miðvikudagur, desember 29, 2004

farin og komin aftur.......

til Neskaupstaðar. Þegar við vorum komin langleiðina til Eskifjarðar og vorum á leiðinni til Egilsstaða þá fékk ég sms um að fluginu mínu væri aflýst og að það yrði tékkað aftur á flugi klukkan hálf átta í fyrramálið.... úff þarf að vakna snemmma ;)langt síðan maður gerði það síðast hehehehe.... en allavega snérum bara við og ég er komin aftur til mömmu og pabba en þetta er ekki í fyrsta skipti sem okkur er meinuð flugferð til Reykjavíkur... þetta er í annað skipti sem veður er svo slæmt þegar við erum að fara til að baka að fluginu okkar er frestað hehehehe þannig að verð væntanlega komin í borgina um hádegi á morgun jamm sjáumst síðar.

p.s. er búin að fá einkunn í kennslufræðum leikskóla fékk 8,5 ;)
|

sunnudagur, desember 26, 2004

hehehe alveg eins og Toffy

water ballerina
You are a water girl. You are flexable and very
nice. You are quiet so people who don't know
you thnk you are weird or just mean and high
and mighty like. You aren't though. You like
to have a good time and you also just like to
relax and just enjoy the stars.


Who are you inside????? (LOTS OF RESULTS)girls only
brought to you by Quizilla

svolítið fyndið að hún toffy litla systir mín tók þetta próf og ég síðan á eftir henni og við erum eins innan í okkur heheheheh
|

laugardagur, desember 25, 2004

Gleðileg Jól

já, það er kominn jóladagur og maður komin með STÓRA ístru af áti af hamborgararhrygg og hangiketi á nú samt eftir að fá kalkún á morgun nammi, namm.
Ég er búin að fá einkunnir úr öllum prófunum
Siðfræði 8,5
Stefnur og straumar í leikskólauppeldi 8,0
Menning og samfélag 7,5
Aðferðarfræði Rannsókna 7,0

á eftir að fá einkunnir úr barni, fjölskyldu og barnavernd og kennslufræði leikskóla en það voru próflaus námskeið.

Í gær fékk ég alveg nokkra pakka frá Gunna fékk ég flíspeysu frá 66°N, frá mömmu og pabba fékk ég vigt til að vigta mat, frá Toffy og Ægi fékk ég náttföt,frá Rósu Berglindi vinkonu minni fékk ég augnlitasett helvíti flott, frá Elínu vinkonu minni fékk ég mynd af mér og henni frá því að við vorum litlar og frá Togga frænda fékk ég glös og 2000 kr frá ömmu og afa.
Er bara mjög sátt við jólin og gott að vera hjá mömmu og pabba verst hvað þetta er stuttur tími því að ég fer aftur austur á miðvikudaginn þ.e. ef það verður fært það er svo mikill snjór hérna að það hálfa væri nú bara of mikið.... en það eru alveg bókar hvít jól hérna.... það hefur ekki verið troðið neitt í dag þannig að það er bara toffæru keyrsla í gegnum bæinn ef maður ætlar að fara eitthvað.
Ætla að kveðja núna.... södd og ánægð á jólunum með gjafir, mat og einkunnir ;)
kveð í bili skrifa meira síðar og gleðileg jól
|

sunnudagur, desember 19, 2004

Ég er komin heim í heiðardalinn......

já ég er komin austur til mömmu og pabba, það er æðislegt, fór í göngutúr áðan út í urðir helvíti mikill snjór en samt sem áður mjög hressandi, er að hugsa um að fara í bekkin hjá pabba á eftir og lyfta pínulítið eða nota spóluna sem ég keypti fyrir pabba og brenna pínulítið ;) já, ég get líka bara borðað jólakökurnar sem mamma er að baka núna, hún gæti orðið ánægð með það en sjáum bara til.... verð allavega dugleg við eitthvað hvort sem það er að éta eða hreyfa mig hehehehe sjáumst síðar....
|

miðvikudagur, desember 15, 2004

ýkt heppin

já ég og Gunni ákváðum í gær að fjárfesta í heimabíói.... fórum bara allt í einu að hugsa...já við erum að fara að halda partý á föstudaginn og við eigum ekki græjur nema þær sem eru í tölvunni og það er nú hálfhallærislegt að hafa snúrur út um alla íbúð til að hafa músík í partýi... síðast þegar við héldum partý þá bjuggum við niðri og þá var ekkert herbergi þannig að þetta var hægt núna er þetta bara ekki hægt ;) þannig að ef einhver vill hlusta á músík í góðu sándtrakki þá er það heima hjá mér ;) hehehehe

kveð í bili
Lubbabeib
|

þriðjudagur, desember 14, 2004

Ég og Kalli höldum af stað í jólafrí !!!!!

