannig
|

fimmtudagur, maí 19, 2005

Það sýður í mér!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Djöfull er ég hrottalega fúl....
var að horfa á júróvísion og Ísland floppaði algjörlega, ég meina hún var í appelsínugulum hjólabuxnasamfesting sem ég kenni alfarið um þetta held ég verði að játa það sem Gunni segir flott lag skelfilegur klæðnaður

en hvað á maður þá að gera á Laugardaginn og með hverjum á maður að halda... reyndar er ég að hugsa um að halda með Moldavíu og ömmunni með bongótrommuna, hef samt grun um að ungverjaland gæti haldið unnið þetta það er nokkuð gott lag en allavega er í fýlu ætla að leggjast í dvala fyrir kynninguna á morgun
|

þriðjudagur, maí 10, 2005

Þvílíkur léttir

já því líkur léttir er að vera búin að skila lokaverkefninu af sér.

Dagurinn hjá mér og Elnu er búinn að vera öfgur frá því að við vöknuðum í morgun. Fengum ritgerðina frá Steinunni leiðbeinandanum okkar klukkan 10 löguðum það og vorum búnar að því um hádegi. Hringdum svo í Steinunni, því að hún vildi eitthvað athuga eitthvað með orðalag hjá okkur sem ég sem talaði við hana miskildi hrottalega og hélt ég þyrfti að bæta einhverju við því hún sagði okkur að lesa yfir einhverjar bls. síðan fórum við heim til mín og ætluðum að laga þetta og prenta út sem byrjaði ekki betur en svo að við höfðum keypt of þykkan pappír og þurftum þess vegna að fara að skipta honum. Komum aftur heim til mín þá var klukkan orðin þrjú að prenta út stilltum prentarann á einhver rosalega flott þannig að prentarinn var klukkutíma að prenta út eitt eintak og við áttum að skila þessu fyrir klukkan 4 hringdum í Steinunni og sögðum henni að við gætum örugglega ekki skilað þessu fyrir 4 og hún sagði okkur að slaka á hún myndi bjarga okkur. Gunni fixaði síðan eitthvað í prentaranum og hann var 10 mínútur að prenta út hitt eintakið halló hefðum alveg getað skilað þessu fyrir klukkan 4!!! allavega náðum að skila verkefninu rétt fyrir fimm og sem betur fer var einhver kona eftir í nemendaskráningunni sem tók á móti þessu hjá okkur. Úff eftir svona stress er maður bara búinn á því og ég er að hugsa um að fara bara snemma að sofa... Gunni er að fara í próf á morgun þannig að það verður ekkert gert í kvöld...
Allavega farin í bili
Kveðja
Lubban
|

fimmtudagur, maí 05, 2005

já ég gekk í liðið !!!!!!!!!!!!!

mér finnst þetta bara tær snilld og ég er í þessu liði í dag
|