laugardagur, júní 28, 2008

18 vikur

liðnar lítið að gerast eins og síðast held ég að ég hafi fundið örlitla hreyfingu um daginn er samt ekki viss. Vonandi fer þetta nú að verða aðeins ákveðnari hreyfing þannig að maður viti ekki hvort þetta er loft eða hreyfing.

Ég læt mér bara leiðast hérna heima, Gunni er í göngu vestur á fjörðum labba hjá látrabjargi og einhversstaðar þar og kemur ekki heim fyrr en á mánudaginn. Hann sem ætlaði að koma með mér í mæðraskoðunina en kemst ekki því að hann verður á leiðinni heim. En hann kemur þá bara með mér í 20 vikna sónarinn en það er eftir 2 vikur. Það koma myndir einhverntímann í vikunni eftir að Gunni kemur heim hann er myndasmiðurinn og er með vélina með sér fyrir verstan. Þannig að þið verðið bara að bíða róleg.

Kv.
Laufey
|

laugardagur, júní 21, 2008

17 vikur í dag

núna á ég eftir að vera bloggandi um ekki neitt. HeHe bara til að geta montað mig örlítið meira á pólfaranum. En já það eru komnar 17 vikur og ekkert að gerast fannst eins og ég finndi hreyfingu um daginn en ég held að það hafi samt verið meira óskhyggja heldur en eitthvað annað ;). En það gæti nú samt farið að gerast. Það eru bara 2 vikur þangað til ég kemst í sumarfrí og þá byrjum við á að fara í aldarafmæli Gauju ömmu sem hefði orðið 100 ára ef hún væri enn á lífi. Gunni kemur með og fer svo aftur á sunnudeginum ég ætla að vera fram á miðvikudag því að Gunni fer ekki í frí fyrr en viku seinna. Nenni ekki að hanga og gera ekki neitt í viku langar frekar að hanga með mömmu og gera eitthvað ;). Jæja Gunni var að koma úr sjoppunni nammi, namm sjáumst

kveðja
Laufey
|

föstudagur, júní 13, 2008

Þá er komið að því....

að blogga þannig að þeir fáu sem lesa þetta blogg verði glaðir.

Ætla að byrja á að segja ykkur frá þeirri fjölgun sem verður í nóvember á þessu ári. Já, ég og gunni eigum von á pólfara (gengur undir því nafni) í nóvember. Núna er ég komin 16 vikur þannig að þetta er allt að gerast. Ég mun reyna að vera dugleg að blogga og setja inn bumbumyndir og þess háttar. Við erum bæði mjög spennt og hlökkum mikið til í nóvember. Við erum búin að fara í 12 vikna sónar og það var bara æðislegt að sjá þessa litlu veru sem er að vaxa inn í manni hreyfa sig. Svo fór ég í fyrstu mæðraskoðun um daginn og fékk að heyra hjartsláttinn. Skrítið hvað þetta er samt svolítið óraunverulegt ennþá hugsa að þetta verði ekki raunverulegt fyrr en við fáum barnið í hendurnar.

Ætlaði að blogga eitthvað meira en man ekki hvað það var vona að þið séuð ánægð með þetta blogg allavega er ég glöð að geta loksins sagt frá þessu :)

kveðja
Laufey og pólfarinn ;)
|