mánudagur, október 27, 2003

Djöfull var ég ánægð með Idolið á laugardaginn, minn maður fékk flest stig og Gunni og Dóri rökkuðu hann niður og sögðu að ég ætti ekki að velja hann en ég gerði það nú bara samt sko. Held með sjóaranum sko mér finnst hann hafa allt til þess að verða poppstjarna en þetta voru nú bara fyrstu átta þannig að það verður gaman að sjá hvernig hinum á eftir að ganga. jæja ætla að fara að læra skrifa meira seinna.
|

föstudagur, október 24, 2003

jæja þá er ævi hornsílanna minna lokið þeir eru allir steindauðir. Djöfull er ég samt fegin að þurfa ekki að sjá um þetta lengur, þeir voru hundleiðinlegir eða það fannst mér allavega. Það var frí í skólanum í dag þannig að ég er bara að væblast eitthvað hérna heima, nenni ekki að taka til og ég nenni ekki neinu, þannig að ég ákvað að blogga bara til að segjast hafa gert eitthvað. Hlakka til Idolið er í kvöld og Eva ætlar að taka það upp fyrir mig, gaman að sjá hvernig þeim gengur núna þá meina ég þeim sem eru eftir. Er að spá í að kíkja aðeins til hennar Evu vinkonu minnar þar sem hún liggur heima hjá sér og má eiginlega ekkert hreyfa sig, þarf sko að fara með spóluna til hennar svo að hún geti tekið upp fyrir mig. jæja nenni ekki að skrifa meir í þetta skiptið en ég er að spá í að fara í ræktina í dag ég svindlaði á sjálfri mér í gær og fór ekki þar sem ég var svo þreytt, fórum í mat til tengdó og síðan í heimsókn til Toffy litlu sys, eftir það var ekki mikill tími til að fara í ræktina en ég má ekki svindla í dag.
|

mánudagur, október 20, 2003

HJÁÁÁLLLLPPPP það er að vaxa höfuð út úr kinninni á mér, það var einu sinni lítill fílapensill og síðan fór ég og kreisti þennan litla fílapensil og þá fór að vaxa höfðuð þaðan út. ég er eins og ég veit ekki hvað með brjálað kýli út úr kinninni á mér.
|
held ég sé búin með Athuganir, skráning og mat verkefnið, vonandi allavega á bara eftir að láta lesa yfir það. Ætla að fá að skila því á morgun vegna þess að ég á eftir að láta lesa yfir það, ég ætla að fara að lyfta aftur í kvöld en ég verð að vera komin heim klukkan átta því að Survivor er þá og ég má ekki missa af því, strax farin að hlakka til þetta er allt svo spennandi. jæja sit í tíma verða að fara að hlusta.
|
Ég er búin að vera geðveikt dugleg um helgina vaknaði rúmlega 9 bæði á laugardag og sunnudag og fór í ræktina með Toffy sys. held bara að ég sé að fá vöðva sem ég vissi ekki að væru til. Á laugardeginum skutlaði ég Toffy síðan bara beint í vinnuna, fór síðan til Evu vinkonu og við lærðum til klukkan að verða sjö en þá þurfti ég að fara að bruna inn í Garðabæ til að ná í Gunna og Guðnýju (tengdó) en þau voru að fara á árshátið hjá Orkuveitunni og ég var búin að bjóðast til að skutla þeim. Eftir það þá fór ég og náði í Toffy og Ástu í vinnurnar þeirra og fór síðan til þeirra til klukkan eitt, ég var geðveikt góður gestur sat og lærði allan tímann. Síðan á sunnudeginum vaknaði ég eins og ég er búin að segja áður klukkan rúmlega níu getum samt haft það frekar klukkan að verða tíu tók aðeins til, fór svo og náði í litlu sys til að fara í ræktina, eftir það þá skutlaði ég henni bara í vinnuna fór heim í ca. hálftíma lagði þá af stað til að ná í Gunna á flugvöllinn þurfti nú að bíða þar í svolitla stund eftir því hann kæmi út. Við fórum síðan heim rétt til að hann gæti skroppið í sturtu og síðan fórum við í sunnudagskaffi til Gunna og Guðnýjar vegna þess að Gunni á afmæli á morgun ég var ekki komin heim fyrr en eitthvað að verða níu og fór þá að læra og hef verið að læra þangað til núna. Finnst ykkur ég ekki vera dugleg? Endilega kommentið á mig hundleiðinlegt að vera skoða bloggið sitt og það kommentar enginn. :( c")
|

