mánudagur, maí 29, 2006

Til hamingju Elín og Elvar

Þau eignuðust strák aðfaranótt 27. maí og er hann algjört krútt búin að sjá myndir á barnalandi en ég er með link á hann hérna til hliðar.

Ég var að færa mig um líkamsræktarstöð langaði að vera aðeins nær honum Gunna mínum ;) hehehe getum líka orðað það þannig að hann vann þessa þrjóskukeppni.
En ég kunni ágætlega við mig þarna og svo er líka plús að maður getur farið í heitu pottana á eftir. En finnst þetta samt ekki alveg sambærilegt því að Hreyfing er lítil og meira hómí en World Class er svona meira RISASTÓR gámur sem tekur massíft mikið af fólki en þetta var alveg ágætt ég tók líka Rósu vinkonu mína með mér og það var mjög gott að hafa hana með sér

En jæja ætla að hætta núna
kveðja
Lubban
|

laugardagur, maí 27, 2006

Enn að stelast....

ekki í vinnunni heldur á neti hjá einhverjum öðrum í húsinu. Við héldum Júrósvisjónpartí hérna síðustu helgi og var margmennt hérna ca. 20 manns. Aðallega vinir og vinnufélgar Gunna allir mínir vinir voru að vinna, í öðru partí óléttir eða nýbúnir að vera óléttir hehehe. En þeim verður boðið síðar í svokallað stelpupartí.

Við erum búin að koma okkur bara ágætlega fyrir og allt komið upp úr kössum sem á að fara upp úr kössum. Við vorum að kaupa ljós í dag og verða þau hvorki meira né minna en sérhönnuð en okkur var sagt frá þessari búð sem gerir ljós fyrir mann og þau geru nokkuð ódýrari en ljós úr lumex eða einhverjum flottum búðum. Þannig að við gengum ekki út með ljósin eins og í flestum búðum heldur fáum við ljósin kannski í seinnipartinn í næstu viku en það er allt í lagi gætum lifað ljóslaus í eina til tvær vikur í viðbót fyrst við höfum verið það síðan við fluttum í íbúðina.

En við eigum líka eftir að festa upp myndir á veggina en það fer að líða að því að það verði gert þ.e.a.s. ef við gerum það ekki bara á eftir ;)

Ég kaus áðan og held nú bara að ég hafi kosið rétt miðað við það að ég kaus í Garðabæ þar sem við vorum ekki búin að flytja lögheimilið fyrir 6 maí. Þannig að ég er að velja þann flokk sem ég held að hafi meira að segja fyrir vinnuna mína þar sem ég vinn í Garðabæ.

Jæja hætt þessu bulli
kveð að sinni
Lubban
|

miðvikudagur, maí 17, 2006

Er að stelast....

já ég er að stelast í undirbúningnum mínum að blogga örlítið og láta vita hvernig gengur.
Við erum flutt, fluttum um síðustu helgi og er allt í kössum og drasli ennþá heima hjá okkur en við erum að koma okkur fyrir hægt og rólega.

það gæti orðið langt á milli blogga hjá mér núna en það er vegna þess að ég er ekki orðin nettengd og þar af leiðandi kemst ekki á netið.

en ég er að stelast

bless bless
Lubban
|

laugardagur, maí 06, 2006

Nýjar myndir...

Gunni er búinn að bæta við myndum af íbúðinni. Núna eru komnar myndir af parketlögninni. Þannig að njótið vel.
|

þriðjudagur, maí 02, 2006

komnar myndir af íbúðinni

Það eru komnar myndir af íbúðinni en reyndar eru líka þarna myndir af óvissuferðinni sem gunni fór í á föstudaginn njótið vel
|

mánudagur, maí 01, 2006

Jæja....

nú er allt tilbúið fyrir parket og flísar. Við erum búin að mála allt og þvílíkur munur á íbúðinni. Veggirnir voru mjög skrautlegir vægast sagt ;). Ég er líka næstum búin að þrífa alla skápa í íbúðinni á bara eftir efri skápana í eldhúsinu. Þannig að við skrifum undir afsalið á morgun og þá er íbúðin okkar. Við ætlum líka að fara á morgun og fá parket- og flísaprufur og þá er hægt að kaupa á miðvikudaginn.

Úff ég er svo spennt að þið trúið því ekki

kveðja
Lubban
|