laugardagur, júlí 30, 2005

Neistaflug 2005

já núna er maður kominn á Neistaflug til mömmu og pabba og eins og sést á myndinni hafa ekki verið skúrir hérna hehe eins og á öðrum stöðum ;) svo sækir fólk í það að fara til Eyja ég hlæ að því.
Ég datt skelfilega í það í gær að tveir tímar af upphafi dagsins(eftir að ég vaknaði)fóru í það að annaðhvort sitja á klósettinu eða með hausinn ofaní það. Skelfilegt, þegar maginn á manni til það upp að fara í loftfimleika algjörlega óþolandi. Kvöldið í kvöld er óráðið en ég hugsa að ég taki þetta á chillinu í kvöld annars veit ég ekki. Á sunnudagskvöldið ætla ég að fara á Sálarball og láta það duga af rándýrum böllum Neistaflugs.

Ég er hætt í bili ætla að fara að gera eitthvað í góða veðrinu
Lubban kveður að sinni ;)
|

Alltaf besta vedrid á neistaflugi:-D


Alltaf besta vedrid á neistaflugi:-D
Myndina sendi ég
Sent með Símbloggi Hex
|

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Í sól og sumaryl....

já það er búið að vera hreint út sagt alveg dásamlegt veður þessa dagana ég er orðin jafn brún og ég var þegar ég kom frá Krít hérna um árið eða allavega á bakinu og bringunni maður er búinn að skíta út alla hlýraboli á heimilinu hehehe.

Það er lús í leikskólanum hjá okkur og það er alveg merkilegt hvað manni byrjar að klæja um leið og maður heyrir orðið lús eða kláðamaur *klór* *klór* hehehe maður er búinn að vera að klóra sér í hausnum í allan dag og við héldum að við myndum losna við þetta svona rétt yfir sumartímann því yfirleitt kemur lúsin upp á haustin þegar skólarnir byrja *hrollur*. En fyrst þetta er komið þá bara verður maður að kemba hár sitt á hverjum degi allavega fram að helgi þ.e.a.s ef barnið mætir eitthvað meira í leikskólann það mætti ekki í dag eins og mörg önnur það voru 19 börn í leikskólanum í dag sem náttúrulega er bara fyndið að hafa opið fyrir svona fá börn en þetta er auðvitað gert til að koma til móts við foreldrana sem ekki geta fengið frí þegar leikskólinn lokar en svoleiðis er það bara og ég græði á því hehe.

Jamm ég er að fara austur um verslunarmannahelgina hlakka gífulega til er með tvenn föt í styttingu en það er pils sem Gunni gaf mér þegar hann kom frá Svíþjóð síðast og síðan buxur sem ég var að kaupa mér í dag en í gærkvöldi uppgötvaði ég að það var komið gat á báðar gallabuxurnar mínar aðrar þeirra eru nú bara þannig að það er ekki verandi í þeim lengur nema annaðhvort að gera pils úr þeim eða hreinlega sauma fyrir gatið sem ég væri nú alveg til í því að þetta eru ekkert smá þægilegar buxur en svona er þetta þegar maður hefur ekki efni á að kaupa sér föt á hverjum degi þá slítur maður þeim og uppgötvar síðan að allt í einu er komið gat á allt en hinar buxurnar eru nú bara að rétt byrja með gati þannig að ég gæti verið í þeim á morgun ef ég er heppin.
Eftir verslunarmannahelgina fer ég heim á mánudeginum semsagt og vinn í fjóra daga síðan verður aftur haldið austur en þá förum við keyrandi og ætlum við þá að dvelja í Viðfirði í viku ohhh hvað ég er farin að hlakka til að komast í náttúruna frá öllu stressi þar sem klukka er ekki til maður vaknar þegar augun opnast og sofnar þegar augun lokast það er hrein dásamlegt. Kannski maður týni ber í dollu handa tengdó hver veit maður sér allavega til hvernig berjauppskeran verður hehe

Jæja núna er ég hætt þessu bulli skrifa kannski eitthvað bull fyrir austan sé til allavega læt heyra í mér síðar

Kveðja
Lubban
|

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Snúlli látinn 18.júlí 2004


Ég hef sorgarfréttir, í dag frétti ég að það hefði verið keyrt yfir hann Snúlla okkar, get svarið það þetta er annar kötturinn sem við eigum á rúmu ári og alltaf finnst manni eins og þetta hafi verið barnið manns allavega finnst mér það en Snúlla verður saknað mjög mikið þrátt fyrir mikið væl og að stundum fussi maður yfir þeim en alltaf þykir manni jafnvænt um þessi dýr
|

mánudagur, júlí 18, 2005

Snúlli


Snúlli
Myndina sendi ég
Sent með Símbloggi Hex
|

Núna er ég hrædd....

