sunnudagur, september 17, 2006

Komin heim í kuldann......

Já ég er bara komin heim frá Costa del Sol. Við komum heim á fimmtudaginn um eittleytið. Þetta var rosalega góð ferð og ég held bara að allir séu mjög ánægðir með ferðina. Við fórum til Gíbraltar það var rosalega gaman. Við sáum svona dropasteinshellir sem var bara flottur og hann er notaður núna undir tónleikahald og við fengum líka að sjá apa þeir voru ekkert smá sætir og við máttum (ekki) gefa þeim hnetur en þar sem ekki er innan sviga þá gerðum við það samt. Einn apinn beit Gunna hann var ekki nógu fljótur að rétta honum hnetuna. En þeir voru ekkert smá sætir.

Við tókum líka bílaleigubíl í tvo daga fyrri daginn fórum við til Torremolinos og fórum í Krókudílagarðinn og í Tívolí. Ég er frekar lofthrædd manneskja og ég fór í öll tækin nema eitt vildi deyja eðlilegum dauðdaga. Reyndar hélt ég að ég myndi deyja í einu tækinu. Þetta var svona róla þar sem manni var snúið á hvolf og maður hékk bara með hausinn niður úff það var hreínt út sagt hræðilegt. En ég lifði þetta af þannig að ég get nú sagt ykkur ferðasöguna. Seinni daginn keyrðum við til Granada en áður en við fórum þangað þá kíktum við í þorpið hennar Maríu vinkonu minnar. Það var mikið upplifelsi að fara þangað. Þetta er pínulítið fjallaþorp þar sem göturnar eru svo þröngar að það er ekki hægt að keyra þær þannig að flestir bílarnir voru lagðir á bílastæði fyrir utan þorpið. María var búin að segja mér að kíkja og heilsa upp á frænku sína sem var þarna. Það var mjög einkennilegt að tala við konu sem talar ekki stakt orð í ensku en sem betur fer þá var einhver þarna sem gat túlkað. En það eina sem verslings konan skildi var Tita Paz og María Gómez en þetta var mjög gaman og hún bauð okkur inn í kaffi.
Þegar við vorum búin þar þá fórum við til Grandada og skoðuðum Alambrahöllina. Það var hrikalega flott höll og ég ætla aftur í dagsbirtu. Við gátum nefnilega ekki fengið dagsmiða bara næturmiða þannig að maður sá mjög lítið af görðunum og þannig. En hrikalega flott höll samt. ég mæli með henni það þarf að kaupa miðana áður annars getur maður lent í því að komast ekki inn. Þeir hleypa nefnilega bara inn í hollum inn í höllina.

Hina dagana var bara legið í leti og maður lá annað hvort á sundlaugarbakkanum eða á ströndinni. Algjört letilíf. Samt held ég að maður hafi gengið sig upp að hnjám því að maður labbaði allt.

Jæja
Kveð í bili, set bráðum inn myndir
Laufey
|