sunnudagur, október 31, 2004

Jólin, Jólin, Jólin koma brátt

Eru ekki allir komnir í jólaskap, allavega ég er komin í jólaskap og auðvitað Bangsímon eins og þið sjáið hehehe. Allavega ég verð hjá mömmu um jólin og ég hlakka sjúklega til og hitta Rósu sem fór frá mér til Þýskalands hehehe en hún verður heima um jólin. Farin að hlakka mikið til. HeHeHeHe
|

sunnudagur, október 24, 2004

Bond, James Bond

já, ég sit hérna núna og er að horfa á James Bond á Skjá einum og þetta eru svo óstjórnlega illa leiknar myndir að það er eiginlega alveg fáránlegt. Hef dottið niður í nokkrar myndir á sunnudagskvöldum þegar ég nenni ekki að læra og í upphafi hverjar myndar liggur Bondinn uppi í rúmi með einhverri kellingu. núna áðan var hann að tala við einhverja skvísu og maðurinn virðist ekki eiga í neinum vandræðum með að tæla konur upp í rúm með sér því að hann dró tarotspil og dró spil þar sem stóð LOVERS og segir US??? og hún heillast svo mikið upp úr skónum en það á eftir að koma í þessum skrifuðu orðum en ég bíst við því að þegar hann kemur upp á hótelherbergið sitt að þá sé hún þar með tælandi augnarráði hehehehe segi þetta bara því að allar myndirnar eru þannig, hann þarf ekki nema að kyssa þær nettum mömmukoss og þær blotna barasta. Engir smá töfrar hjá manninum verð ég að segja.... en tala betur um þetta síðar. En jæja ætti ég ekki að fara að læra í Siðfræði svo ég geti sofið út á morgun ;)
|

miðvikudagur, október 20, 2004

hehehehe

Helvíti fyndið bandarískar mömmur farnar að slefa yfir Magnúsi Scheving
|

laugardagur, október 16, 2004

Blindfull !!!!

já sko ég er blindfull að blogga, eitthvað sem ég hef ekki gert áður en sjáiði til að ég var í partý hjá Írisi bekkjarsystir minni og þar var sko helvíti mikið stuð á ferðinni, verð ég nú að segja en þar var bolla í boði og ég drakk slatta af henni og síðan hafði ég líka farið í ríkið eins og lög gera ráð fyrir og keypt 6 brezer(hvernig sem það er nú skrifað) og ég drakk 5 þannig og ég er bara ansi kát núna miðað við að klukkan er ekki nema hálf tvö en ég hafði sett planið á Players að fara að dansa við Búálfana en það kostaði 1300 kall inn þannig að ég var ekki alveg að tíma því og enginn annar sem ætlaði að fara eitthvað og þeir sem ætluðu að fara á einhver pöbb í kópavogi sem heitir catarina sem mér leyst ekkert á og hringdi þá bara í hann Gunna minn og bað hann að sækja mig, ég vona bara að ég verði ekki mikið þunn á morgun þar sem ég er ekki búin að drekka neitt vatn í kvöld. en það er samt búið að vera helvíti mikið stuð í kvöld, það kom kona sem spáið í tölurnar okkar og ég vera notabene talan 6 sem ég man reyndar ekkert hvað þýddi en það þýddi eitthvað þannig að ég væri ekkert mikið að láta tilfinnigar mínar í ljós og svo er ég reyndar að ljúka einhverju erfiðisári en í apríl verður það búið og þá verður víst allt gott ;) þannig að ég verð bara að taka á honum stóra mínum fram í apríl ;) en allavega er farin að sofa núna adios bæbæ
|

fimmtudagur, október 07, 2004

Jæja......

er ekki kominn tími til að fara að blogga pínulítið svo að þessir örfáu aðdáendur haldi nú ekki að ég sé dauð.
Allavega um síðustu helgi þá fór ég í sumarbústað með Jónínu systir hans Gunna og vinkonum hennar í námsferð, það var rosalega gaman, samt aðallega lært og spjallað s.s. mjög róleg sumarbústaðarferð, til að lýsa því hvað við lærðum mikið þá get ég orðað það þannig, tja við fórum ekki í pottinn sem þurfti ekki einu sinni að láta renna vatn í þannig að við þurftum bara að koma okkur í sundbolinn og útí en samt það var helvíti kalt þannig að við létum ekki freistast í þetta skiptið. Mig langar reyndar að fara aftur að læra svona ég lærði helvíti mikið yfir þessa helgi.
Mamma og Pabbi fóru til Benidorm í viku og voru að koma heim í gær þau gáfu mér derhúfu sem stendur á LUBBA, skó, armband og tösku svona litla handtösku, ég er búin að vera að leita að veski og skóm sem passa þannig að mamma splæsti einum á mig vegna fótasmæðar minnar. heehehe
Í skólanum er bara búið að vera helvíti mikið að gera, fullt af verkefnum og ég vil helst klára þau öll í þessum mánuði og eiga þá nóvember frían fyrir prófaundirbúning, ég þarf að taka 4 próf og það veitir ekki af að byrja að undirbúa sig snemma ætla ekki að lenda í súpunni rétt fyrir próf og vera þá ekki búin að læra neitt og vita ekki neitt og svo ég vitni nú í hann Villa heitinn bekkjarbróðir minn ég ætla ekki að taka endurupptökupróf næsta haust ég ætla að útskrifast í vor. Annars bilast ég hreint út sagt mig langar bara að fara og vinna með börnum komin með uppí háls af einhverjum dauðum köllum sem komu bara með einhverjar kenningar sem allir fara dáleiddir eftir. Já, þetta er satt en samt er þetta nú rosalega gaman ;)
Á mánudaginn í vonda veðrinu þá fauk grillið okkar á hliðina.. við erum ekki að tala um eitthvað kolagrill heldur gasgrill sem ætti ekki að fara neitt en nei nei það glumdi í öllu hverfinu þegar helvítis grillið fauk á handriðið á svölunum þannig að núna get ég bara grillað inni í stofu helvíti smart verð ég að segja hver vill koma í grillpartý og þurfa ekki að fara út????? heheheheheh
Jæja er þetta ekki komið gott í bili hef ekki mikið meira að segja og ég skal lofa að vera ekki svona löt, en allavega þangað til næst adios bæbæ
|