fimmtudagur, apríl 19, 2007

ástæðan..

er sú að ég var að fara til mömmu og pabba og þau vissu ekkert af því. Ég veit að Pabbi skoðar síðuna mína þannig að ég gat ekki verið að gaspra um þetta fyrr en núna þegar ég er komin heim í heiðardalinn. Þau voru mjög glöð að sjá mig og að sjálfsögðu mjög hissa en það var ætlunin frá upphafi að koma þeim á óvart.

Kv.
Laufey
|

miðvikudagur, apríl 18, 2007

hlakka ógó mikið til....

En ég get ekki sagt afhverju fyrr en á morgun ;)
|

föstudagur, apríl 13, 2007

Jamm....

Hef sosem ekkert mikið að segja. Fór á skíði á föstudaginn langa það var rosalega gaman og örugglega að fyrir aðra að horfa á mig því ég er eins og belja á skíðum hehe. Um kvöldið þegar ég var að fara að sofa þá gerðist eitthvað í bakinu á mér því að ég var að drepast í bakinu alla helvítis páskana. Á laugardeginum fórum við svo í brúðkaupið hjá Ásu og Bigga. Þetta var rosalega flott brúðkaup. Kjóllinn hennar var geðveikur og veislan var frábær þannig að ég held að þau hafi átt mjög góðan brúðkaupsdag fyrir utan veðrið sem var kannski ekki alveg eftir pöntun.

Er orðin góð í bakinu samt núna en það er kominn enn einn föstudagurinn og föstudagurinn 13. meira segja var reyndar bara að fatta það núna þannig að ég hef ekki verið neitt óheppin í dag og ekkert óheppnari en aðra daga.

Ég er hætt er að sofna hérna við tölvuna.
Kv.
Laufey
|