34 vikur
Á mánudaginn var hringt í mig og ég spurð hvort ég væri til í að færa aðgerðardaginn. Ég sagði að það væri hið minnsta mál þannig að Pólfarinn fær að vera einn dag í viðbót í bumbunni og kemur víst ekki fyrr en 20. nóvember nema að hann ákveði að koma eitthvað fyrr sjálfur. En núna eru bara 4 vikur í herlegheitin ég er búin að þvo allt sem komið er fyrir guttan á eftir að sækja rúmið og vagninn annars er bara allt tilbúið. Ég finn alveg að það var nauðsynlegt fyrir mig að koma mér í frí núna því að ég er alltaf þreytt. Ég er að sofa til 11 og ég er að sofna kl. 11 á kvöldin alveg eins og steinn drulluþreytt. Enda er guttinn soldið mikið á hreyfingu núna þessa dagana. Ég sit núna við tölvuna og bumban er á fleygiferð á meðan ég skrifa þessi orð hérna. En jæja nenni ekki að skrifa meira nún vildi bara láta fólk vita af breyttum degi
kv.
Laufey og Pólfarinn
kv.
Laufey og Pólfarinn
kveðjum að sinni
