Hvað finnst ykkur? bara mánuður síðan ég bloggaði síðast. Það er búið að vera hellings gestagangur hjá okkur núna undanfarið. Toffy og Guðni komu og gistu hérna í nokkra daga og keyptu sér Pajero jeppa í leiðinni. Viku seinna komu Mamma og Pabbi og dvöldu hérna í 5 daga. Ég segi bara takk fyrir komuna og verið alltaf velkomin aftur.
Við fengum bílinn okkar úr viðgerð í lok febrúar og þá var hann búinn að vera í viðgerð í heilan mánuð. Fengum reyndar bíl á meðan þannig að það varð ekkert rosaleg röskun hjá okkur.
Núna er byrjaður massívur undirbúningur fyrir þrekmeistarann sem er 19. apríl á Akureyri. Er nú orðin soldið stressuð fyrir þetta farin að hafa áhyggjur af því að geta ekki gert þessar tvær æfingar sem ég á að gera þ.e armbeygjur og kassauppstig.
Það styttist alltaf í New York með vinnunni. Annars erum við með kökubasar á laugardaginn frá kl. 11 til 15 í Firðinum í Hafnarfirði. Þeir sem eru á höfuðborgarsvæðinu og lesa bloggið mitt endilega láta sjá sig og styrkja mig til New York. Ég verð þarna frá 13 til 15. Hlakka til að sjá ykkur ;)
Held ég hafi ekki meira að segja núna skal reyna að vera duglegri að henda einhverju hingað inn. ;)
kveðja
Laufey