laugardagur, september 24, 2005

Klukk.....

Gunni og Krissa klukkuði mig, veit ekki alveg hvað þetta klukk gengur út á en hér ætla ég að reyna

1. Ég er leikskólakennari og ég elska vinnuna mína
2. Ég er að safna mér fyrir íbúð
3. Ég hlæ tröllahlátri sem er mjög merkilegt því að tröll er stór en ég er hobbiti
4. Ég á fullt af frábærum vinum og ættingum en ég er ekki nógu dugleg að rækta sambandið við það
5. Mér finnst húsverk leiðinleg geri þau nú samt stundum

Ég ætla að klukka Toffy, Þóru Sigrún, Tótu, Söndru og Önnu Karen
|

föstudagur, september 23, 2005

Allt að gerast...

haldiði að hún mamma mín sé ekki bara farin að blogga aftur. Hún var búin að gleyma passwordinu og því öllu þannig að hún gat ekki bloggað en hún toffy litla sys reddaði henni og núna getur mamma aftur bloggað sín skemmtilegu blogg ;)
|

Veit eiginlega ekki hvað þetta þýðir....

en ég tók þetta próf og er nú ekki alveg að skilja þetta en ef þið skiljið þá endilega útskýrið fyrir mér


Deb
You are Deb and you could drink whole milk if you
wanted.


Which Napoleon Dynamite character are you?
brought to you by Quizilla
|

fimmtudagur, september 22, 2005

Veit svosem ekkert hvað ég er að fara að skrifa hérna ;)

já ég hef ekki hugmynd um það. Ég lifi eitthvað svo snauðu lífi þessa dagana. Fór reyndar á djammið á laugardaginn var reyndar bara ein á sumbli heima hjá Maríu á móti (hún bjó á móti mér) fékk að drekka þar því ég mátti ekki mæta á svæðið fyrr en á miðnætti. Gunni var sko á Haustfagnaði KB banka og makar máttu ekki láta sjá sig fyrr en um miðnætti. Hefði reyndar drukkið bara heima ef tengdó hefðu ekki verið með matarboð ætlaði upphaflega að bjóða Elnu með mér en hún bara með einhvera lungnabólgu og eitthvað þannig að ég fékk að sumbla hjá Maríu. Það var mjög fínt, hún málaði mig og greiddi mér og síðan horfðum við á einhvern spænskan þátt (hún er sko hálfur spánverji)sem var eitthvað svipað og idol nema að þetta var bara eitthvað fólk að spreyta sig og fá dóma og margir hverji voru eins og þessir sem hlegið er að í fyrstu þáttunum af Idolinu s.s. gátu bara ekkert sungið heehe en ég hló að þessu enda ein í einhverju glasi hjá henni. En þetta var bara mjög gaman.

Ég er búin að missa tvö kíló á tveimur vikum á átaksnámskeiðinu og ég stalst á vigtina í morgun (má sko ekki stíga á hana nema þegar viktunardagar eru þ.e. mánudagar) og þá gat ég ekki betur séð en að það væri farið annað kíló en ég skal segja ykkur betur frá þessu þegar nýjar tölur verða staðfestar ;).

Gengur bara vel í vinnunni, svona flesta daga, sumir eru eins og það sé fellibylurinn Katrín á svæðinu og stundum er eins og öll dýrin í skóginum séu vinir og allt gengur eins og smurð brauðsneið ;) hehe

jæja er að hugsa um að fara að halla mér útaf er eitthvað drulluþreytt og slöpp, er að fá einhverja hálsbólgu ekki gaman

kveðja
Lubban
|

sunnudagur, september 18, 2005

The Night Watch.....

skelfileg mynd...enginn söguþráður, á rússnesku og bara leiðinleg eða allavega fannst mér það og Gunna og Daða fannst það líka. Fór á djammið í gær og það var bara mjög fínt Sálin á Nasa. María á móti (er reyndar ekki lengur á móti, en hér eftir verður hún kölluð það) leyfði mér að drekka hjá henni því að Gunni var á haustfagnaði KB banka og makar máttu ekki mæta á svæðið fyrr en eftir tólf hefði nú bara drukkið hérna heima en tengdaforeldrarnir voru með gesti þannig að ég eiginlega hraðaði mér út til að vera ekki að trufla þau. En núna er ég orðin mjög sybbin hef ekkert lagt mig eftir að ég vaknaði í morgun eða um hálf eitt allavega blogga meira síðar
Kveðja
Lubban
|

laugardagur, september 10, 2005

úff....

úff, hvað dagurinn í gær var erfiður... börnin voru eitthvað óþæg að það var nú ekki nokkru lagi líkt og ég þegar veðrið verður svona eins og í gær (eitthvað mikil lægð) þá verður þolinmæði mín engin og ég taldi svona hundrað sinnum upp að 10 í gær sérstaklega seinnipartinn en eins og þeir sem þekkja mig vita þá er þolinmæði mín yfirleitt ekki neitt mjög mikil en á svona dögum breytist hún í hvellhettu það er enginn þráður til að kveikja í því hann er yfirleitt til staðar bara mjög stuttur hehe.

Ég ákvað að sofa út í morgun svaf reyndar yfir mig þannig að Gunni var að fara út þegar hann vakti mig var eitthvað mjög þreytt og með hálsbólgu sem er ekki það skemmtilegasta sem ég fæ.

En allavega ég er að spá í að fara á rýmingarútsölu hjá Outlet, athuga hvort ég finni eitthvað sniðugt á mig vantar svo boli.

Kveðja
Lubban
|

þriðjudagur, september 06, 2005

omg....

erum við að tala um athyglissjúkt par????? sit hérna í eymd minni og er að horfa á fyrsta þáttinn af amazing race og viti menn eru ekki bara þar Rob og Amber sum unnu survivor allstar til hvers eru þau að reyna að vinna pening unnu þau ekki eina milljón DOLLARA síðast mér er spurn???? já ég er hneigsluð og að þessi þáttur skuli hleypa þeim þangað vitandi að þau hafi unnið fullt af penge áður já en þetta hlýtur að vera athyglissýki hjá Rob og Amber sko. varð samt svolítið hissa á að sjá þau í þessum þætti og síðan er hitt fólkið að baktala þau og segja að Rob sé svo leiðinlegur það hafi séð hann í Survivor og segja að þau megi ekki vinna aftur hehe svolítið fyndið hehe
|

Allt í gúddí

já það er allt í góðu hjá mér skal ég segja ykkur hef bara ekkert svo mikið að segja þessa dagana. Vinnan er á fullu langflest börnin eru komin aftur og allt að gerast. Ég er byrjuð aftur á svona átaksnámskeiði ég ákvað fyrst ég væri komin aftur á byrjunarreit að þá þyrfti ég á þessu að halda því þetta veitir mér aðhald og það er eitthvað sem virkar fyrir mig.

En allavega nenni ekki að blogga meira í bili

Kveðja
Lubban
|