fimmtudagur, september 23, 2004

kaupi,kaupi, kaupi

var að kaupa mér nýtt skrifborð en það er með svona ofaná, geðveikt flott og Gunni er núna að púsla því saman því að mér er ekki treystandi fyrir hamri ;) hehehe nei held reyndar að ég væri nú bara eitthvað fyrir ef ég fer að troða mér inn í þetta RISApúsluspil ;) jæja ætla að fara að ryksuga hjá mér bæbæ
|

þetta er snilld!!!!

þessi síða er bara sú mesta snilld sem ég hef lesið lengi.... vildi að ég gæti lýst hlutunum á svona skemmtilegan hátt. Þarf að fara að æfa mig í þessu algjör snilld.
|

mánudagur, september 20, 2004

Siðfræði :(

mikið afskaplegar er Siðfræði alveg ógeðslega leiðinleg, ég get ekki verið í svona fagi því að það þarf að rökstyðja sjálfan sig og það er eitthvað sem ég kann ekki og kennarinn er alveg með eindæmum leiðinlegur, kennarinn sem á að vera er veikur þannig að það er einhver forfallakennari úff sem betur fer er þessi tími alveg að verða búinn. bæbæ lofa að skrifa eitthvað meira uppörvandi næst hehehe bæbæ
|

föstudagur, september 17, 2004

endajaxlalaus í efri góm!!!!

já ég var í endajaxlatöku í morgun, ég skalf af hræðslu og hef aldrei kviðið fyrir því að fara til tannlæknis fyrr en núna og á örugglega aldrei eftir að kvíða því aftur því að þetta var ekkert mál þurfti reyndar bíða svolítið eftir því að dreifingin kæmi í munninn á mér og svo var þetta eiginlega bara búið hann var ca. 5 mínútur að rífa tvo jaxla úr munninum á mér og ég sem hélt að þetta væri svo vont ;) en Tóta veistu ég fékk að eiga jaxlana ;) það voru mín verðlaun hehehehehehehehe ;) ég var svo dugleg hehehe jæja nenni ekki að blogga meira í dag sí jú leider ;)
|

mánudagur, september 13, 2004

í skólanum, í skólanum

já núna er liðin heil vika frá því að ég skrifaði síðast, ástæðan er nú kannski bara sú að ég hef ekki haft mikið að skrifa um. Nú fyrst skóladagurinn byrjaði ekki með góðum fréttum, því að þegar við komum í tíma þá fengum við þær fréttir að Villi bekkjarbróðir okkar væri dáinn , blessuð sé minning hans. Þannig að síðasta vika hefur verið mjög einkennileg í skólanum. En maður verður að halda áfram að lifa lífinu og skólinn er búinn að vera mjög skemmtilegur þrátt fyrir þessar leiðinlegu fréttir.

Ég er að fara í endajaxlatöku á föstudaginn og ég kvíði ekkert smá mikið fyrir þessu, maður hefur heyrt svo margar ömurlegar sögur um þetta. Fólk er að segja manni frá krókum á rótinni og að tannlæknirinn standi nánast ofan á hausnum á manni því að jaxlinn er svo fastur, úff get ekki hugsað um þetta, helst vildi ég bara vera svæfð, þá vakna ég bara og þetta er búið. En það er víst ekki í boði, þetta er í fyrsta skipti sem ég fer til tannlæknis og ég er stressuð fyrir það.

Jæja nenni ekki að bulla meira ætla að fara að horfa á C.S.I.

|

mánudagur, september 06, 2004

Úff

held að ég sé að fá drep í tána eftir að vera búin að sitja hérna í fyrirlestrarsalnum síðan klukkan hálf níu, en þessir tímar eru búnir að vera helvíti mikið drep verð ég að segja sko þ.e. stærðfræði fyrri tíminn og Siðfræði(heimspeki) seinni tíminn, þannig að á þriðju önn þarf maður allt í einu að fara að hugsa, algjört drep, farin upp á slysó að láta taka af mér tána ;) (hehehehehehe)
|