föstudagur, október 13, 2006

Ég er með heimþrá....

já ég er með heimþrá mig langar ekkert smá mikið að vera fyrir austan hjá mömmu og pabba núna. Mamma varð 50 ára núna í vikunni eins og ég var búin að segja áður og núna eru amma og afi komin austur allir bræður hennar er að koma líka og ég held líka öll börnin þeirra líka þ.e.a.s allir nema ég *snuff* *snuff*. En ég er að spara punktana mína til að komast austur um jólin.

jæja er að fara í bíó
bæbæ
|

miðvikudagur, október 11, 2006

Ég steingleymdi....

í gær átti mamma afmæli hún varð 50 ára til hamingju með það elsku mamma mín :oD. Vonandi mun kaffivélin nýtast vel :D við gáfum henni nefnilega expressókaffikönnu í afmælisgjöf hlustuðum ekkert á það að engar afmælisgjafir ættu að vera það hlustaði enginn á það hehehe en ég hringdi í hana í gær og hún átti mjög góðan afmælisdag vildi samt að ég hefði verið þar. En ég verð bara næst þegar hún verður 60 ára hehehehe.

Já ég var helvíti pirruð í morgun og ég er eiginlega ennþá pirruð yfir þessu kvefi en ég vona nú að þetta kvef verði farið fyrir helgina því að þá ætlar mín að halda stelpupartý þannig að ég verð að vera stemmd þá eða finnst ykkur það ekki?????

Í gær fórum við Gunni í Worldclass Attack og mikið hrikalega var það gaman ég er með drullumiklar harðsperrur í dag hélt í allan dag að ég væri með beinverki en fattaði þegar ég kom heim að ég væri hreinlega með harðsperrur svona er maður seinn að fatta sérstaklega þegar allar leiðslur upp í heila eru stíflaðar maður hugsar ekki um annað en að snýta sér núna

Já ég ætla að hætta núna
blogga meira síðar
Kveðja
Laufey
|

Andskotinn og amma hans.......

já ég leyfi mér bara að blóta hérna á veraldarvefnum. En þannig er það nú að það er svona sirka vika síðan ég var með bullandi kvef og viðbjóð og var að hrósa happi mínu yfir því að vera ekki lengur með kvef. En nei nei í gærkvöldi var mér svo kalt og ég var eitthvað slöpp þannig að ég fór snemma að sofa og klæddi mig vel undir sæng því að mér var svo kalt en í morgun vakna ég með hálsbólgu og stíflað nef og ég er eiginlega bara ógeðslega pirruð.

Já nú vitiði afhverju ég blóta en allavega ég er farin í vinnuna

kveðja
Laufey
|

laugardagur, október 07, 2006

Já Já

Núna ætla ég að skrifa nokkur orð. Ég er byrjuð aftur að vinna og það er bara frábært þessi kríli eru náttúrulega bara krútt. Það er búið að vera endalausir fundir í vinnunni tvö kvöld sem voru svona eins og skipulagsdagur var bara sett á tvö kvöld, fagfundur, starfsmannafundur og maður verður bara þreyttur var svo ekki að nenna á starfmannafundinn í gær en það er náttúrulega skyldumæting en núna er þessu lokið fram í bili eða fram í nóvember.

Ég var í bíó áðan á Talladega Nights og hann Will Farrell er bara fyndin það er alveg sama í hvaða mynd hann leikur hann er bara fyndinn og þessi mynd er bara snilld. Mæli eindregið með henni.

Hey já er gleymdi að segja ykkur ég er byrjuð að læra spænsku en ég missti af tímanum í gær sem var annar tíminn útaf þessum starfsmannafundi.

Þannig að ég kveð núna á spænskan hátt...
Adiós, Hasta man~ana (dótið á milli á að vera ofan á enninu)
Laufey
|