sunnudagur, desember 24, 2006
Gott að vera komin heim til mömmu og pabba
ég er loksins komin heim til mömmu og pabba var komin heim klukkan hálf fjögur. Reddaði klippingunni frænka mín sá aumur á mér og bauðst til að klippa mig á morgun hún þurfti að klippa krakkana sína og hún bauð mér með;).
Þegar við lentum á egilsstöðum þá vantaði eina tösku en það var allt í lagi jólapakkarnir okkar voru ekki í henni en mamma og pabbi og Þórfríður fá ekki pakkana sína fyrr en eftir jól. Pabbi hans Gunna fór að sækja töskuna á flugvöllinn þannig að humarinn er ekki heldur ónýtur sem við höfðum líka sett í töskuna.
Ég fór í kvöld að hitta stelpurnar alltaf stemming að fara á barin á þorláksmessu og hitta stelpurnar ;)
Ég nenni ekki að blogga meira
kveð að sinni
kv. Laufey
Þegar við lentum á egilsstöðum þá vantaði eina tösku en það var allt í lagi jólapakkarnir okkar voru ekki í henni en mamma og pabbi og Þórfríður fá ekki pakkana sína fyrr en eftir jól. Pabbi hans Gunna fór að sækja töskuna á flugvöllinn þannig að humarinn er ekki heldur ónýtur sem við höfðum líka sett í töskuna.
Ég fór í kvöld að hitta stelpurnar alltaf stemming að fara á barin á þorláksmessu og hitta stelpurnar ;)
Ég nenni ekki að blogga meira
kveð að sinni
kv. Laufey
laugardagur, desember 23, 2006
Ég er enganveginn sátt
já akkúrat núna í þessum orðum skrifuðum þá ætti ég að vera lent á Egilstöðum á leiðinni heim með mömmu og pabba og beint í klippingu. En nei, nei það gengur víst ekki svoleiðis. Þessi stormur sem var hérna í nótt eyðilagði það fyrir mér. Núna er ég í biðstöðum um það hvenær ég kemst í flug til Egilsstaða og hvort ég komist í jólaklippinguna fyrir þessi jólin og ég sem þarf svo virkilega að komast í klippingu. En ég hringdi klukkan hálf tíu mér var sagt að það væri verið að senda þrjár vélar til egilsstaða núna as we speak fyrir þá sem ekki komust í gærkvöldi vegna veðurs og mér sagt að hringja aftur klukkan hálf ellefu ég er búin að því og fæ nákvæmlega sömu upplýsingar en bara smá breyting hringdu aftur klukkan hálf tólf og athugaðu málið þá eru þeir búnir að fara fram og til baka og ákveða síðan framhaldið. Ég er komin með hrikalegan hnút í magan yfir þessu öllu saman og ég er að tala um vægast sagt. Í gær lagðist ég á bæn yfir því að veðrið yrði ekki svona slæmt eins og þeir sögðu í sjónvarpinu og núna ligg á bæn um það að komast yfir höfuð austur til mömmu og pabba yfir jólin.
Ein stressuð
Kveðja Laufey
Ein stressuð
Kveðja Laufey
laugardagur, desember 16, 2006
Kjaftsagan heldur áfram
Ég er farin að hallast að rótarfyllingu er ekkert betri þetta er nú alveg fáránlegt. Það var tönn rótarfyllt hjá mér fyrir ári síðan og það er tönnin við hliðina á þessari tönn held ég. Kannski var þetta líka mar en ég er ekkert betri og þetta er óþolandi að geta ekki drukkið kaldan vökva, borðað kaldan eða heitan mat o.s.frv. án þess að fá verk bara algjörlega upp í heila. Ætla samt að reyna að finna mér annan tannlæknir þessi sem ég er búin að vera með er orðinn svo gamall og inni í reykjavík soldið langt að fara. Ég er reyndar búin að finna einn sem heillar hann er með sjónvarp og fullt af rásum til að horfa á held að það sé algjör snilld getur vera algjörlega hundleiðinlegt að liggja með galopinn kjaftinn og geta ekki einu sinni hlustað á útvarp úff, held að það sé ein af ástæðum þess að fólki finnist leiðinlegt að fara til tannlæknis hehehe eða ekki kannski borinn sé ógnvænlegri. Hef reyndar aldrei verið hrædd við tannlæknir örugglega verið þægilegt barn hjá tannlækni því að ég sofnaði alltaf og viðurkenni það alveg að það kemur einhver þvílík ró yfir mig þegar ég sest í stólinn þó að ég sofni nú kannski ekki eins og í gamla daga. En ég ætla að panta tíma á mánudaginn gleymdi því í dag. Svo mikið að gera í vinnunni hehehe
Kveð að sinni
Laufey
Kveð að sinni
Laufey
miðvikudagur, desember 13, 2006
Sorry, Sorry....
ég veit að ég kvarta yfir því að fá engin komment og blogga svo bara ekkert.
