sunnudagur, nóvember 30, 2003

halló, halló, halló jæja þá er matarboðið komið, en það komu ekki allir sem ég bauð en það var bara gaman samt. það heppnaðist alveg ótrúlega vel og súpan var alveg súper hehehe (alltaf jafn fyndin) hún tókst mjög vel hjá mér og Toffy litlu sys en já hún tókst mjög vel. (Laufey hættu að tönglast á þessu) jæja ætla að fara að knúsa hann Gunna minn ;) bæbæ
|

laugardagur, nóvember 29, 2003

jæja þá eru prófin búin og þvílíkur léttir að það sé farið af bakinu á manni. Haldiði að ég sé ekki bara að fara að halda matarboð hérna á morgun helvíti verður það gaman ég segi nú bara ekki annað. Ég og Toffy litla systir ætlum að bjóða öllum systkinabörnum okkar sem eru sko í mömmu ætt í mat það verður sko stuð. Haldiði að Toffy litla systir sé ekki bara byrjuð á að blogga aftur eftir svolítið hlé, gaman að því Toffy endilega haltu áfram *thumbs up* en jæja verð að fara að taka til fyrir þetta matarboð því að ég er að fara að skemmta mér í kvöld. ;) gaman að því. sjáumst
|

mánudagur, nóvember 24, 2003

Dísess ég tók mér smá pásu áðan til að horfa á Survivor og ó mæ god er ekki í lagi með fólkið þarna? Afhverju í andskotanum eru þau ekki löngu búin að Jon út sem er mest óþolandi af öllum þarna og afhverju hentu þau Rubert út sem er sá eini sem veiddi einhvern mat. Hverjum á ég að halda með núna? ég er brjáluð útí þessa heimsku kana sem kunna ekkert að bjarga sér og henda Rubert út sem var að spila þennan leik langbest og Burton er ógeðlegur að vinskast við ógeðið hann Jon, ég á bara ekki til orð. Ég er samt að spá í þar sem Rubert er farinn að halda með Söndru. ég er brjáluð yfir öllu, þessu og þessu ógeðlega prófi sem ég er að fara í á miðvikudaginn get sagt ykkur afhverju það er ástæðan er sú að kennarinn er í allan vetur búinn að tala um eitthvað sem skiptir ekki máli og svona hálfum mánuði fyrir prófið þá kemur hann með einhverja bók og segir gjöriði svo vel hérna er lesefnið fyrir prófi gangi ykkur vel ÉG ER BRJÁLUÐ. AAAARRRRRGGGGHHHH.
|

laugardagur, nóvember 22, 2003

úff ef ég verð ekki orðin södd í kvöld þá veit ég ekki hvað sko, ég og Gunni erum að fara í mat til tengdó klukkan hálf fjögur og síðan erum við að fara í annað matarboð í kvöld klukkan átta en það er eitt gott við þetta ég þarf ekki að hugsa hvað ætti ég að hafa í matinn en ég þarf samt eiginlega að fara að hugsa Laufey farðu að drullast til að læra en ég horfi bara á bækurnar og læt mig dreyma um að það sé nóg ekki nógu gott jæja ætla að hringja eitt snöggt símtal og síðan læra þangað til Gunni kemur að sækja mig
|
AAAARRRRRGGGGHHHH ég er að fara yfirum í þessu námi mér finnst ég ekki kunna neitt og ég er komin með ógeð og ég á eftir að lesa svo ógeðslega mikið að mér fallast bara hendur þegar ég lít á þetta helvítislesefni síðan er ég að fara matarboð á morgun sem trúlega verður eitthvað fram á kvöld og þannig er það kvöld ónýtt þannig að ég verð bara að vera dugleg þangað til að ég fer í þetta matarboð, úff ég er algjörlega orðin gegnumsýrð á þessu. er að hugsa um að fara að sofa og vakna snemma til að byrja að læra úff, úff, úff
|

