fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Halló og Góðan daginn
Ég hef ekki mikið að segja en ég ætla að reyna að pikka eitthvað smá hjérna inn á skjáinn fyrir ykkur sem lesið þetta. En ég var að tala við mömmu áðan og við erum eitthvað að spjalla en þá spyr lilla sys hvort ég sé búin að kíkja á katrin.is , ég neita því en þá er eitthvað klikkað fólk með myndir af sér með bleyjur og það er virkilega að fá eitthvað útúr því það fyrsta sem mér datt í hug var Sveppi þegar hann var í einhverjum sketsinum í Svínasúpunni að spila olsen og segir svo upp úr þurru að hann sé búinn að skíta upp á bak sem var mjög fyndinn sketch en þetta er algjör klikkun að vera líka með heimasíður um þetta mér finnst þetta ekkert rosalega sexý ef ég á að vera alveg hreinskilin en að fólki skuli detta svona í hug. þetta er svo mikil klikkun að ég á ekki til orð en jæja nenni ekki meira.
|

mánudagur, febrúar 23, 2004

æðislegur dagur í dag svaf til hálf ellefu þar sem það er frí í skólanum vegna misserisþings og núna er ég að fara að lesa einhverjar greinar um þungun þroskaheftra mæðra sem er mjög áhugavert umræðuefni en við eigum að ræða það á internetinu hvað okkur finnst um það. En það er helvíti þægilegt að hafa svona langa helgi en ég er að spá í að fara að klára þessar greinar þannig að ég geti eitthvað farið að tjá mig á Webbinu með öllum hinum sem völdu þetta umræðuefni. Skrifa meira síðar. ble ble c")
|

föstudagur, febrúar 20, 2004

jæja nú er klukkan 8:40 og ég er mætt í skólanni til að blogga og lesa þar sem ég þarf ekki að mæta í tíma fyrr en klukkan hálf ellefu en svona er maður nú bara duglegur ;) en ég vaknaði tuttugu mínútur í 6 í morgun og fór í ræktina og labbaði í 45 mínútur en það eru 4 kílómetrar mér finnst það bara nokkuð gott. En jæja verður maður ekki að fara að vera duglegur ég ætla allavega að reyna það skrifa síðar
kv. lubbabeib ;)
|

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Sælt veri fólkið og afsakið hvað ég hef verið löt að skrifa en ástæðan fyrir því er sú að það er bara búið að vera svo mikið að gera með að klára vettvangsnámið og núna loksins er ég byrjuð aftur í skólanum þannig að þá verð ég meira á internetinu.
Núna ætla ég að vinda mér í allt annað en ég ætla bara aðeins að fræða ykkur um það hvað ég er dugleg. Síðan skólinn byrjaði þá er ég búin að vakna klukkan 6 á morgnanna reyndar ekki alla morgna eins og í morgun en ég fór þá líka bara klukkan 12 eftir skóla í staðinn þannig að ræktinni var ekki sleppt þó að ég hefði ekki vaknað í morgun.
Ég er núna að horfa á Popptíví en þar er Auddi í 70 mínútum að tala við leikskólabörn svona svipað og Hemmi Gunn var með í denn en ég hef alltaf mjög gaman af því að heyra í þessum krílum.
Jæja nenni ekki að skrifa meira núna skrifa meira seinna bæbæ. ;)
|

sunnudagur, febrúar 15, 2004

jæja jæja ég er ekki dauð en það er bara búið að vera svo mikið að gera hjá mér í vettvangsnáminu að það hefur bara ekki komist annað að hjá mér. En núna er því lokið þannig að núna fer að koma meira frá mér eða við skulum allavega vona það. Núna er Toffy litla systir mín farin aftur austur til m&p á nú eftir að sakna hennar pínulítið en á nú vonandi eftir að hitta hana seinna en hún er að vinna á skíðasvæðinu á Oddskarði þannig að maður fær kannski bara frítt í lyfturnar ef maður kemur austur um páskana. En jæja ég er í vinnunni hringja inn leiðinlega könnun og nú skuluð þið bara krossleggja fingur fyrir því að ég hringi ekki í ykkur og spyrji ykkur spjörunum úr (hehehe, ég skal ná ykkur hehehe).
|

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

held ég sé með sárasótt ;) ég er með hvorki meira né minna en 3 munnangur í munninum og nokkrar bólur á tungunni er það eðlilegt???? allavega er ég að fá algjört ógeð á þeim og ekki nóg með það að ég sé með fullan munninn af munnöngrum heldur er ég líka að taka tennur á fullorðinsaldri þ.e að fá endajaxl þannig að munnurinn minn er allur í hönk :(
Ég er búin að fá vinnu hjá PSN- Samskipti og verð ég því að hringja í fólk og spyrja það allskonar spurningar og þess háttar vonandi á það eftir að ganga betur en þegar ég var að vinna hjá Eddu miðlun og útgáfu en það gekk alveg hörmulega verð ég hreint út sagt að segja mér leið illa yfir öllum símtölunum því að ég skildi það svo vel hversu uppáþrengjandi ég var. En svo ég tali aðeins meira um vinnuna þá verð ég að vinna þarna amk. 2 kvöld í viku og aðra hverja helgi og ég er með mjög gott tímakaup og fæ hálftíma fríann rétt á meðan fólk er að borða, þannig að ekki kvarta í mér þó að þið borðið seint því að þá er ég búin að borða og mér er alveg sama um alla aðra. hehehe (bara grín)
Djöfull fór ég í drullugóðann pallatíma ég hef bara ekki svitnað svona mikið síðan í móðuharðindunum því þá var svo mikil móða að maður var allur blautur já, já kallinn minn maður hefur nú lifað margt skal ég segja þér;) nei, nei bara grín en í sannleika sagt þá hef ég ekki svitnað svona mikið síðan þá.
Jæja best að fara að hætta þessari helv.... vitleysu (má nokkuð blóta á internetinu? gilda ekki sömu reglur um það og sjónvarp? hehehe (bara grín)) sí jú leiter alígeiter, in a væl krókódæl (hehehe)
|

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

hæ hæ ég er á lífi en ég er samt sem áður að kafna úr hori, þetta er alveg óþolandi, maður talar eins og maður sé með klemmu á nefinu helvíti óþolandi. En ég var helvíti dugleg í morgun ég fór í ræktina klukkan 6 og var þá bara búin að missa 800gr sem er nodabene næstum því kíló og ég labbaði 2.80 km sem er næstum þrír km finnst ykkur þetta ekki bara nokkuð góður árangur. mér finnst það ég ætla síðan að fara í pallatíma á morgun og svitna rækilega. jæja ég ætla að fara að snýta mér ;)
|