miðvikudagur, júlí 30, 2008

22 vikur

Já það eru komnar 22 vikur síðasta laugardag síðan pólfarinn varð til. Mér finnst þetta búið að vera svo fljótt að líða. Við erum búin að hossast yfir sprengisand og stoppuðum á Húsavík í síðustu viku fórum síðan á tónleika í Bræðslunni í Borgarfirði Eystri það var alveg ótrúlega gaman var reyndar orðin alveg hrikalega súr í fótum á að standa frá 8 um kvöldið til að verða 12. Samt alveg geðveik stemming fullt af fullu fólki en við Pólfarinn vorum edrú ;). Ég fór síðan til mömmu og pabba um nóttina eða réttara sagt um morguninn eftir tónleikana því að Gunni ætlaði að labba upp á Dyrfjöll mér til mikillar gleði og ánægju eða þannig þetta eru fáránlega brött fjöll og mér fannst að hann ætti ekki að vera að æða þarna upp aleinn. En sem betur fer rann af honum og hann vitkaðist ;) og labbaði á Hvítserk í staðinn ég var mun sáttari við það. Við hossuðumst líka til Loðmundarfjarðar sem er mjög fallegur fjörður sem er í eyði núna. Það var mjög gaman að fara þangað líka. Annars erum við bara búin að vera núna á nobbanum í góðu yfirlæti hjá mömmu og pabba og í geðveikri sól og hita sem er reyndar út um allt land. Ég er allavega orðin spánarbrún þannig að ég er mjög sátt. Svo er bara Verslunarmannahelgin framundan veit ekki hversu mörg böll við förum á eða hvað verður gert en það verður allavega stemming.

Nenni ekki meira bloggi
kv.
Laufey og Pófarinn
|

laugardagur, júlí 19, 2008

21 vika

Já það er bara komin 21 vika mér finnst það alveg magnað. Við fórum í 20 vikna sónar á þriðjudaginn og þá kom kynið í ljós og það var ekkert að fara leynt með það því að typpið stóð beint upp í loftið hehe.
Nú vitið þið að það er lítill gaur á leiðinni. Sem segir að ég hafði rangt fyrir mér en Gunni rétt. Ég var eiginlega alveg viss um að þetta væri stelpa var meira segja búin að setja fullt af kjólum niður í tösku hjá mömmu sem ég ætlaði síðan að taka um verslunarmannahelgina. En ég hringdi bara og bað hana um að taka kjólana úr töskunni. hehehe.

Sónarmyndirnar koma ekki inn fyrr en einhverntímann eftir verslunarmannahelgi. Mamma og Pabbi eru með skanna sem ég get notað þannig að ég ætla að nýta mér það. Erum að fara í ferðalag í næstu viku. Skrifa frá því þegar heim verður komið.

kv.
Laufey og Pólfarinn.
|

sunnudagur, júlí 13, 2008

komin heim....

í heiðardalinn til hans Gunna míns. Ég kom reyndar á miðvikudaginn en hef bara ekki nennt að blogga síðan ég kom heim. Fór í Þórsmörk í gær og horfði á Gunna og Jónínu systir hans koma í mark eftir að hafa hlaupið 55 km langt laugavegsmaraþon. Gunni var að hlaupa í annað skipti og bætti sig um 15 mínútur sem mér finnst bara vera frábært. Jónína var að hlaupa í fyrsta skipti og náði mjög góðum tíma líka. Ég hugsa að ég eigi nú eftir að vera oftar við marklínuna í Þórsmörk því að Gunna finnst þetta svo gaman og hann ætlar aftur og aftur. Sem er bara frábært. Mér finnst líka gaman að standa og sjá fólkið koma í mark eftir þetta erfiða hlaup. Gunni er búinn að skrifa pistil um hlaupið ef þið vilji sjá. Tókum bumbumyndir fyrir 20 viku áðan og ég er búin að setja á bumbusíðuna. Ef þið viljið fá link þá bara senda mér línu og ég sendi ykkur hann. Er ekki með hana opna vil ekki að einhver Jón út í bæ sé að skoða á mér bumbuna hehe. Sá eftir að myndatökuna að ég hefði nú alveg mátt greiða mér en það er önnur saga ég var að koma úr útilegu hehe.
Pólfarinn sendir öllum spark og stuðkveðjur kemur í ljós á þriðjudaginn hvert kynið er orðin soldið spennt. Á örugglega eftir að setja það inn fljótlega.

Kv.
Laufey og pólfarinn.
|

þriðjudagur, júlí 08, 2008

Bara gott...

að vera hjá mömmu. Er þar núna en fer aftur heim til Gunna míns á morgun. Ættarmótið gekk mjög vel og gaman að hitta alla fjölskylduna svona. Suma hefur maður nú bara ekki séð í allt of mörg ár. Það voru fjórar bumbur þarna og tvær og svo ég sem eiga að eiga núna í nóvember. Hin á að eiga núna í ágúst.

Ég er nú orðin svolítið þreytt núna er að hugsa um að setjast fyrir framan imbann og horfa í smástund.

Kveðja
Laufey og pólfarinn
|

fimmtudagur, júlí 03, 2008

19 vikur fyrirframblogg ;)

Hefði ekki getað beðið um ákveðnari hreyfingar í síðasta bloggi því að í gærkvöldi þegar ég var að fara að sofa þá var bara partý í bumbunni. Ætlaði ekki að geta sofnað af gleði og ánægju yfir þessu öllu saman. Gunni greyið fann ekki neitt en hann finnur örugglega fljótlega. Á morgun eru 19 vikur en ég verð ekki tengd tölvu þannig að þið fáið bara 19 vikna blogg fyrirfram. Skrifa kannski eftir helgi þegar ég verð komin aftur í tölvusamband. Svo er Gunni bara að fara að hlaupa ekki núna um helgina heldur næstu og strax eftir það verður haldið í 20 vikna sónarinn. Varð bara deila hreyfingunum með ykkur sem lesið þetta skrifa meira síðar.

Kveðja Laufey og pólfarinn
|