laugardagur, apríl 30, 2005

já það er nú það....

Já dulmálskóðanum hefur verið breytt!!!!!

já ég og Elna erum búnar að skila lokaritgerðinni til lokayfirlestrar hjá kennararnum og er það algjörlega þvílíkur léttir. Í gær var ég síðasta daginn í leikskólanum sem tengist vettvangstengda valinu og þá er bara skýrsla og eitthvað þannig eftir. Reyndar eigum við Elna eftir að laga kommentin frá kennaranum og skila henni í nemendaskráninguna til að fá einkunn fyrir hana. já en ég er bara í sólskinsskapi í dag því að sólin skín í heiði og fuglarnir syngja og allt er svo dásamlegt ehehehe

Sumarið er komið og sól í heiði skín
la, la, la, la, .........

Kveðja
Lubban
|

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Fallerí, fallera, faller, í, faller, fallerrallila.........

já ég er bara kát í dag... já, ég er mætt til Elnu klukkutíma of snemma...(nennti ekki heim)og við ætlum að klára þessa lokaritgerð svo að það sé hægt að skila henni til leiðbeinandans okkar. en við eigum bara eftir ágrip(útdráttinn) og síðan eigum við eftir að fara betur yfir heimilidarskrána og tilvitnanirnar sem er nú alvega massaverk skal ég segja ykkur. en já ég er að sjá fyrir enda þessa lokaverkefnis og þá byrjar annað fjall sem þarf að klífa sem er skýrslan um vettvangstengda valið og kynningin á því er í Skriðu held ég.... er sam ekki alveg viss s (er einhver sem getur lesið dulmálskóðann)hehehehehe
Allavega ég ætla að fera að gera eitthvað því að ég nenni ekki að vera að þessu í allan dag. Ég er orðin mjög þreytt á þessu og mig langar til að fara heim að sofa hehehehe
allavega í dulmálskóðann vantar einn staf á milli allsstaðar gaman að sjá hver getur fundið þetta út ef enginn getur þá kem ég með vísbendingar hehehehehehehe
|

föstudagur, apríl 15, 2005

Ég er misskilin.....


href=http://www.youthink.com/quiz.asp?action=take&quiz_id=868>What kind of Parrot are you?

Parakeet

You are misunderstood because you are less glamorous, though you are quite smart

Personality Test Results

Click Here to Take This Quiz
Brought to you by YouThink.com quizzes and personality tests.

|

fimmtudagur, apríl 14, 2005

síðasti skóladagurinn

já, í dag er síðast dagurinn í skólanum og Birna, Margrét Stefanía, Sigga Hrönn og Elín Gíslína komu með kökur og gos og eitthvað sem er bara snilld, ég fékk mér bara lítið ég er sko í megrun eina ferðina enn hehe.
En ég ætla sko að vera fit og flott á útskriftinni minni og ég ætla að verða þannig að ég geti látið sjá mig í Bikini ef ég fer til sólarlanda.... hver veit nema að maður fari eitthvað.
Já, það verður skrítið næsta haust að vera ekki að fara í skólann og hitta alla skólafélagana, heldur vera bara að vinna mjög skrítið hehe

jamm ég ætla að fara að hlusta
Kveðja Lubban
|

laugardagur, apríl 09, 2005

Jamm og Jæja....

Í gær leið mér eins og ég væri í heimaprófi, var að gera verkefni á síðustu stundu sem ég auðvitað vissi af löngu áður en dró það fram á síðustu mínútu að gera það þannig að Lubban sat frá 9 í gærmorgun til hálf þrjú en þá fór ég í heimsókn hjá Leikskólum Reykjavíkur kom síðan heim um sex leytið og lagði mig til klukkan níu (átti ekki að vera svona langur lúr) byrjaði síðan aftur á verkefninu því að Lubban var ekki búin með það og var að vinna í því til klukkan hálf tvö um nóttina.