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

AHH jæja núna hefst lúxuslífið er í tíma núna og síðan er ég bara komin í upplestarfrí, helvíti þægilegt. en það eru próf í næstu viku þannig að sældarlífið er ekki alveg hafið og 2. des byrjar vettvangsnámið það verður gaman ég er bara farin að hlakka til það er svo gaman þegar maður fer á vettvanginn og fylgist með og svoleiðis.
Ég fór í gær og sagði upp í vinnunni og það er bara ein ástæða fyrir því að ég gerði það en það er skólinn á næstu önn, en hann er allavega einn eða tvo daga til fimm og ég get ekki breytt því að þetta er valið og það sem ég valdi er á þessum tíma. En þarf maður ekki að fara að fylgjast með í tíma?.
|

laugardagur, nóvember 15, 2003

ég verð að segja það að í síðasta bloggi þá kvartaði ég yfir tímanum sem ég var að fara í en þegar tíminn byrjaði og þá kom bara í ljós að þetta var bara ágætistími. vildi bara segja það að ég tek það til baka að tíminn væri leiðinlegur allavega þessi tími. jæja farin að læra það eru próf hjá mér þann 26 nóv. og 28.nóv þannig nóg að gera í skólanum.
|

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

jæja nú hefst einn leiðinlegasti tími sem er kenndur í Kennaraháskóla Íslands en það er barnabókmenntir, mjög áhugavert efni en á móti kemur ömurlegur kennari. Ætli ég sé komin með skólaleiða? en ég get huggað mig við það að það eru bara fjórir dagar eftir af skólanum sem mér finnst mjög spennandi, en þá koma prófin sem er alltaf ákveðin spenna útaf fyrir sig. En jæja þarf að fara að hlusta á þennan óþolandi kennara. Sí jú leiter
|

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Ok barnabókmenntir eru mjög áhugavert efni en kennarinn er disaster hún malar og malar út í eitt og ég spyr hvað er fólk að glósa í tíma þar sem er ekki einu sinni próf þannig að maður þarf ekki að læra utan að? En núna eru liðnir 3 dagar og ekkert reykt síðan á þriðjudaginn fyrir utan þessa einu sígarettu sem ég reykti um morguninn þá en síðan fór ég og keypti mér stöff sem maður andar að sér en djöfulsins viðbjóður er að anda þessu að sér en það er samt einn kostur maður er bara að anda að sér hreinu nikótíni sem er betra heldur en rottueitur og eitthvað.
|

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

jæja þá er ég að fara að gera enn eina tilraunina til að hætta að reykja svindlaði með eina sígarettu í morgun en ég þarf að fara á eftir og kaupa stöff til að ég geti hætt að reykja annars færi ég yfirum og það ætla ég ekki að gera. En jæja er í tíma og verð að hlusta.
|

mánudagur, nóvember 03, 2003

hæ hæ og fyrirgefiði hvað er langt síðan ég skrifaði það er bara skólinn er að drekkja okkur í verkefnum og maður hefur ekki undan að gera þetta allt við erum að gera hvorki meira né minna en 16 verkefni bara fram í nóvember þar sem ég fer í próf í endaðan nóvember og síðan fer í vettvangsnámið 2. des. þannig að þá verður þetta mikill léttir verð ég að segja. En það er náttúrulega líka vinna en það er bara öðruvísi vinna. En ég er ekki að kvarta mér finnst gaman í skólanum og allt það en afhverju þurfa þeir að hafa allt í hópavinnu þetta er sko skóli hlynntur hópaverkefnum og þeir geta ekki breytt útaf og mér finnst betra að vinna ein heldur en í hóp vegna þess að í hóp þá finnst mér ég alltaf vera eitthvað úti á þekju og kem ekki neinu að afþví að ég er svo ógeðslega lengi að hugsa hlýt að vera ömurleg í hópavinnu. En ég er búin að fara til einkaþjálfarans þannig að núna er ég komin með prógram og þvílíkur léttir loksins get ég farið að gera eitthvað af viti þarna, ég er sko þannig að það þarf að segja mér allt annars er ég bara að væblast eitthvað og ég þoli það svo illa en ég get ekki komið mér út úr þessu fari og það er óþolandi, ég hugsa kannski nú ætla ég að þvo þvott á morgun en síðan geri ég það ekki, ég er snillingur að búa til prógram fyrir sjálfa mig og hvað ég ætla að gera en að fara eftir því það er allt annað. jæja ætla að fara að sofa þarf að vakna á morgun, en geri það alveg örugglega ekki ef ég þekki mig rétt, sef alltaf yfir mig, verð að taka mig á við það hehehehe sjáum til hvort ég fer eftir því.
|