miðvikudagur, júní 28, 2006

Veit upp á mig sökina......

Veít að ég hef ekki bloggað í svo langan tíma.... hef bara ekkert haft að segja

Get allavega sagt ykkur það ég er bara alltaf að vinna og fer ekki í frí fyrr en 14 ágúst er farin að hlakka mikið til alltaf þreytt þessa dagana og virkilega farin að þrá frí. En börnin eru að týnast í sumarfrí eða hætta þeim fækkar verulega núna á föstudaginn og um miðjan júlí verða þau ca. 9 ekki fleiri en kannski færri. Þá er nú hægt að gera eitthvað spennandi með krílunum. Síðan eru krílin af litlu deildunum að koma yfir tvær gellur í aðlögun núna og einn gaur í aðlögun í næstu viku og síðan týnast þau yfir eitt af öðru.

Jæja hef sosem ekki neitt að segja og er að hugsa um að fara að sofa til að reyna að vakna í ræktina í fyrramálið (it is worth to try;))

kveð að sinni
Lubban

P.S. Er þetta nóg Krissa :oÞ
|

sunnudagur, júní 18, 2006

Bara gaman í gær

Í gær eftir að ég bloggaði var haldið á handboltaleikinn Ísland - Svíþjóð og það var algjör snilld. Stemmingin var bara frábær og hrópin og köllin voru bara skemmtileg enda fékk ég að gjalda þess eftir leikinn. Ég öskraði það mikið í öllum æsingnum og spenningnum að ég öskraði mig hása þannig að ég er búin að vera bara með 1/2 rödd síðan þá.

Um kvöldið var haldið í bæinn og það var bara gaman við fórum á Barinn (þar sem 22 voru) og get ég svarið að ef ég hefði ekki vitað betur þá hefði ég haldið að ég hefði misst af því að það væri öskudagur. Klæðnaðurinn á sumu fólki er bara furðulegur þarna var einhver stelpa í leggingsbuxum sem voru vægast sagt framúrskarandi flottar en þær voru með Tígrismynstri. Þarna var líka einhver gaur og hann leit út fyrir að vera einn af leikurunum í Dæluauglýsingunni og fólk var bara mjög furðulega klætt. Síðan hittum við Jónínu systir Gunna og vini hennar og héldum á Óliver og vinur þeirra komu okkur inn á einhvern undarlegan hátt með því að ljúga að bróðir konunnar hennar sem er eru bandarísk að hann væri að spila í NFL í Bandaríkjunum. Síðan var haldið heim á leið eftir það.

Vöknuðum í morgun og gengum á Esjuna ég reyndar gekki ekki alveg upp að steini ákvað að taka forskot því að Gunni ætlaði að hlaupa niður og síðan var Dóri með okkur og hann var einhversstaðar langt fyrir aftan okkur þannig að ég gekk á móti honum. Hljóp síðan næstum niður alla Esjuna eða kannski ekki alveg niður en samt nokkuð góðan spöl komst að því að gönguskór eru ekki bestu skórnir til að hlaupa í ;)

Jæja
Nenni ekki meir skrifa meira síðar
Kveðja
Lubban
|

laugardagur, júní 17, 2006

Hæ Hó jibbíjeij ó jibbíæjei.......

Það er kominn 17. júní. Kemur ekki á óvart hérna á höfuðborgarsvæðinu að það sé rigningalegt/rigning á lýðveldisdegi Íslendinga held að í þessi 6 ár sem ég hef búið á höfuðborgarsvæðinu að það hafi alltaf verið rigning/rigningarlegt. Man allavega ekki eftir neinu öðru veðri.

Allavega þá erum við komin með internetið í boði Nýherja. Þannig að núna getið þið farið að lesa bloggið mitt aftur ef þið eruð ekki búin að gefast upp. En núna skal ég reyna að koma fílefld til baka og blogga og blogga (maður á kannski ekki að koma með svona loforð ef maður getur ekki staðið við þau :$)ég skal allavega gera mitt besta.

Fréttir af íbúðinni við erum ekki búin að fá ljósin og við erum ekki búin að fá hringinn í þvottavélina þannig að við erum ennþá með þessar sívinsælu rússnesku ljósakrónur og þvoum þvottinn hjá tengdó. Vona nú samt að þetta fari að koma. Ljósakallinn er búinn að vera veikur og það tekur 10 daga að panta þennan hring í þvottavélina ef hann er ekki þá lekur vélin og allt blautt út um allt.

ég er að fara á Ísland - Svíþjóð á eftir með honum Gunna mínum og Helga Friðmari. Þetta verður hörkustuð og algjör stemming þannig að ef þið eruð að horfa þá skuluð þið skoða vandlega áhorfendabekkina því að þið gætuð séð eina litla Lubbu þar :þ en jæja ég er að hugsa um að hætta núna svo ég hafi nú eitthvað að segja næstu daga

Kveðja
Lubban
|