laugardagur, apríl 29, 2006

Fyndið....



Sá að Tóta hafði verið að gúggla nafnið sitt of fundið eitthvað nafn sem var skírt í höfuðið á henni. Ég hugsaði með mér besta að prufa að gúggla Laufey og viti menn það var mynd af mér það var mynd af austurströnd Laufeyjar og það var mynd af þessum strák og mörgu fleiru en þetta fannst mér einkennilegt ákvað að athuga málið og komst þá að því að það er víst einhver Laufey í þessum bekk í mr en skil ekki afhverju kemur þá mynd af þessum strák.

Varð bara að deila þessari skelfilega leiðinlegu sögu með ykkur

Kveðja
Laufey
|

föstudagur, apríl 28, 2006

Húsfreyjan í Lindarsmára bloggar

við erum búin að fá lykla af íbúðinni og það er ekkert smá spennandi. Málning verður keypt á morgun og parket síðar meir.

læt vita frekar síðar varð bara að láta vita af því að ég sé búin að fá íbúðina afhenta

kveðja
Lubban
|

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Ballið sem við fórum á fyrir austan....

Já ég fann mynd af mér á ballinu sem við skelltum okkur á fyrir austan um páskana

Þetta erum við systurnar og Kristín Ella og svo stendur Gunni þarna á kantinum og tjúttar ;)

Þessi kona var valin að henni óaðvitandi best klædda konan á ballinu.
|

mánudagur, apríl 24, 2006

Urrr....... Pirrandi

Það er ekkert smá pirrandi að vita af íbúðinni tómri í Lindarsmára 13 og vera ekki komin með lykla í hendurnar.
Ég hringdi í gær í konuna og hún sagði mér að þau væru flutt út en þau væru að bíða eftir einhverri konu til að þrífa fyrir þau því hún hafi farið í bakinu. En það létti svolítið á henni að við myndum laga rakaskemmdina sem er í einum veggnum og að hún þyrfti bara að þvo innréttingarar og gólfin. ekki veggina og það. Því við ætlum hvort sem er að mála og leggja parket og svoleiðis ;)

en hún ætlar að hringja í annaðhvort okkar á miðvikudag/fimmtudag og láta okkur vita gang mála og mjög líklega fáum við íbúðina á föstudaginn.

Kveðja frá einni sem er farin að hlakka MIKIÐ til ;)
|

laugardagur, apríl 22, 2006

Þessar tölvur.....

já ég er búin að hamast við að blogga hérna í nokkra daga og ekkert hefur gerst Blogger bara í einhverju rugli eða internetið maður veit ekki.

En allavega ég er komin heim þ.e.a.s. aftur suður. En það var alveg yndislegt að vera hjá mömmu og pabba fór á snjóbretti hlaut nú ekki alvarlega áverka bara marbletti á hné og eymsli á rassi gat ekki setið almennilega í tvo daga á eftir að hafa dottið nokkrum sinnum á rassinn.
En ég var nú bara nokkuð góð þegar ég álpaðist ekki í lyftuna þ.e.a.s. þegar ég labbaði upp brekkuna og renndi mér niður.
Við fórum líka á eitt ball þar sem gunni gaf Íslenska Bachelornum grein og kyssti hann þegar hann þáði greinina. Það var bara fyndið hehehehe.

Svo hef ég nú örlítið slúður en þegar ég keyri fram hjá blokkinni okkar þessa dagana þá eru engar gardínur, rússneskar ljósakrónur í svefnherberginu allavega (man ekki hvort það var þannig) og allir skápar opnir og ekkert í þeim.

Núna er spurningin hvort við fáum kannski íbúðina eftir helgi það vona ég svo innilega og er strax farin að hlakka til að mála og leggja parket og fullt fullt annað

hætt í bili
kveðja
Laufey
|

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Hótel Mamma

já ég er komin til mömmu í sveitina alltaf jafngott að komast til mömmu og pabba. Var mætt hingað klukkan 10 í gærkvöld því við tókum síðustu vél til Egilsstaða því við þurftum auðvitað að vinna í gær (við erum vinnandi fólk þú skilur). Var vöknuð klukkan hálf tíu í morgun þurfti að fara í sturtu og taka mig til því ég ætlaði að mæta í messu því að það var verið að ferma hana frænku mína síðan um tvöleytið þá var veislan og auðvitað þurfti ég að éta yfir mig en það var mjög góður matur í boðinu. Í kvöld er stefnan tekin á að prufa bretti og ég er nú bara að hugsa um að halda mig í barnabrekkunni því ég er hrædd við að detta og held að það sé bara ágætt að byrja þar eða finnst ykkur það ekki. Ég kann sko ekki einu sinni að fara í lyftuna á brettinu hvað þá meira þannig að ég verð örugglega eins og einhver álka að reyna að komast þarna upp heehehehe.

Ég kveð að sinni og læt kannski vita af mér síðar héðan úr sveitinni en ef ekki þá óska ég ykkur bara gleðilegra páska og njótiði páskaeggsins ykkar ;)

kveðja
Laufey
|