föstudagur, október 17, 2003

Held ég sé með aðskilnaðarkvíða, Gunni fór til Danmerkur í morgun og ég er strax farin að sakna hans, var farin að sakna hans í gærkvöldi og var með í maganum áður en hann var farinn. En djöfull var ég hrædd að keyra þessa Reykjanesbraut, það er svo ógeðslega mikill hraði þarna og líka miklar vegaframkvæmdir, ég er svo mikil gunga í svona umferð (margir hafa gert mikið grín af mér útaf þessu). Já ég er algjör skræfa í umferðinni og mér er eiginlega bara alveg sama. Er að horfa núna á popptíví og nýju umsjónarmennirnir eru algjörlega ekki að meika það enda erfitt að ná Audda og Sveppa í skemmtileika. Er að spá í að fara að sofa svo að ég vakni í ræktina á morgun ég fór ein í dag og það var barasta bara alveg fínt. Maður þarf ekkert endilega að hafa alltaf einhvern í rassgatinu á sér. Jæja farin að sofa vaknaði snemma í morgun og er drulluþreytt.
|

miðvikudagur, október 15, 2003

*geisp* *geisp* *geisp* djöfull er ég eitthvað þreytt held að ég fari of seint að sofa það er ein ástæðan, önnur ástæðan er að þetta sé vítamínskortur en ég held samt að ég fari bara of seint að sofa. Ég er alltaf þreytt, það er alveg fáránlegt. núna er klukkan ellefu og ég er farin að geispa *geisp* held að ég fari bráðum að sofa. Jæja nenni ekki að gera meira í dag skrifa kannski á morgun c")
|

laugardagur, október 11, 2003

hvað haldiði að ég sé með hérna heima hjá mér? Ég er með Hornsíli og þarf að halda þeim á lífi þar til ég skila verkefninu. Þetta eru þrjú síli og eitt þeirra er svo ofbeldishneigt að það er alltaf að ráðast á hin tvö held að þetta séu þrír kallar þannig að þetta er trúlega svona valdabarátta á milli þeirra er samt ekki alveg viss. En ég veit það að þeir eru alltaf að reyna að býta hvern annan o.s.frv. leiðilegu fiskar hehehehe
|

fimmtudagur, október 09, 2003

halló ég er á lífi bara hef ekki haft neitt að segja, núna hef ég sko eitthvað að segja ég er búin að kaupa mér kort í Hreyfingu og verð þar allavega næstu 10 mánuðina og núna er stefnan tekin á í kjólinn fyrir jólin komin með nóg af því að velta um allt og bumban hristist þrátt fyrir að ég sé stopp þetta er soddan hlaup. Núna er kennarinn að fara á með bekknum á kaffihús en ég er partypúper sem ætla bara að vera uppi í skóla að læra, það er skilaverkefni í Hljóðfræði á morgun og við eigum eftir að klára það.
|

laugardagur, október 04, 2003

Ekkert smá þreytt núna sko ég er búin að vera að vakna í alla nótt og fara á klósettið. var eitthvað svo slöpp í gærkvöldi og fór því bara snemma að sofa og vaknað síðan um tvöleytið með uppköst og læti, síðan í nótt þá ákvað líkaminn minn að senda þetta allt neðrileiðina (þarf varla að útskýra meira) Þannig að ég svaf helvíti lítið. jæja nenni þessu ekki sjáumst seinna þegar mér er batnað.
|