sunnudagur, júní 27, 2004

Reikniforrit

ég fann forrit á netinu sem reiknar út allt sem maður borðar þannig að þá veit maður hvort maður er að borða of mikið miðað við hreyfingu og svoleiðis helvíti sniðugt verð ég að segja
|

laugardagur, júní 26, 2004

Ég og Gunni erum.....

í dag
|

fimmtudagur, júní 24, 2004

Hó Hó Hó

Ég var að horfa á EM England vs Portúgal og ég er ekki þekkt fyrir að hafa mikinn áhuga á fótbolta en verð að viðurkenna það að ég hef aldrei verið svona spennt yfir fótbolta, ég horfði líka á England vs Frakkland og varð spennt en ekkert í líkingu við þetta en fallegra liðið vann ég hélt með Portúgal vegna fegurðar leikmanna ;) maður verður bara að fylgjast með áfram fyrst maður er farinn að verða spenntur yfir þessu ætla að halda áfram með Portúgal og vonandi verða þeir Evrópumeistarar þá eru þeir ekki bara fallegir heldur eru þeir líka bestir í fótbolta heheheheheheheheheehe þannig að ég er sammála vinkonu minni henni Önnu Karen um það að það eigi að reikna út hvaða lið er flottast þ.e. það lið sem er með flesta flottustu leikmenn
|

Mig langar svo í......


Þennan bol hérna og það er útsala á Victoria´s Secret og ég finn ekki nema nærbuxurnar í stíl við hann helvíti fúlt mér finnst hann svo helvíti flottur ég er alveg sjúk
|

þriðjudagur, júní 22, 2004

Var að setja inn myndir

af honum Snúlla mínum fyrir þá sem vilja sjá ég og Gunni köllum hann svona í gríni Púmba því að hann prumpar svo mikið og þeir sem hafa ekki séð Lion King þá var Púmba rekinn úr villisvínahjörðinni fyrir það að prumpa svo mikið og með fúlri lykt hehehe ;)
|

mánudagur, júní 21, 2004

Eru allir sáttir????

Jæja mér fannst commentakerfi Bloggers ekki alveg vera að ganga upp þannig að ég fékk mér Haloscan sem mer´er sagt að sé best ;) en það er vonandi að þetta verði til þess að fólk commenti frekar hjá manni ;)
|

sunnudagur, júní 20, 2004

Einn brandari

Þennan brandara fékk ég í ímeili um daginn og hef reyndar fengið hann oft áður en ég hlæ alltaf jafn mikið af honum hehehehehe

BRÉF FRÁ HR. TIPPI
Ég, herra Tippi fer hér með fram á kauphækkun með meðfylgjandi rökstuðningi: Starf mitt felst í miklu líkamlegu erfiði
Ég vinn oft á miklu dýpi
Ég tek áhættuna af því að reka hausinn inn fyrst í öllum verkum sem ég geng í
Ég fæ ekki frí um helgar eða á hátíðisdögum
Ég vinn við rakamettaðar aðstæður
Ég fæ ekki borgað fyrir yfirvinnu
Ég vinn á dimmum vinnustað með lélega loftræstingu
Ég vinn við mjög hátt hitastig
Það kemur fyrir að ég er krafinn um að vinna í bakgarðinum sem mér finnst ekki þrifalegasti staður í heimi
Ég er iðulega krafinn um vinnuframlag þótt allir sjái að ég er verulega slappur
Mér er skipað að fara ítrekaðar ferðir inn á þennan dimma og raka vinnustað þótt allir viti að það endar alltaf með því að ég kasta upp
Starf mitt gerir mig berskjaldaðan gagnvart hættulegum sjúkdómum
Virðingarfyllst
Hr. Tippi

SVAR FRÁ STJÓRN:
Kæri Hr. Tippi
Eftir að hafa metið beiðni þín og farið yfir þau rök sem þú leggur fram hefur stjórnin ákveðið að hafna beiðni þinni af eftirtöldum ástæðum:
Þú vinnur aldrei í 8 tíma samfellt.
Þú fellur iðulega út af og sofnar í vinnunni, jafnvel eftir mjög stuttar vinnulotur
Þú hlýðir ekki alltaf skipunum stjórnandan
Þú heldur þig ekki alltaf á þínum vinnustað og það hefur oft sést til þín við að heimsækja aðra vinnustaði
Þú tekur aldrei frumkvæðið - það þarf iðulega að troða þér inn á vinnustaðinn til að þú farir að vinna
Það hefur oftar en ekki komið fyrir að þú átt í erfiðleikum með að komast í gang í vinnunni og þarft þá á fullmikilli handleiðslu að halda
Þú roðnar alltaf þegar þú ert beðinn að vinna
Þú hefur jafnvel mætt til vinnu með ostaslettur á hálskraganum
Þú skilur frekar subbulega við vinnustaðinn þegar þinni vakt lýkur
Þú ferð ekki alltaf eftir öryggisreglum og t.d. þeim að vera í réttum hlífðarfatnaði við vinnu
Það vita það allir að þú munt láta af störfum löngu áður en þú verður 65 ára
Þú getur ekki unnið tvöfaldar vaktir
Þú átt það til að yfirgefa vinnustaðinn áður en þú hefur lokið því verkefni sem fyrir þig var lagt
Og eins og allt þetta sé ekki nóg þá er því við að bæta að þú hefur þráfaldlega sést á sífelldu rápi inn og út af vinnustaðnum berandi tvo mjög grunsamlega poka
Virðingarfyllts
Stjórnin

|

fimmtudagur, júní 10, 2004

Halló er einhver þarna??????

Verð nú bara að spyrja skoðar enginn þessa síðu??????? það kommentar enginn hérna hjá mér, mig langar að vita hvort einhverjir skoði síðuna mína jæja þá er ég búin að koma því frá mér úff þvílíkur léttir marr.
|

sunnudagur, júní 06, 2004

Sól, Sól, Skín Á Mig

Mikið djöfull er veðrið búið að vera gott undanfarna daga!!! ég var úti allan föstudaginn í vinnunni og fékk þennan fína Rauða lit í kinnarnar ;)eftir þann dag var ég mjög svo þreytt og fór að sofnaði klukkan Átta og svaf til níu á laugardagsmorguninn við það að Snúlli var búinn að pissa á sængina mína ég var ekki alveg sátt við hann svona fram að hádegi, en ákvað að hér eftir myndi hann vera fram í forstofu á meðan ég sef í nýja fína rúminu mínu ;) en í dag þá fór ég í þriggja tíma göngu uppi í Heiðmörk og var það bara mjög fín ganga verð ég að segja og eftir það fór ég að horfa á Gunna, Daða, Dóra og Gyðu í Gokart var ekki alveg tilbúin að fara sjálf að keyra sat bara með Töru og horfði á þau keyra, núna er ég að fara að passa fyrir Jónínu systir Gunna þannig sí jú leider ;)
|