fimmtudagur, júlí 27, 2006

Grasekkja

Já ég verð grasekkja þangað til á sunnudaginn. Gunni er að labba laugarveginn með vinnunni sinni og kemur ekki til baka fyrr en á sunnudaginn. En ég er að spá í að skella mér bara í bústað með tendó á laugardaginn og sækja svo Gunna á Selfoss á sunnudaginum.

Við fórum í útilegu síðustu helgi og var það bara mjög gaman nema að ég snillingurinn þurfti að hoppa yfir læk því að klósettið sem var okkar megin það bókstaflega frussaði vatni á mann og annan þegar það mætti á klósettið. Klósettferðin hinum megin við lækin gekk vel en bakarleiðin gekk ekki eins og hún átti að fara það var engin brú yfir lækinn þannig að ég þurfti að stikla á steinum yfir fjandans lækinn steig á stein (gekk vel), steig á annan stein(gekk líka vel), steig á þriðja steininn hann byrjaði að rugga ég reyndi að halda jafnvægi í örlitla stund en á endanum gaf jafnvægið sig og ég hrundi í lækinn með þeim afleiðingum að ég lendi með aftanvert lærið á einhverjum steini og hlaut þann stærsta marblett sem ég hef nokkurntímann fengið ég er rétt að jafna mig núna þ.e.a.s get orðið gengið án þess að haltra og sitja á rófubeininu ef ég sest í stól.

Ég vona að fólk sé ánægt með þennan pistil
vona að ég nái að blogga eitthvað bráðlega aftur

Kveðja
Lubban
|

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Bloggi bloggi bloggi....

já ætli ég geri ekki aðra tilraun til bloggs núna.

Hef sosem ekkert að segja maður er bara að vinna, fara í leikfimi og sofa. Maður gerir ekki mikið meira. Reyndar er mig farið að langa SVO mikið í sumarfrí að ég er algerlega að grotna. Nenni ekki að vakna í vinnuna og þegar ég loksins drattast í hana þá nenni ég ekki að vera þar en svona er þetta bara manni langar bara í frí. Fer ekki í frí fyrr en 14 ágúst eins og stendur hérna skrifað einhversstaðar annarsstaðar í blogginu.

Jæja
Kveð að sinni
Laufey
|