hann Snúlli minn hefur ekki komið heim í allan dag við erum búin að fara að leita að honum og við finnum hann hvergi ég er að vona að hann hafið laumað sér óvart einhversstaðar inn og að hann sé ekki dáinn það væri ömurlegt verð ég að segja get ekki staðið í einhverju svoleiðis aftur það var nógu ömurlegt síðast en ég held í vonina að hann sé á lífi
|

sunnudagur, júlí 10, 2005

Útilegan

já eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan þá var ýmislegt brallað og greinilega minna sofið hehe
Við fórum af stað á föstudeginum í mígandi rigningu og roki og tjölduðum við í þannig veðri í Húsafelli hehe. Við fórum síðan að sofa ég var reyndar alltaf að vakna útaf einhverjum hópi sem var þarna.
Á laugardeginum var haldið af stað til að skoða Surtshelli það sem ég sá af honum var mjög flott og þetta hefur bara verið eins og höll eða eitthvað þarna í gamla daga nei ég segi nú bara svona en hann er ekkert smá stór og þegar við ætluðum að fara að labba í gegnum þetta þá fékk mín svo ógeðslega innilokunarkennd hún vildi bara komast út og það sem fyrst. Síðan fórum við og grilluðum pulsur sem voru sko sprungnar og vel brenndar nokkrar af þeim ekta útilegupulsur hehe og síðan í sund.
Við fórum síðan að skoða Hraunfossana og Barnafoss mér fannst Hraunfossarnir helvíti magnaðir. Við keyrðum síðan í Reykholt og skoðuðum Snorralaug og kirkjugarðinn því það er verið að grafa upp held ég húsið hans Snorra Sturlusonar allavega virtist sem fólk með teskeiðar og pensla væri þar að verki hehe.
síðan var haldið heim og fékk Gunni sér lúr áður og ég lét mér leiðast á meðan, hringdi reyndar austur til m&p og talaði við pabba í góða stund.
Síðan grilluðum við þetta fína lambakjöt og sátum inni í tjaldi í nýja tveggjamanna stólnum okkar sem er með borð á milli (athugið tjaldið er ekki stórt og það komst ekkert annað fyrri en þessi stóri stóll) en það fór nú samt vel um okkur við þurftum allavega ekki að sitja í roki. Síðan settumst við fyrir utan tjaldið okkar með bjór og spjölluðum saman síðan heyrum við að fólk er að tala um brennu og við ákváðum að fylgja straumnum þangað og á leiðinni vorum við að spá í því hvaða skelfilegi DJ væri á svæðinu en þegar við komum nær sat maður inni í tjaldi með skemmtara og söng og leikskólakennarinn sjálfur fékk hroll þegar maðurinn tók grænmetislagið úr Dýrunum í Hálsaskógi því að hann gjörsamlega eyðilagði lagið og hann var ekkert að taka nein svona útilegu lög svo allir gætu sungið með.. nei, nei hann virtist bara kunna eitt og það var María, María annars var hann að syngja ryksugan á fullu og fleiri lög sem fólk hlustar kannski meira á þegar það er að taka til heima hjá sér frekar en í útilegu viðurkenni það reyndar alveg að þetta voru svo mikið af leikskólalögum að ég gat sko alveg sungið með hehe en ég raulaði bara með. Hehehe svo sá ég ógó fyndinn mann hehehe hann var sko ekki að reyna vera fyndinn en hann gæti sko alveg verið eitthvað skyldur Davíð Oddsyndi því að hann var feitur með alveg eins hár það var meira segja eins og hann hefði skellt kollunni á rétt áður en hann mætti á svæðið hehehehe.
Við fórum síðan bara snemma að sofa en klukkan 4 þá vaknaði ég við hávaðarok og ég var alltaf að vakna eftir það klukkan hálf níu fór ég á fætur og það var minna rok úti heldur en inni í tjaldinu við vorum farin af svæðinu klukkan 9 og komin heim klukkan 11 og mikið hrikalega var gott að komast heim í rúmið sitt get svarið það að ég sofnaði um leið og ég lagðist á koddann uuuuummmmmm hvað það var gott og við sváfum til að verða 3 í dag, það er ekki laust við það að maður sé aftur orðin þreyttur hehehe en það er komið gott af bloggi í bili

kv. Lubba
|

Á leið heim úr útilegu


Á leið heim úr útilegu
Myndina sendi ég
Sent með Símbloggi Hex
|

Á leið í útilegu


Á leið í útilegu
Myndina sendi ég
Sent með Símbloggi Hex
|

miðvikudagur, júlí 06, 2005

jamm

núna erum við búin að koma okkur ágætlega fyrir hérna hjá tengdó. Bíllinn okkar var í viðgerð í dag og kostaði það heilar 30 þús kr. að gera við hann svolítið mikið en bíllinn er samt í lagi núna og þess vegna erum við að spá í að skella okkur kannski á Húsafell eða eitthvað þannig um helgina kannski eigum við bara eftir að elta góða veðrið allavega við ætlum að fara og skoða landið eitthvað pínu ;) ég er ekkert smá stolt af mér fyrir utan morguninn í dag (gat ekki vaknað) en ég er búin að fara að synda alla síðustu viku (fyrir utan einn dag af sömu ástæðu og í dag) en ég syndi í 30 mínútur sem er sirka kílómeter fer allt eftir því hvað ég syndi hratt en ég er allavega farin að fá þennan fína hvíta kross á bakið hehe enda snýr það alltaf upp í sólina og himinninn en ég er að spá kannski um helgina að ef við förum ekkert að skella mér í sundlaugina með bumbuna upp í loftið því að hún er algjörlega skjannahvít hehe ég er í svo smart sundbol hehe ef ég geri það ekki þá ætla ég að skella mér í einn ljósatíma allavega burtu með hvítu bumbuna hehe

jæja maður er bara farinn að bulla hérna skrifa meira síðar þið sjáið kannskið að ég er búin að bæta henni Söndru við linkalistann hjá mér en hún var bæði með mér í Kennó og síðan var ég að vinna með henni mánuð núna er hún í bandaríkjunum
|