laugardagur, júlí 31, 2004

Neistaflug

sælt veri fólkið !!! núna er maður kominn í mat til mömmu og drekkur sig fullan á hverju kvöldi heheheh nei bara grín. Allavega þá er ég komin á neistaflug og það er bara búið að vera helvíti gaman fórum í gær á rauðatorgið sem er reyklaus bar þannig að ég sat nú úti allan tíman því að þar má reykja sko. Í kvöld er svo planið að fara á ball með pöpunum sem að ég held að verði helvíti skemmtilegt sko og á morgun er svo brekkusöngur eða eitthvað í þá áttina reyndar enginn Árni Johnsen en það verður eitthvað annað skemmtilegt en ég veit ekki hvort maður fari á ball með stuðmönnum á morgun manni heyrist enginn ætli að fara þar sem að þegar þeir komu síðast þá spiluðu þeir í tvö korter og voru síðan í pásu allt kvöldið þetta hefur maður heyrt allavega og maður nennir nú ekki að hlusta á einhvern DJ SnúruValda í öllum pásum eða eitthvað svoleiðis rugl þannig að ætli maður drekki sig þá ekki bara fullan í brekkusöngnum og fari svo heim og haldi partý??? maður veit aldrei hehehehehe (mamma verður nú kát með það heheheh) c")
|

föstudagur, júlí 23, 2004

Bíó og margt fleira ;)

Ég er búin að fara tvisvar í bíó í þessari viku fór á Shrek 2 um daginn og djöfullsins snilld er hún ég hló mig alveg máttlausa yfir henni og ef eitthvað er þá er hún betri en fyrri myndin sem var ekki heldur neitt afleit þ.e. algjör snilld. Ég var að koma af King Arthur og hún var nú líka mjög góð sko svolítið mikið um dráp og þannig en svona var þetta bara þarna í denn eins og í Troy þá voru leikararnir ekki neitt afleitir einstaklega fallegir menn en mér fannst þeir eiga að vera meiri sóðar en Brad Pitt og þeir í Troy.
En jæja núna er Neistaflug á næstu grösum, farin að hlakka mjög mikið til við ætlum að fara keyrandi annaðhvort á fimmtudagskvöld eða á föstudag kemur allt í ljós fer eftir því hvort ég fæ frí í vinnunni eða ekki á föstudaginn.
Við erum búin að fá nýja íbúð ekkert svo lang frá þessari sem við erum í eða bara á næstu hæð fyrir ofan, hún er sko með svefnherbergi sem þessi sem við erum í er ekki með það verður gott að fá herbergi, en það er einn galli við munum búa við hliðina á albínóunum sem láta alla í blokkinni vita þegar þau eru að stunda sitt kynlíf, frekar ósmekklegt þegar fólkið í blokkinni á móti er farið að undra sig á því hvaða öskur þetta eru hinum megin við götuna, þannig að ég gæti gert dagbók um þeirra rúmfræði heheheheheh ojjjjjjjj ógeðslegt. En íbúðin sem við fengum er númer 203 ekki 103 eins og við erum í núna þannig að farin að hlakka til að fara austur til mömmu og pabba
jæja ætla að fara að sofa vinna í fyrramálið skrifa meira síðar

|

miðvikudagur, júlí 14, 2004

komnar myndir

Var að setja myndir úr Laugarvegsferðinni enjoy ;)
|

sunnudagur, júlí 11, 2004

Laugarvegur genginn !!!!

Jæja þá er maður kominn aftur eftir þriggja daga göngu með bakpoka á baki, þetta var ótrúlega gaman og ég sé ekki eftir að hafa farið sko en þetta er ógeðslega mikið upp og niður, upp og niður o.s.frv. þetta var erfitt en ógeðslega gaman á föstudeginum gengum við hvorki meira né minna en 24 km. það var líka helvíti erfitt en við höfðum því miður ekkert val um það hvort við tjölduðum einhversstaðar annarsstaðar því að það var kall sem bauðst til að keyra pokana okkar að staðnum sem við ætluðum að enda á þannig að það fór allt eins og svefnpokar og tjald í bíl og það voru líka allir búnir á því um kvöldið þegar við loksins fundum skálann við héldum á tímabili að það væri enginn skáli þarna. Það voru allir eitthvað krabúleraðir eftir þessa göngu ég var með bólgna ökla sem var ekki gott og Gunnarnir tveir voru báðir með aum hné þannig að það var farið hægt yfir í gær og við komum 20 mínútum of seint í rútuna í þórsmörk. en það koma bráðum myndir úr ferðinni svo að þið getið séð það sem við vorum að ganga en þetta er geðveikt fallegt svæði og ég segi að allir ættu að fara þetta :)
|

mánudagur, júlí 05, 2004

Laugarvegur

jæja á fimmtudaginn verður haldið á Laugarveginn þ.e. ekki hinn venjulega Laugarveg heldur hálendislaugarveginn sem þýðir að maður verður að labba í 3 daga með bakpoka á bakinu held nú að það verði helvíti gaman sko fer sko með Gunna og mömmu hans og pabba mun setja myndir þegar ég kem aftur til baka sem verður seinnipart laugardags er nú bara farin að hlakka svolítið til verð ég að segja en maður veður ekki bara í svona langa göngu nema að æfa sig aðeins fyrst þannig að við erum búin að fara í nokkra æfingargöngur ég hef reyndar ekki farið í eins margar göngur og Gunni en ég sést nú samt í sumum göngunum.
|