laugardagur, desember 31, 2005

Gleðilegt nýtt ár!!!!


Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og njótiði vel nýja ársins og allt það skrifa meira á nýju ári ;)
|

sunnudagur, desember 25, 2005

Gleðileg jól

Ég óska öllum nær og fjær ljóss of friðar yfir jól og áramót. þetta er jólakveðjan frá mér.

Ég hafði það einstaklega gott á aðfangadagskvöld, við vorum hjá Jónínu systir hans Gunna borðuðum þar góðan mat og opnuðu pakka. Gaman að sjá þessu litlu kríli spennt við að opna jólapakkana sína.

Ég/við fékk..
Geðveikt flott úr frá Gunna mínum
Sturtusápu og lotion frá tendó
2 diska í diskasettið sem við erum að safna
2 bolla, 4 undirskálar og 2 diska í sett sem mamma og pabbi hafa verið að gefa okkur.
íþróttabuxur
konfektkassa
hárblásara
svona hníf til að skera niður grænmeti (heldur í báðum megin veit ekki hvað heitir)
Eldhúsklukku
nærföt frá jólasveininum
jólasvein sem Gunnar Árni frændi Gunna hafði búið til handa okkur

Held að það sé upptalið

Ég vil þakka öllum kærlega vel fyrir mig og okkur.

Njótið jólanna vel ég mun kannski líta aftur hingaði inn fljótlega við skulum sjá til hversu mikil afslöppunin verður ;)

Jólakveðjur
Laufey jólastelpa ;)
|

föstudagur, desember 23, 2005

Jólin, Jólin, Jólin koma brátt....

já núna loksins fer maður í jólaskap. Það snjóaði í dag hér á höfuðborgarsvæðinu og ekkert smá gaman hjá okkur í garðinum í dag fórum og renndum okkur eins og vitleysingar og bjuggum til snjókarl. Gerði þetta nú bara samt þrátt fyrir að vera að drepast í bakinu. búin að vera að éta Voltain Rapid síðan í gær fór og lét skoða þetta og þeir segja að þetta sé bara einhver tognun þetta jafni sig. Ég vona bara að ég verði orðin góð á morgun nenni ekki að vera að drepast í bakinu þegar maður fer að borða og svoleiðis en jæja er að fara að pakka niður gjöfum og kaupa eina gjöf. Blogga meira síðar.

Kveðja
Lubban
|

fimmtudagur, desember 22, 2005

Hata að vera með bólu á tungunni

Myndina sendi ég
Sent með Símbloggi Hex


ef vel er að gáð þá er ég með rauða bólu á tungunni helvíti ósmekklega, er ekki alveg fáránlegt að fá rauða bólu á tunguna svona rétt fyrir jól
|

Hefur einhver séð almennilegt bak á glámbekk????

hef nefnilega týnt mínu eða það virðist vera allavega. Mitt er ekki í lagi er öll skökk og að drepast í verkjum er búin að bryðja ibúfen síðan á mánudag. Held reyndar að þetta sé bara einhver tognun en ég er að hugsa um að láta athuga á mér bakið í kvöld nenni ekki að vera svona með hausverk og pirring á jólunum vegna þess að ég finn svo til. kannski ég geti fengið morfín eða eitthvað sem er vel vöðvaslakandi hehe. Verð örugglega send heim aftur með skottið á milli lappanna og að það sé ekkert hægt að gera en hver veit kannski fæ ég eitthvað sem virkar vel.

En endilega látiði mig vita ef þið sjáið bakið mitt einhversstaðar virðist hafa týnt því einhversstaðar.

Kveðja
Lubban
|

miðvikudagur, desember 21, 2005

hvað myndi ég gera ef ég væri karlmaður í heila viku?

Jæja þegar stórt er spurt þá getur verið lítið um svör en hún Anna Karen klukkaði mig og ég hreinlega hef ekki hugmynd um hvernig ég eigi að svara þessu hef aldrei velt þessu neitt fyrir mér og þetta eiga að vera 10 hlutir úff.

Á heilli viku getur verið erfitt að komast inn í hugarheim karlmanns. En maður kemst kannski svolítið nálægt því.

1. Það sem við kvennfólk höldum almennt um karlmenn er að þeir séu alltaf að hugsa um kynlíf og brjóst mig langar til að vita hvort þetta sé staðreynd sem er tilbúningur kvenna eða hvort þetta sé svona í raun og veru.

2. Einnig langar mig að vita hvort karlmönnum finnst ekkert að því að stunda kynlíf í engu nema hvítum sportsokkum sem ég held að hver einasti kvennmaður sé sammála mér í því að sé það hallærislegasta sem til er.

3. Ég myndi auðvitað pissa standandi hvar sem er og athuga hvort það sé kannski ekki bara þægilegra að pissa sitjandi eins og kvennmaður.

4. Ég myndir reyna við stelpur

5. Ég myndi athuga hvort smokkurinn skiptir máli

6. Ég myndi sækja um vinnu á karlavinnustað t.d. verkstæði, togara eða eitthvað þessháttar.

7. er fyndið eða skammarlegt að pissa með standpínu????? myndi vilja komast að því hehe það var allavega fyndið í me, myself and Irene

8. Ég myndi stunda massíva líkamsrækt og taka í minnsta lagi 100 í bekk.

9. Ég myndi athuga er í alvörunni staðan sú að þeir strákar sem eiga flotta bíla eru þeir með lítil typpi eða er þetta bara einhver tilbúningur.

10. Ef svo er að þeir séu með lítil typpi í nr. 9. veiða þessir með litlu typpin þá betur kellingar en þeir sem eru með stærri????

Já maður getur komist að ýmsu á viku en þetta var alveg ótrúlega erfitt. hehehe en ég ætla að klukka Krissu, Gunna, og Toffy. Þau eiga að nefna 10 hluti sem þau myndi gera ef þau myndu breyta um kyn í heila viku. gúdd lökk gæs hehehe
|

þriðjudagur, desember 13, 2005

How lazy can one man be????

úff það veit ég ekki. Ég er ekki komin í neitt mikið jólaskap, held reyndar að sé svolítið veðrinu að kenna. Vil hafa hvít jól ekki rauð. Meina veðrið í dag var eins og vordagur, hlýtt og allt rennandi blautt. Ég er ekki búin að skrifa eitt jólakort og ég er búin að kaupa tvær jólagjafir, það er nú allt og sumt. Þyrfti nú aðeins að fara að sparka í rassinn á mér með þetta. En maður er eitthvað svo þreyttur þegar maður kemur heim að maður nennir ekki að labba í stressi í kringlunni og koma svo út úr henni eins og hertur fiskur með ekkert í höndunum, það er alveg óþolandi eða það finnst mér allavega. Reyndar þyrfti ég að klára allar jólagjafir og kort sem fara austur núna fyrir helgina þá get ég sent það með Toffy litlu sys því að hún er að koma í borgina um helgina. Var búin að hanna jólakort í tölvunni en svo held ég að ég nenni ekki standa í að prenta þau út sá mjög smart jólakort í kringlunni áðan á 700 kr hugsa að ég kaupi bara svoleiðis þessi jólin. Fer bara að hanna jólakortin og allt það þegar ég er komin í mitt eigið ;).
Jamm nenni ekki að bulla hérna meira en bæ ðe vei þá fór ég í búð áðan sem heitir krakkafjör alveg ótrúlega mikið af flottu dóti þarna verð alltaf heilluð þegar ég kem þarna inn og mér finnst búðin ekkert rosalega dýr. En núna er ég hætt nenni ekki meiru veriði hress, ekkert stress bless bless
|