já ég er komin aftur til landsins. Þetta var bara mjög skemmtileg ferð og höfðum við bæði mjög gaman af. Það var mikið djammað, skoðað og verslað þannig að þetta var svona hálfgerð maraþon ferð og held ég svei mér þá að ég verð þreyttari á morgun í vinnunni en ég var áður en ég fór í fríið hehehe nei ég segi nú bara svona.
Á fimmtudeginum fórum við í svona þorp sem er aðeins fyrir utan Amsterdam. Það var alveg geggjað það var eins og að koma aftur í tímann. Gamlar vindmyllur og gömul hús frá því um 1600 og eitthvað helvíti flott verð ég nú að segja. Um kvöldið var farið út að borða og fórum við á einhvern argentínskan stað mjög góður þar sem við fengum fullt af fríum bjór. Lúxus að vera fyrstu íslendingarnir sem þjónninn afgreiðir. Síðan fórum við og skoðuðum rauða hverfið. Það var nú bara ákveðið upplifelsi útaf fyrir sig. Maður skilur ekki hvernig svona laglegar stúlkur geta látið bjóða sér svona vinnu en auðvitað eru þetta oft einhverjar ógæfustúlkur sem er hótað og þess háttar maður hefur ekki hugmynd um það.
Á föstudeginum var verslað og gátum við eitt alveg slatta af peningum þrátt fyrir að það sé nú ekkert mikið ódýrara en hérna heima held að flest hafi verið bara á mjög svipuðu verði og hérna heima t.d. fórum við inn í Karen Millen og hún var dýrari þarna en hún er hérna heima og er hún nú frekar dýr hérna heima. Um kvöldið var farið út að borða á einhverjum spænskum stað. Það var mjög kósý og þægilegur staður. Eftir það var farið á Leidzeplein og farið á einhvern stað þar sem barþjónarnir voru mjög hressir og gerðu besta tecila sunrise sem ég hef smakkað það hreinlega fannst ekki áfengisbragð hefði getað drukkið það allt kvöldið. Við ákváðum samt að halda aðeins áfram og fórum inn á nokkra staði sem ekki voru alveg að gera sig á einum staðnum var stelpa í svo lágum buxum að rassaskorna á henni var verri en á verkamanni og síðan í gegnsæjum bol (mjög smart :$) en hún daðraði við allt sem hreyfðist þarna og voru allir gaurarnir í kringum hana slefandi. Við enduðum síðan á stað sem heitir Palace og þetta var risastór salur og fullur af fólki helvíti gaman að sjá þetta. Síðan var haldið heim.
Á laugardeginum fórum við að skoða ríkislistasafnið í Amsterdam og þar heilluðumst við algjörlega upp úr skónum af Rembrandt þvílíkur snillingur var þessi maður myndirnar hans voru hreint geggjaðar. Eftir listasafnið var réttlitið í búðir og haldið síðan heim því árshátíðin var um kvöldið var hún alveg þokkaleg og ég skemmti mér konunglega sérstaklega þegar lagið með Sylvíu Nótt var spilað. Maturinn var ekkert sérstakur fyrir utan eftirréttina þeir voru mjög góðir.
Í dag komum við heim drulluþunn og þreytt.
Alla dagana var vaknað í morgunmat sem var algjört gúrmet verð ég að segja belgískarvöfflur með rjóma og súkkulaði og kampavín. Reyndar fékk ég mér bara kornfleks og eplí í morgunmat fyrsta daginn en það var gert svo mikið grín að mér að ég þorði ekki annað að smakka eitthvað af þessum mat og ég sé ekki eftir því.
Jæja núna er ferðasagan búin og ég hætt í bili ég kveð að sinni
Lubban