er ekki kominn tími til að fara að blogga pínulítið svo að þessir örfáu aðdáendur haldi nú ekki að ég sé dauð.
Allavega um síðustu helgi þá fór ég í sumarbústað með Jónínu systir hans Gunna og vinkonum hennar í námsferð, það var rosalega gaman, samt aðallega lært og spjallað s.s. mjög róleg sumarbústaðarferð, til að lýsa því hvað við lærðum mikið þá get ég orðað það þannig, tja við fórum ekki í pottinn sem þurfti ekki einu sinni að láta renna vatn í þannig að við þurftum bara að koma okkur í sundbolinn og útí en samt það var helvíti kalt þannig að við létum ekki freistast í þetta skiptið. Mig langar reyndar að fara aftur að læra svona ég lærði helvíti mikið yfir þessa helgi.
Mamma og Pabbi fóru til Benidorm í viku og voru að koma heim í gær þau gáfu mér derhúfu sem stendur á LUBBA, skó, armband og tösku svona litla handtösku, ég er búin að vera að leita að veski og skóm sem passa þannig að mamma splæsti einum á mig vegna fótasmæðar minnar. heehehe
Í skólanum er bara búið að vera helvíti mikið að gera, fullt af verkefnum og ég vil helst klára þau öll í þessum mánuði og eiga þá nóvember frían fyrir prófaundirbúning, ég þarf að taka 4 próf og það veitir ekki af að byrja að undirbúa sig snemma ætla ekki að lenda í súpunni rétt fyrir próf og vera þá ekki búin að læra neitt og vita ekki neitt og svo ég vitni nú í hann Villa heitinn bekkjarbróðir minn ég ætla ekki að taka endurupptökupróf næsta haust ég ætla að útskrifast í vor. Annars bilast ég hreint út sagt mig langar bara að fara og vinna með börnum komin með uppí háls af einhverjum dauðum köllum sem komu bara með einhverjar kenningar sem allir fara dáleiddir eftir. Já, þetta er satt en samt er þetta nú rosalega gaman ;)
Á mánudaginn í vonda veðrinu þá fauk grillið okkar á hliðina.. við erum ekki að tala um eitthvað kolagrill heldur gasgrill sem ætti ekki að fara neitt en nei nei það glumdi í öllu hverfinu þegar helvítis grillið fauk á handriðið á svölunum þannig að núna get ég bara grillað inni í stofu helvíti smart verð ég að segja hver vill koma í grillpartý og þurfa ekki að fara út????? heheheheheh
Jæja er þetta ekki komið gott í bili hef ekki mikið meira að segja og ég skal lofa að vera ekki svona löt, en allavega þangað til næst adios bæbæ