sunnudagur, febrúar 19, 2006

Þessu Klukki ætlar aldrei að ljúka....

Já hún Toffy litla sys þurfti endilega að klukka mig og ég náttúrulega get ekki staðist mátið fyrst hún gerir þetta svona.

Þakka þér kærlega fyrir Eva mín fyrir að klukka mig


4 störf sem ég hef starfað við um ævina: SVN í Neskaupstað í síld og öllum andskotanum, Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað sem starfsstúlka, Sambýlið Sigurhæð í Garðabæ, Nokkrir leikskólar núna leikskólinn Bæjarból

4 myndir sem ég get horft á aftur og aftur: 10 things i hate about you, Shrek 2, Fríða og Dýrið man ekki meir er ekki nógu góð í að muna nöfn á myndum.

4 staðir sem ég hef búið á: Neskaupstaður, Hafnarfjörður, Garðabær og bráðum Kópavogur

4 sjónvarpsþættir sem ég fíla: Nágrannar, Friends, Simpssons, CSI

4 staðir sem ég hef farið í frí: Skotland, Krít, Færeyjar og síðan spánn í sumar

4 heimasíður sem ég heimsæki daglega: gmail.com, mbl.is, leikjanet.is og bloggið mitt og þá sem eru á linkalistanum (kannski ekki daglega en mjög reglulega)

4 uppáhalds matartegundir:Kjúlli, allt kjöt, Fahitas, lasagne, pizza gæti talið upp endalaust

4 staðir sem ég vildi heldur vera á: Einhversstaðar í útlöndum en veit ekki hvar langar mikið til Bandaríkjanna, London, Spánn, Portúgal, Danmörk gæti talið upp endalaust en ég vil kannski ekkert vera þar endilega heldur bara kíkja í heimsókn.

4 hlutir sem ég hlakka til: Flytja í nýju íbúðina okkar, Fara til Amsterdam, Fara til Costa del Sol með familíunni, eignast krakka sem verður örugglega einhverntímann og margt fleira það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í lífinu.

4 aðrir bloggarar sem ég ætla að klukka: Kitta, Krissa, Anna Karen og Tóta
|

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Það er gott að búa í Kópavogi....

Já.... haldiði að við skötuhjúin séum ekki bara búin að kaupa okkur íbúð í Kópavoginum, nánar tiltekið í Lindarsmára. Við fáum afhent 1. maí á Verkalýðsdaginn og þá verður hafist handa við að dútla í íbúðinni er farin að hlakka mikið til og ég er farin að skipuleggja allt í íbúðinni farin að sjá margt fyrir mér en svo er annað mál að fá samþykki hins aðilans í sambandinum annars höfum við verið nokkuð sammála með flest svona það sem um hefur verið rætt hehehe en jæja ætla að fara að gera eitthvað annað sjáusmt í bili

Kveðja
Lubban
|

laugardagur, febrúar 11, 2006

Undarlegt......

Vaknadi svona í morgun veit ekkert hvad gerdist
Myndina sendi ég
Sent með Símbloggi Hex
|

laugardagur, febrúar 04, 2006

Ég sendi inn formlega kvörtun.....

til mín og margra þeirra sem eru á linkalistanum mínum. Það bloggar enginn og ekki ég heldur held að ég þurfi að fara að taka mig á í þeim efnum og það commentar eiginlega enginn heldur verð líka að taka mig á í þeim efnum. Núna kemur annáll....

sko við erum búin að vera að skoða íbúðir út um allt buðum í eina en fengum hana ekki. En við erum enn að skoða en ekkert fundið ennþá en þetta fer nú vonandi að koma.

Ég er byrjuð í einkaþjálfun eða réttara sagt að verða búin en ég steig á viktina í morgun hjá þjálfaranum og þá eru 2,5 kg farin síðan í byrjun Janúar ég er nú bara nokkuð sátt við þennan árangur. Núna er ég bara að velta fyrir mér hvort ég eigi að halda áfram í 6 skipti í viðbót eða hvort ég ætla að reyna að gera þetta sjálf. Treysti mér ekki alveg í það ennþá og mig langar líka svo að vera fín og flott á ströndinni í sumar ekki viss um að ég geti það nema með svona aðstoð. En ég er nú samt bara mjög ánægð með mig verð ég að segja fór á tvö 8 vikna námskeið og léttist ekkert en fer síðan og hitti einkaþjálfara einu sinni í viku og 2,5 kg fjúka. Föstudagskaffin í vinnunni hafa heldur ekki heillaði mig (eða þannig) en ég er búin að halda mig frá þeim enda bara rjómi og sull sem ekki er hollt fyrir manneskju í megrun eða finnst ykkur það?

Jæja ég er farin að gera eitthvað þó ég nenni því ekki jamm vona að þetta hafi verið góður pistill í þetta skiptið skal ekki láta líða svona langt á milli blogga næst
|