þriðjudagur, september 30, 2003

mér leiddist alveg óhærilega í tíma í dag og komst ekki inn á netið, þannig að ég skrifaði það sem ég ætlaði að skrifa hérna inn á wordskjal ætla núna að leyfa ykkur að sjá.

Það er ógeðslega leiðinlegt hérna og það er focking 35 mínútur eftir. Mig langar bara til að komast heim, þá þarf ég ekki sitja undir þessum leiðindum. Kennarinn hefur þann einstaka hæfileika ef hæfileika skildi kalla að mala út í eitt og ég heyri ekki orð af því sem hún er að mala. Bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla. ÞETTA ER ALGJÖRLEGA EKKI HÆGT AÐ BJÓÐA NEINUM MANNI SAMA HVORT HANN ER SVARTUR EÐA HVÍTUR. AAAAAAAAAARRRRRRRRRRGGGGGGGGGgHHHHHHHHHH.
Bara að reyna að koma þessum ógeðslega leiðinlegu hugsunum sem flæða hérna um hugann minn AAAAAAAAAARRRRRRRRRRGGGGGGGGGGHHHHHHHHHH.
Djöfull var ég pirruð sko. Maður fékk svona 15 bækur sem við áttum að láta ganga og ég var orðin svo pirruð vildi bara komst heim og þá helst í gær.
|
Svaf yfir mig þannig að ég nenni ekki að mæta í tíma, þetta er hvort eð er leiðinlegur tími með leiðinlegum kennara sem mætir með grasker í tíma og lætur sem það sé sá eini sem nennir að hlusta á hann. Sem er sossem rétt, það er ekki það er samt með hálfgert samviskubit vegna þess að ég skópaði líka í síðasta tíma hjá honum. En jæja mæti bara í næsta tíma.
|

föstudagur, september 26, 2003

Ó mæ god, heill tími í einhvert andskotans vidjó, þetta var ömurlegur tími, er að drepast úr leiðindum. mig langar heim að sofa :o(
|
jæja núna sit ég í skólanum og læt mér leiðast er í tíma sem heitir Athuganir, skráning og mat með leiðinlegasta kennara ever hef, finnst hún samt skárri núna heldur en þegar hún kenndi mér í leikskólanum og leikskólabarninu þá var hún hex í mínum augum. Ég er síðan að fara á eftir að taka upp börn að leika sér með opnum efnivið held bara að þetta verði gaman.
|
Það var svo gaman í skólanum í dag, fyrir utan þennan leiðinlega barnabókmenntatíma. Kennarinn hefur þann einstaka hæfileika að tala og tala og maður heyrir ekki hvað hún segir, þ.e.a.s. maður lokar fyrir og nennir ekki að hlusta á hana, röddin í henni breytist í svokallað suð sem maður útilokar, kannast ekki einhver við þetta. En í dag fór ég í fjöruferð og það var sko gaman, fundum fullt af allskonar dýrum, fundum krabba bæði kuðungakrabba og síðan fannst einn svona stór líka. Við fundum líka fullt af svömpum og allskonar dóti það var helvíti gaman. En ég sá eitt í dag sem hneykslaði mig mikið, fór með Evu í IKEA hún var að kaupa eitthvað fyrir mömmu sína, nema hvað að þegar við vorum komnar út þá sjáum við löggubíl sem er sossem ekkert frásögufærandi nema það að þessi löggubíll var lagður í bílastæði fyrir fatlaða, finnst ykkur þetta ekki svolítið fáránlegt það er verið að kenna manni að maður eigi ekki að leggja í stæði fyrir fatlað, því að það sé dónaskapur og vanvirðing gangvart þeim sem er fatlaður og svo leggur bara lögreglan þarna eins og ekkert sé sjálfsagðara, finnst þetta hneyksli. Jæja farin að sofa góða nótt.
|

mánudagur, september 22, 2003

krakkinn er 5 ára, ég er nú bara ekki alveg að trúa þessu, þessu barnin líður alveg örugglega ekki vel.
|
mér finnst þetta nú hálfógeðslegt, það sem fólki dettur ekki í hug að framleiða.
|
jæja þá kemur nú eitthvað frá mér, ég fór í sumarbústað um helgina með Gunna, mömmu hans og pabba og Oktavíu og Gunnari Árna, það var mjög gaman fyrir utan það að það var svo mikið leiðindarveður og mér varð svo kalt, þannig að núna er ég að drepast úr kvefi. Ég og Toffy "litla" sys fórum í hreyfingu í dag og ætlum að fara attur á morgun og hinn, við fengum svona þrjá reynslutíma og þeir virka þannig að maður verður að mæta þrjá daga í röð. Síðan ætlum við að kaupa okkur 10 mánaða kort þar á einhverju skólatilboði. þannig að maður borgar 2990kr á mánuði. Með því að binda okkur þar í 10 mánuði eins og ég er búin að segja áður. Jæja er að hugsa um að hætta þessu núna er að drepast úr hausverk og kvefi, er að spá í að fara að taka verkjatöflu. Síðan ætti ég kannski bara að læra líka, væri það ekki svolítið sniðugt.
|