jæja þá er maður bara kominn í jólafrí prófin búin, held bara að mér hafi gengið ágætlega en annað kemur þá bara í ljós seinna í mánuðinum ;) allavega farin að versla jólagjafir sjáumst síðar ;)
|

úfff.....

núna er minna en klukktutími í næsta próf og ó mæ god hvað er kominn mikill herpingur í magann en ég tel það góðs viti því að ef þessi herpingur væri ekki þá væri eitthvað að. en allavega menning og samfélag here i come og hana nú, mér finnst ég nú samt ekki kunna neitt en það fer eitthvað í taugarnar á gunna skil það ekki.... en allavega ætla að fara að skrifa á mig sinaskeiðabólgu (maður er orðinn svo óvanur að skrifa sem kannski er ekki gott en maður glósar orðið allt í tölvur ;)) jamm ég er farin bæbæ
|

sunnudagur, desember 12, 2004

Jamm

já ég er búin með þrjú próf og á eitt eftir. ég er bara hreint ekki að nenna að lesa fyrir það... þetta er menning og samfélag sem mér finnst svo mikið eitthvað common sense og það er svo erfitt að lesa eitthvað sem að manni finnst maður kunna á meðan maður er að lesa og svo gengur maður á einhvern múrvegg þegar maður kemur í prófið því að maður kann ekki shit. þetta er mjög áhugavert efni en samt leiðinlegt að þurfa að læra þetta fyrir próf. jæja ætti maður ekki lesa einu sinni yfir þetta efni svo ég kunni eitthvað en ég ætla líka að vera dugleg á morgun og læra og læra ;) allavega adios bæbæ sí jú leider alígeider
|

mánudagur, desember 06, 2004

Einu prófi lokið

jæja þá er siðfræðin búin og þrjú próf to go. held að mér hafi gengið ágætlega í siðfræðiprófinu, annars er maður aldrei viss hvernig manni gengur í prófum. allavega er að byrja á næsta prófi sem er heimapróf og við þurfum að skila því klukkan 4 á morgun þannig best að reyna að klára sem mest í dag og í kvöld og skila svo snemma svo að maður geti farið að læra fyrir aðferðarfræðina sem er á föstudaginn... held ég en allavega farin að læra sí jú leider alígeider ;)
|

föstudagur, desember 03, 2004

Siðfræði

já, núna eru prófin að hefjast og fyrsta prófið á mánudaginn sem er Siðfræði, held að þetta verði allt í lagi próf, maður þarf bara að kunna öll hugtökin sem komið hafa fram í vetur og muninn á Kant og Mills. Var sko búin að ákveða í upphafi annarinnar að þetta yrði nú leiðinlegt en núna í dag var ég að læra með Elínu Önnu og Elnu og það var bara ekki svo leiðinlegt, kannski það hafi verið vegna góðs félagsskapar ekki vegna þess sem verið var að læra. en við vorum nú samt mjög duglegar og við ætlum aftur að vera duglega á morgun og við ætlum að standast þetta með trompi ;)eða er það ekki stelpur??? ;) allavega ætla ég að gera það ;)ætla að læra kannski pínulítið í kvöld og vera svo vel undirbúin fyrir morgundaginn. nenni ekki að blogga meira í dag þannig blogga kannski meira á morgun.

P.S. Var að komast að því að The Bagel house er alveg ógeðslega gott svipað og SUBWAY en bara grænmeti og þannig í beyglum þ.e. massafínt

jæja er farin í bili adios
|

fimmtudagur, desember 02, 2004

Loksins..... Eða ekki....

já, loksins eru þessar kynningar og verkefnavinna búin... En.... ekki alveg komin í frí prófin ekki búin og fyrsta er á mánudaginn, næsta próf á þriðjudaginn, þriðja prófið er á föstu daginn og fjórða og síðasta prófið er 14 des. þá verður öskrað úr kátínu, já það held ég nú.... en á laugardeginum eftir próf fer í lúelina til mömmu þá verður sko kátt í höllinni hlakka mikið til. c")jæja ætla að taka til því að annars get ég ekki lært og þá fell ég í prófunum og næ ekki að útskrifast í vor.
|