mánudagur, desember 31, 2007

Árið 2007

Gunni er búinn að gera rosalegan pistil um síðasta ár. Ég ætla bara að linka á hann en setja myndir af því eftirminnilegasta sem ég gerði á þessu ári


Skelltum okkur til London í byrjun árs í fyrra. Gunni byrjaði á að fara á námskeið og ég flaug síðan út á föstudegi til að hitta hann. Eyddum þar helginni í að skoða borgina sem mér fannst mjög heillandi og skemmtileg. Þarna er ég í London Eye með Big Ben í bakgrunn.


Gengum Strútsstíg með Gunnafjölskyldu. Þarna er ég á gangi einhversstaðar á leiðinni frá Strút að Hvanngili.


Skelltum okkur hringferð um landið á nýja bílnum. Byrjuðum á að fara Kjöl stoppuðum síðan á Akureyri, Húsvík, Kópaskeri, Dettifoss, Hljóðaklettum, Herðubreiðalind, Ösku, Kárahnjúkum og margt fleira. Þarna stöndum við með Dettifoss í bakgrunn.


Skelltum okkur til Calpe á Spáni þar sem við leigðum okkur hús. Þar var haft það gott í heilar tvær vikur. Algjörlega útaf fyrir sig í einkasundlaug, fórum á ströndina, keyrðum um landið, drukkum bjór og tókum algjör chill á þetta. Þarna er ég á stöndinni í Calpe með klettinn Ifach í bakgrunn.

Þett er svona það helsta frá síðasta ári. Gerði auðvitað miklu meira byrjaði í Bootcamp, varð deildarstjóri og margt fleira.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.

Kveðja

Laufey

|

Gleðileg Jól og Farsælt komandi ár....

Þessi jólakveðja kemur kannski seint en jólin eru nú ekki búin enn. Ég vona að þið hafið haft það gott yfir hátíðarnar allavega hef ég haft það gott. Fékk mikið og flott í jólagjöf.

Verð nú samt að segja að Kertasníkir var annsi gjafmildur þessi jólin enda var ég alveg einstaklega still þetta árið en ég fékk kjól.

Gunni gaf mér gönguskó sem var fínt því að mínir gömlu voru farnir að meiða mig allmikið í fótunum.

Fékk fullt af dóti til líkamsræktar og útivistar

diska í matarstellið sem við erum að safna í svo eitthvað sé nefnt.

Er mjög ánægð með allt það sem ég fékk þannig að ég þurfti ekki að hanga í biðröð á 3 í jólum.

Á áramótunum verðum við með matarboð efast ekki um annað en að það verði hrikalega gaman. Hlakka allavega mikið til.

Kveðja
Laufey
|

föstudagur, desember 14, 2007

Jólaskapið eitthvað að segja til sín

já það er ekki laust við að ég sé að komast í alvarlegt jólaskap. Búin að skreyta soldið hérna heima en ég á samt eftir að gera svo mikið. Á eftir að kaupa nokkrar jólagjafir og kaupa jólatré og jólatrésfót sem er náttúrulega nauðsynlegt þegar maður kaupir lifandi jólatré. Við höfum sko aldrei haft jólatré áður þannig að þetta verða fyrstu jólin okkar með tré. Mér finnst það bara tilheyra þegar við erum nú komin í okkar eigins íbúð, keyptum ekki í fyrra því að þá fórum við til mömmu og pabba og þá tók því ekki að kaupa tré.

Annars gengur bara allt fínt hérna í Lindarsmáranum. Við vorum að mála vegg í herberginu (höfðagafl) og það kemur líka svona helvíti flott út.

Á morgun er jólagleði Bootcamp og ætla ég að mæta og taka Alexander með mér. Er með hann í liðveislu á morgun þannig að ég ætla að taka hann með mér og síðan förum við á sinfóníutónleika. Verður örugglega mjög gaman.

jæja ætla ekki að skrifa meira fékk bara allt í einu þörf til að blogga eitthvað.
kv.
Laufey
|