fimmtudagur, september 18, 2003

hæ hæ sorry hvað er langt síðan ég hef skrifað. Ég er semsagt byrjuð í skólanum og það er geðveikt gaman. Annars er ég að drepast úr kvefi og hálsbólgu. Núna sit ég uppi í skóla og er ekki að gera neitt, ég ætti auðvitað að vera læra en ég nenni ekki að læra plús það að ég gleymdi öllu sem heitir lesefni heima hjá mér þannig að það er ekkert að lesa hjá mér. En ég ætla að vera dugleg þegar ég kem heim í kvöld og á eftir þarf ég að fara að kaupa plöntur og box undir þær til að gera þessa fjandans athugun fyrir eitt námskeiðið. En það verður bara gaman. jæja nenni ekki að skrifa meira í bili bæbæ.
|

þriðjudagur, september 16, 2003

Þetta er hálviti hvernig datt honum þetta í hug
|

mánudagur, september 15, 2003

Hæ hæ og hó hó, alltaf gaman hjá mér, ég var að kaupa þráðlaust internet, þannig að núna sit ég bara uppi í sófa og blogga. Gaman að því c"), þetta er bara helvíti þægilegt, engir bakverkir og þægindin í hámarki og hugsiði ykkur ég get meira að segja farið á klósettið og bloggað um eitthvað þess vegna hehehehe, hafa einhverjir áhuga á klósettferðunum mínum, endilega látið mig vita hahahahahahaha
|

fimmtudagur, september 11, 2003

jæja þá er kominn tími til að hlakka til c"). Ég var að kaupa mér nýtt batterí og þráðlaust netkort í lappann minn, þannig að núna fer ég að blogga á fullu í skólanum. Þá fáiði námið mitt beint í æð og þá get ég skrifað strax um leið og mér dettur eitthvað sniðugt í hug.
|

sunnudagur, september 07, 2003

Við Eva vinkona mín ákváðum að halda partý fyrir leikskólabrautina, sem haldast átti á gauknum bara svona til að þjappa leikskólabrautinni saman. Þetta partý var á föstudaginn og það mætti nánast enginn, þá er ég að tala um að það mætti enginn af þriðja árinu, örfáir af fyrsta árinu og ekki margir heldur af öðru árinu. Maður verður þá bara að hugga sig við það að við reyndum og það er ekkert hægt að gera meira í því og þetta var bara fámennt en góðmennt, ég skemmti mér nú samt alveg konunglega og það er nú bara geðveikt langt síðan ég hef orðið svona ógeðlega full, en samt helvíti fúlt hvað mættu fáir. En það verður laugarvatnsferð næsta föstudag, vonandi mæta fleiri þangað, það var svo ógeðslega gaman í fyrra.
|

þriðjudagur, september 02, 2003

ég var að setja myndir úr Krítarferðinni þið getið skoðað það hérna til hliðar. Hey ég var að eignast nöfnu hún heitir Laufey Ósk og það er dóttir Gríms bróðir hennar mömmu.
|
Ég var að bæta nokkrum linkum á síðuna mína
|
Halló halló þá er maður bara komin aftur frá Krít, þetta er búið að vera æðisleg vika. Maður er bara búin að flatmaga í 40°C hita í heila viku, reyndar fórum við á laugardeginum og keyrðum á bílaleigubíl og skoðuðum klaustur sem var geðveikt flott. Við fórum líka að skoða einhvern kastala sem er búinn að vera síðan ég man það ekki alveg. Á miðvikudeginum létu Jónína og Guðni gifta sig og við fórum á geðveikt góðann veitingastað. Við fórum líka í gær í vatnagarð, það var ógeðslega gaman fór í allar nema eina rennibrautina en það var nú bara vegna þess að Gunni og Guðni sögðu að það væri ekkert gaman í henni, þar fengum við líka þann versta hamborgara sem ég hef á ævinni fengið, hann var viðbjóður. Ég set myndirnar úr ferðinn inn á morgun er að spá í að fara að sofa, núna er víst alvaran tekin við og ég þarf að mæta í skólann á morgun klukkan hálf níu.
|