Jæja komið nóg af leti....
Já, það er búið að gerast fullt síðan ég bloggaði síðast. Við skelltum okkur austur um páskana og skelltum okkur á skíði ég nánast alla dagana, Gunni og Dóri vinur Gunna fóru alla dagana. Það er skemmst frá því að segja að löggunni fannst við eitthvað mjög grunsamlega í þessari ferð því að bæði á leiðinni austur og á leiðinni suður vorum við stoppuð fyrir ofhraðan akstur þ.e. 108 og 109 þar sem er 90 km hámarkshraði. Meina kommon hvað er málið. En svona er þetta bara bara halda sig á mottunni greinilega.
Við erum að fara norður um helgina Gunni og fleiri bootcamparar eru að fara að keppa í þrekmeistaranum. Ég mun mæta með sem hressasti hvatningaraðilinn hehehe. Síðan komum við heim og ég vinn í 2 og 1/2 dag og þá er það bara New York með vinnufélögunum. Farin að hlakka geðveikt til og þetta verður bara gaman. Skoðum 3 leikskóla og eitt safn þ.e.a.s. það er samkvæmt dagskrá og svo verður bara verslað, borðað og eitthvað fleira skemmtilegt.
Jæja skrifa meira eftir New York
kv.
Laufey
Við erum að fara norður um helgina Gunni og fleiri bootcamparar eru að fara að keppa í þrekmeistaranum. Ég mun mæta með sem hressasti hvatningaraðilinn hehehe. Síðan komum við heim og ég vinn í 2 og 1/2 dag og þá er það bara New York með vinnufélögunum. Farin að hlakka geðveikt til og þetta verður bara gaman. Skoðum 3 leikskóla og eitt safn þ.e.a.s. það er samkvæmt dagskrá og svo verður bara verslað, borðað og eitthvað fleira skemmtilegt.
Jæja skrifa meira eftir New York
kv.
Laufey