miðvikudagur, október 22, 2008

34 vikur

Á mánudaginn var hringt í mig og ég spurð hvort ég væri til í að færa aðgerðardaginn. Ég sagði að það væri hið minnsta mál þannig að Pólfarinn fær að vera einn dag í viðbót í bumbunni og kemur víst ekki fyrr en 20. nóvember nema að hann ákveði að koma eitthvað fyrr sjálfur. En núna eru bara 4 vikur í herlegheitin ég er búin að þvo allt sem komið er fyrir guttan á eftir að sækja rúmið og vagninn annars er bara allt tilbúið. Ég finn alveg að það var nauðsynlegt fyrir mig að koma mér í frí núna því að ég er alltaf þreytt. Ég er að sofa til 11 og ég er að sofna kl. 11 á kvöldin alveg eins og steinn drulluþreytt. Enda er guttinn soldið mikið á hreyfingu núna þessa dagana. Ég sit núna við tölvuna og bumban er á fleygiferð á meðan ég skrifa þessi orð hérna. En jæja nenni ekki að skrifa meira nún vildi bara láta fólk vita af breyttum degi

kv.
Laufey og Pólfarinn
|

þriðjudagur, október 14, 2008

33 vikur

Já það eru komnar 33 vikur og mikið í fréttum skal ég segja ykkur. Ég ætla ekki að fara út í krepputal hérna er alveg búin að fá nóg af því. Síðast þegar ég skrifaði vissi ég ekki hvort ég færi í keisara eða ekki en nú er það komið í ljós og það er líka komin dagur. Ég fer í keisara á 38. viku þannig að það eru ekki lengur 7 vikur í fæðingu drengsins heldur 5.... og Pólfarinn kemst á pólinn 19. nóvember. Fór í vaxtarsónar og mæðraskoðun í gær. Pólfarinn er svona í yfir sinni kúrfu í stærð þannig að það er ekkert skrítið að maður sé þreyttur. Ég hætti að vinna í gær fannst ekki gott að vera í vinnunni og geta ekki gert neitt. Gat ekki klætt börnin í skó eða teigt mig eftir einhverjum hlut sem er á gólfinu þannig að núna verð ég bara að stilla mig á ekki vinna gírinn hehehe sem er nú svolítið erfitt fyrir Lubbuna sem alltaf hefur unnið 100% vinnu. Þannig að ég er laus alla daga og næstum öll kvöld ef fólk vill líta við í kaffi. Toffy er hjá mér núna í staðlotu í skólanum og hún ætlar að taka bumbumyndir af okkur pólfaranum á fimmtudaginn ég er orðin mjög spennt..

Jæja nenni ekki að kvabba meira

kveðja
Laufey og Pófarinn
|

miðvikudagur, október 01, 2008

31 vika

Já þá eru ca. 9 vikur eftir hjá pólfaranum. Fór í mæðraskoðun á mánudaginn og allt leit vel út. Veit reyndar ekki ennþá hvort ég fer í keisaraskurð. Hef alltaf haldið að ég ætti að fara þar til þarsíðast þegar ég fór og hitti læknirinn en hún ætlaði að tala við læknirinn sem gerði aðgerðina á mér. Hún var ekki búin að því á mánudaginn gleymdi að skrifa þetta hjá sér og gleymdi því þar af leiðandi. En það fer nú vonandi að koma í ljós hvernig pólfarinn kemur í heiminn ;) bara svolítið óþægilegt að vita það ekki og svona stutt eftir.



Ég er búin að minnka við mig vinnuna í 50% ég var hreinlega farin að kvíða því að mæta síðustu dagana. Ég er reyndar ennþá að læra að vera í 50% starfi hef aldrei unnið þannig áður á ævinni en þetta virðist bara vera nokkuð gott ;) ég var reyndar komin í skápana í svefnherberginu í morgun komin upp á stól áður en ég vissi af (veit að ég má það ekki) en fór mjög varlega hehe. Hvað á maður annað að gera þegar maður er ekki stærri en maður er og þarf að ná í eitthvað sem ekki næst í nema standa uppi á stól. Fólk verður bara að setja sig í mín spor. En ég lofa því að ég fer mjög varlega og er fljót niður aftur ;).



Jæja ætla að fara að gera eitthvað núna ætla að setja eina mynd af pólfaranum hingað inn njótið vel

kveðjum að sinni

Laufey og Pólfarinn ;)

|