Ég vaknaði síðan klukkan níu í morgun og dreif mig í ræktina klukkan 10. Síðan fór ég í Ikea að leita að hillu á baðið en fann ekki neitt en ég held barasta að ég hafi fengið vinnu á Bæjarbóli á samt eftir að tala betur við Ernu leikskólastjóra hitti hana nefnilega í Ikea ;)en ég myndi þá vera með stuðning hjá einum strák í leikskólanu 8 tíma á dag á deildarstjóralaunum maður hafnar nú ekki svona tilboði eða er það????
Held allavega ekki... en ég á eftir að skoða þetta aðeins betur

Jamm og jæja ætla að fara að sofa og ég ætla að sofa út :) mig er búið að dreyma um það alla vikuna hehe.
Kveðja Lubba þreytta
|

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Ræðan ógurlega ;)

já ég hélt ræðu í gær, byrjaði að því að kynna mig með hendur í vösum eins og á að gera;) og stóð síðan með krossalagðar fætur heheeh mér leið eins og 100 ára gamalli kellingum sem væri búin að týna göngugrindinni sinni því að ég nötraði eins og ég stæði inn í ískáp að flytja ræðuna, samt svitnaði ég og svitnaði eins og motherfocker.
Ræðan var um sýnina mína og Ásdís Halla sagði að ég væri með mjög fallega sýn hún sagði að mér ætti örugglega eftir að ganga vel í starfinu með þessa sýn.

Sýnin mín var að öllum börnum væri tekið á sama grundvelli og að öll börn ættu að fá þjálfun í því að vera sjálfstæðir einstaklingar og að þau geti staðið á sýnum skoðunum. Hvað finnst ykkur?

En þessi ræða var alveg skelfileg hún var samin á 20 mínútum áður en ég átti að flytja ræðuna og ég hikstaði og stafirnir á blaðinu fóru einhvernveginn allir í móðu hef samt lent í því verra þannig að ég get hugsað fyrir hvern fyrirlestur "það getur ekki orðið verra" ;)

Alla vega ég er í tíma og ég nenni ekki alveg að hugsa eða hlusta við sjáumst síðar það mun koma meira frá mér ;)

kveðja lubbabeib
|

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Hvað eru margar......

klukkustundir í sólarhringnum????
Það er svo ógeðslega mikið að gera hjá mér að það hálfa væri nóg ég á að skila verkefni á föstudaginn sem ég er ekki byrjuð á... síðan var ég að byrja á leiðtoganámskeiði hjá henni Ásdísi Höllu bæjarstjóra í Garðabæ og ég var þar í kvöld, fer aftur á morgun klukkan 21:00 til að læra að halda ræðu og verð þar til hálf ellefu og áður en það verður fer ég á starfsmannafund í leikskólanum þar sem ég er í vettvangsnámi +og síðan er í skólanum til hálf þrjú að fimmtudaginn og síðan er aftur leiðtoganámskeiðið um kvöldið og ég þarf að skila verkefninu á föstudaginn... getur einhver sagt mér hvar er hægt að fá framlengingu á sólarhringinn er ekki að sjá að ég geti gert þetta verkefni ég ætla að byrja á því á morgun ég er að hugsa um að skutla Gunna í vinnuna á morgun og fara svo á bókasafnið og læra í þessu verkefnið fram að hádegi síðan erum við á leikskólabrautinni að byrja að selja boli ef þið viljið kaupa og ég og Elna ætlum að vera í því í hádeginu á morgun trúlega fer ég síðan að læra aftur í þessu verkefni... er það ekki svolítið gott plott gæti líka svolítið undirbúið þetta saman verkefnið og ræðuna því að í ræðunni á ég að tala um hver er mín sýn og í verkefninu á ég að tala um hvernig deildarstjóri ég vil vera get kannski blandað þessu eitthvað saman??? ég veit það ekki en ég er eiginlega komin í tímaþröng :$ en ég get þetta alveg sko ég bara þarf að hætta að hugsa um hvað þetta er erfitt ég þarf bara að demba mér þarna í djúpu lögina án kúts og reyna að krafla mig að bakkanum það ætti að ganga ;)

Já ég kveð að sinni
Endilega kaupiði boli ágóðinn fellur óskiptur í ferðasjóð leikskólabrautar ;)
Kveðja
Lubba without time ;)
|

laugardagur, apríl 02, 2005

Getur verið gott.....

já það getur verið gott að fara til ömmu og afa í sveitinni svona einstaka sinnum. Amma mín hendir ekki neinu og maður græðir bara pínulítið á því hehehe
Ég fór til ömmu í gær og svaf þar í eina nótt og græddi þar svona gamlan köflóttan Thermos kaffibrúsa, náttbuxur sem bræður hennar mömmu höfðu átt og pils sem amma hafði átt og það er ógeðslega flott allavega finnst mér það ;) þarf reyndar að fara í hreinsun því að við höfum eitthvað verið að leika okkur í því barnabörnin hennar þegar við vorum lítil en það getur verið gott að henda engu hehehehe segi ég sem tými yfirleitt ekki að henda neinu hehe.
Allavega ætla að athuga hvort brúsinn virkar ef ekki þá er hann bara flott skraut hehe bæbæ
|