þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Bíó


Fór í bíó áðan að sjá Astrópíu. Hún var bara mjög skemmtileg og ég mæli alveg með henni fyrir aðra að sjá. Það eina sem fór í taugarnar á mér var einhver strákur á aldri sem hann heldur að hann sé ógeðslega fyndinn var að kreista upp úr sér hláturinn alveg sama hvaða atriði var. Fór ógeðslega í taugarnar á mér. Meina kommon ég hló að mörgu en ég var ekki að hlæja eins og hross allan tímann.

Fórum líka á Bourne ultimatum um daginn hún var algjör snilld. Er búin að sjá þær allar en þyrfti eiginlega núna að vera með svona Bourne maraþon þar sem ég horfi á allar myndirnar í röð til að ná meira samhengi.


Semsagt bíófréttum er lokið í kvöld

Takk fyrir og góða nótt :)


|

þetta finnst mér ekki flott

Þetta finnst mér ekkert rosalega flott. En ég setti þessa mynd eiginlega vegna þess að ég er ekki frá því að konan hægra megin sé helvíti lík Ingibjörgu Sólrúnu hehehe.
|

Ég gleymdi

að segja ykkur frá því að við fengum okkur vinnukonu í eldhúsið. Algjör snilld að þurfa ekki að vaska upp lengur. Gunni greyið lendir mest í því að setja svona upp og ég eiginlega bara fyrir. Hann reif skápinn úr og setti og tengdi uppþvottavélina á sinn stað. Hann er algjör snillingur þessi maður minn. Hann getur allt :)
|

mánudagur, ágúst 27, 2007

Alltaf gott að koma heim.

Áður en við fórum til Spánar þá keyrðum við hringinn það var mjög gaman. Byrjuðum á því að keyra Kjalveg og stoppuðum og skoðuðum Hveravelli. Mér fannst mjög gaman að koma þangað. Við lögðum svo seint af stað og við ætluðum að gista á Akureyri en Gunni var orðinn svo þreyttur þannig að hann stoppaði einhversstaðar fyrir utan veg. Við blésum upp í aðra vindsængina og sváfum í bílnum. Það fór ágætlega um mig en ég held að Gunni geti ekki sagt það sama enda er ég í sannkallaðri kjörstærð ef tala á um að sofa í aftursæti í bíl :). Um morguninn þá keyrðum vinn inn á Akureyri og skelltum okkur í sund með morgunhönunum. Fórum síðan í bakarí og héldum síðan áleiðis að melrakkasléttu. En þar vorum við á stað sem heitir Leirhöfn og eru tengdaforeldrar bróðir hans Gunna með sumarhús. við gistum þar í tvær nætur. Við fórum og skoðuðum Ásbyrgi held að það sé með fallegri stöðum á landinu. Síðan héldum við leið okkar áfram skoðuðum Hljóðakletta líka einn af mögnuðustu stöðum á landinu og Dettifoss sem er skuggalega flottur og ekkert smá vatnsmikill. Síðan keyrðum við að Herðubreiðarlindum sem ég hélt að væri nú meira en þessi graslína sem hægt var að tjalda á. Við keyrðum síðan að Öskju og skoðuðum Öskjuvatn og Víti. Að labba að vatninu er eins og labba á tunglinu og ég las í vegahandbókinni að geimfarar frá NASA fara þangað að æfa sig fyrir tunglferðir. Það var líka alveg rosalega fallegt að koma þangað. Síðan keyrðum við og skoðuðum Kárahnjúka og GUÐ minn góður yfir hverju er fólk að kvarta þetta er sandauðn út í gegn og það eina sem kemur útúr þessu er fallegt stöðuvatn. En það var reglulega gaman að koma þangað og sjá þetta stóra mannvirki sem ég persónulega get ekki séð neitt að. Við gistum hjá Mömmu og Pabba eina nótt og héldum svo austur. Við ætluðum að gista í Skaftafelli en það rigndi svo svakalega að við nenntum ekki að tjalda keyrðum því lengra og endum síðan með því að tjalda í Vík í rigningu. Gunni fór síðan að labba Strútsstíg með vinnufélögum og ég fór til ömmu og afa eina nótt.

Við komum heim frá spáni núna 18 ágúst. Það var bara æðislegt og mæli ég sko alveg með því að leigja svona hús og var útaf fyrir sig. Þetta var bara snilld. Fórum fullt vorum á bílaleigubíl það hefði eiginlega ekki annað verið hægt. Húsið var soldið hátt uppi og langt frá bænum. Fórum nokkrum sinnum á ströndina, fórum nokkrum sinnum fínt út að borða. Það skal tekið fram að við fórum á einn veitingastað í Altea sem er svona gamall bær og svona markaðir á kvöldin og þannig. Fengum okkur 2 bjóra, forrétt fyrir bæði, 1 rauðvínsflaska, aðalréttur fyrir bæði, eftirréttur fyrir bæði og expresso fyrir Gunna þetta kostaði í allt 74 evrur sem er eins að fara einn út að borða á Caruso. Hérna heima kostar það lítið undir 20000 kr að fara fínt út að borða. Við keyrðum upp í fjöllin og þvílíkt útsýni og fjallasýn ekkert smá fallegt. Í þeirri ferð skoðuðum við líka Gvadalest en þar er kastali byggður uppi á háum kletti þar var líka rosalega fallegt. Mæli með heimsókn þangað. Fórum í vatnsrennibrautagarð fór reyndar bara í eina rennibraut Gunni sá um að renna sér ég sá um að baða mig í sólinni. Enda var svo mikið af fólki að það var varla verandi þarna, 20 mínútna raðir í allar rennibrautir. Við héldum eina bootcamp æfingu. Annars var bara setið í sólbaði og sötrað bjór á kvöldin enda þegar ég steig á vigtina eftir ferðina þá get ég svarið að það var heill San Miguel kassi á maganum á mér.

Núna er ég farin að vinna aftur og er búin að vinna í viku sem deildarstjóri á yngri deildinni. Þetta er svolítið öðruvísi en að vera á þessari eldri. En engu að síður alveg jafn gaman.

Jæja ef þið hafið lesið alla leið þá
kveð ég að sinni
Laufey
|

laugardagur, ágúst 04, 2007

Spánn hera I come

Bara að láta vita að ég mun ekki blogga aftur fyrr en eftir 2 vikur. Er að fara til Spánar á eftir og ætla ekki að blogga þar. Mun þá segja frá allri hringferðinni okkar um landið sem við fórum í og spánarferðinni auðvitað.

adios amigos
Laufey
|