sunnudagur, nóvember 23, 2008

Orðin mamma...

Já nú er maður bara orðin mamma og það er skemmtilegasta og besta tilfinning sem til er í heiminum. Við erum núna búin að vera heima síðan á föstudaginn og allir hafa það alveg rosalega gott. Litli fallegi sonur okkar sefur bara og sefur og virðist hafa það bara mjög gott miðað við hvað hann sefur mikið hehe. Þeir sem vilja kíkja á heimasíðuna hans geta kíkt hérna.
|

sunnudagur, nóvember 09, 2008

37 vikur...

Jabbidíjabb það eru einungis 11 dagar í að pólfarinn mæti á svæðið. Við erum held ég komin með allt sem þarf að eiga þegar hann kemur heim nú ef ekki þá verður Gunni bara í því að skottast út í búð og kaupa hluti fyrir hann ;) Við erum allavega komin með alla þessa stóru hluti eins og rúm, skiptiborð, bala til að baða í , vagn og bílstól. Hitt hlítur að koma að sjálfu sér held ég eða er það ekki? Þannig að það er eiginlega bara vika og 5 dagar eftir í dag ohhhh ég hlakka svo til. Jæja hef svosem ekkert að segja kveð að sinni.

Laufey og Pólfarinn
|

mánudagur, nóvember 03, 2008

36 vikur..

jamm það eru komnar núna 36 vikur og 2 dagar nákvæmlega. Fór áðan vaxtarsónar þar leit alltsaman mjög vel út. Pilturinn orðin c.a. 12 merkur sem ég kalla nú bara ágætt. En það eru rúmar 2 vikur í sjálfan keisarann. Ekki laust við að maður hlakki svolítið til að fá guttan í hendurnar er orðin svolítið þreytt á að geta ekki skellt þessu aftur á bak þegar maður þarf á því að halda ;) hehe. En svona er þetta bara og maður getur víst ekkert kvartað hélt reyndar í gær að ég væri að breytast í bjúga var með svo mikinn bjúg en ég virðist hafa pissað svona mestu af því í nótt ef ég miða við hvað ég fór oft á lettuna, fer venjulega bara einu sinni yfir nóttina en fór aðeins oftar í nótt. Já guttinn er kominn með heimsíðu en ég ætla samt ekkert að fara að skrifa neinar færslur fyrr en hann er fæddur. En hún er allvega tilbúin og ef einhverjir vilja skoða þá er hún hérna það þarf lykilorð til að komast inn á síðuna og það er vísbending en þeir sem ekki vita svarið þeir senda mér bara meil og spyrja.
|