föstudagur, júlí 13, 2007

Júlí er ferðamánuðurinn....

Síðustu helgi gengum við gönguleið sem heitir strútsstígur. Mjög falleg og skemmtileg leið. Við gengum með fjölskyldunni hans Gunna. Komum við á stað sem heitir strútslaug sem er nú sá ógeðslegasti heiti pottur sem ég hef farið í. Gunni er búinn að setja eitthvað af myndum inn á sína myndasíðu.
Núna um helgina er Gunni að fara að hlaupa Laugarveginn sem er 56 km hlaup og ég ætla að bíða við markið með dúska og myndavél ;). Ætla vera búin að gera allt tilbúið fyrir okkur þegar hann kemur í markið.
Næstu helgi verð ég komin í sumarfrí og þá ætlum við að keyra eitthvað út á land á nýja bílnum og það verður ógeðslega gaman.
Held reyndar að helgin þar á eftir verið frí hjá mér ekki Gunna hann ætlar að labba aftur strútsstíg í þetta skiptið með vinnunni sinni. Ég ætla að slaka á ;)
Helgina eftir það þá ætlum við að stíga um borð í Iceland Expressvél og fljúga til Alicante og síðan ætlum við að dvelja þar í 2 vikur með fjölskyldunni hans Gunna. Dveljum þar í 5 herbergja villu með sundlaug í garðinum og fínheit.
Eftir að við komum heim þá fer ég að vinna aftur og tek við deildinni minni. Þá verð ég orðin deildarstjóri ;)
Læt ykkur vita hvernig Gunna gekk og hvernig var í Þórsmörk
|

mánudagur, júlí 02, 2007

Komin á eðalkagga....

Við vorum að kaupa okkur nýjan bíl Ford Escape 2005 árgerð. Hann er ógeðslega flottur steingrár og alveg eins og nýr.

Þessi er eins og okkar nema okkar er steingrár
|