22 vikur
Já það eru komnar 22 vikur síðasta laugardag síðan pólfarinn varð til. Mér finnst þetta búið að vera svo fljótt að líða. Við erum búin að hossast yfir sprengisand og stoppuðum á Húsavík í síðustu viku fórum síðan á tónleika í Bræðslunni í Borgarfirði Eystri það var alveg ótrúlega gaman var reyndar orðin alveg hrikalega súr í fótum á að standa frá 8 um kvöldið til að verða 12. Samt alveg geðveik stemming fullt af fullu fólki en við Pólfarinn vorum edrú ;). Ég fór síðan til mömmu og pabba um nóttina eða réttara sagt um morguninn eftir tónleikana því að Gunni ætlaði að labba upp á Dyrfjöll mér til mikillar gleði og ánægju eða þannig þetta eru fáránlega brött fjöll og mér fannst að hann ætti ekki að vera að æða þarna upp aleinn. En sem betur fer rann af honum og hann vitkaðist ;) og labbaði á Hvítserk í staðinn ég var mun sáttari við það. Við hossuðumst líka til Loðmundarfjarðar sem er mjög fallegur fjörður sem er í eyði núna. Það var mjög gaman að fara þangað líka. Annars erum við bara búin að vera núna á nobbanum í góðu yfirlæti hjá mömmu og pabba og í geðveikri sól og hita sem er reyndar út um allt land. Ég er allavega orðin spánarbrún þannig að ég er mjög sátt. Svo er bara Verslunarmannahelgin framundan veit ekki hversu mörg böll við förum á eða hvað verður gert en það verður allavega stemming.
Nenni ekki meira bloggi
kv.
Laufey og Pófarinn
Nenni ekki meira bloggi
kv.
Laufey og Pófarinn