En það er bara nákvæmlega ekkert búið að gerst hjá mér eða ekki þannig. Fór á jólahlaðborð á Kaffi Reykjavík á laugardaginn og var maturinn bara ágætur. En á miðvikudeginum vaknaði ég alveg að drepast í kjálkanum og vissi bara ekkert hvað ég hefði verið að gera í svefni en ég man að ég rumskaði við einhvern verk og hélt að það væri brotin tönn. En allavega á miðvikudeginum var ég að drepast í kjaftinum. Á fimmtudeginum þá átti mamma hans Gunna afmæli og var í boði þar mjög góð fiskisúpa en þegar ég fæ mér fyrstu súpuskeiðina þá fæ ég þennan líka viðbjóðslega verk í einhverja tönn þarna uppi þurfti það sem eftir var kvöldsins að halda verknum niðri með tveimur 400gr ibúfen. Síðan vaknaði ég um morgunin ekki eins slæm en ég fann samt að þetta myndi koma aftur hringdi í tannsa sem var reyndar ekki við en ritarinn gat reddað öðrum og hann sagði að þetta væri annaðhvort svona svipað og mar á tönninni þarna eftir ég hélt að tönnin væri brotin og það gæti tekið alveg 5 til 7 daga að jafna sig eða að það þyrfti að rótarfylla einhverja tönn þarna. Ég er ennþá að drepast í tönninni má ekkert drekka heitt eða kalt eða bíta í eitthvað sem er of hart enda er ég búin að vera að borða eins og skjaldbaka síðan fyrir viku síðan. Vona samt að þetta sé bara mar sem á eftir að jafna sig nenni ekki að standa í öðrum 50þús kalli í kjaftinn á mér fannst það einum of mikið rippoff síðast þegar ég þurfti að láta rótarfylla. En tannsinn gerði s.s. ekki neitt og ég bryð bara verkjatöflur eins og smartís haldið að það sé ekki sniðugt hehe. Skulum bara vona að Panódíl sé ekki vanabindandi þá er ég í vondum málum ef þetta heldur svona áfram hehe.
Jæja er þetta nógu gott fyrir ykkur góðu lesendur
Skrifa meira síðar
Kv. Laufey
En það er bara nákvæmlega ekkert búið að gerst hjá mér eða ekki þannig. Fór á jólahlaðborð á Kaffi Reykjavík á laugardaginn og var maturinn bara ágætur. En á miðvikudeginum vaknaði ég alveg að drepast í kjálkanum og vissi bara ekkert hvað ég hefði verið að gera í svefni en ég man að ég rumskaði við einhvern verk og hélt að það væri brotin tönn. En allavega á miðvikudeginum var ég að drepast í kjaftinum. Á fimmtudeginum þá átti mamma hans Gunna afmæli og var í boði þar mjög góð fiskisúpa en þegar ég fæ mér fyrstu súpuskeiðina þá fæ ég þennan líka viðbjóðslega verk í einhverja tönn þarna uppi þurfti það sem eftir var kvöldsins að halda verknum niðri með tveimur 400gr ibúfen. Síðan vaknaði ég um morgunin ekki eins slæm en ég fann samt að þetta myndi koma aftur hringdi í tannsa sem var reyndar ekki við en ritarinn gat reddað öðrum og hann sagði að þetta væri annaðhvort svona svipað og mar á tönninni þarna eftir ég hélt að tönnin væri brotin og það gæti tekið alveg 5 til 7 daga að jafna sig eða að það þyrfti að rótarfylla einhverja tönn þarna. Ég er ennþá að drepast í tönninni má ekkert drekka heitt eða kalt eða bíta í eitthvað sem er of hart enda er ég búin að vera að borða eins og skjaldbaka síðan fyrir viku síðan. Vona samt að þetta sé bara mar sem á eftir að jafna sig nenni ekki að standa í öðrum 50þús kalli í kjaftinn á mér fannst það einum of mikið rippoff síðast þegar ég þurfti að láta rótarfylla. En tannsinn gerði s.s. ekki neitt og ég bryð bara verkjatöflur eins og smartís haldið að það sé ekki sniðugt hehe. Skulum bara vona að Panódíl sé ekki vanabindandi þá er ég í vondum málum ef þetta heldur svona áfram hehe.
Jæja er þetta nógu gott fyrir ykkur góðu lesendur
Skrifa meira síðar
Kv. Laufey
laugardagur, desember 02, 2006
Takk fyrir að kommenta
já innilegar þakkir fyrir að kommenta hjá mér. Núna veit ég að það eru allavega 5 manneskur sem ég þarf að blogga fyrir og ég skal reyna að standa mig í blogginu.
Í gær var selskapur í vinnunni hjá mér og ég verð nú að viðurkenna að ég fór aðeins yfir strikið í rauðvíninu slurkaði heilli flösku í mig þannig að Lubban var orðin vel ölvuð. Plataði Ágústu sem er að vinna með mér í bæinn hún var nú ekkert á því en hún lét til leiðast þegar ég skellti gulrótinni fyrir framan hana og hún var að Rockstar liðið var náttúrulega allt í bænum. Hehe og við vorum svo heppnar þegar við vorum eiginlega að fara heim að þá kemur Toby og Ágústa hún er held ég ekki ennþá búin að jafna sig hún snerti allavega ekki jörðina þegar ég steig út úr leigubílnum hún náði mynd af sér með honum. En ég segi nú bara það var gott að ég gat glatt hana hehe.
Á fimmtudagin fórum ég og Gunni á Rockstar tónleikana og djöfull var gaman. Húsbandið er bara snilld og þetta var bara gaman.
Jæja er þunn og orðin þreytt í puttunum.
vonandi gladdi ég ykkur með þessu bloggi
Kv.
Laufey
Í gær var selskapur í vinnunni hjá mér og ég verð nú að viðurkenna að ég fór aðeins yfir strikið í rauðvíninu slurkaði heilli flösku í mig þannig að Lubban var orðin vel ölvuð. Plataði Ágústu sem er að vinna með mér í bæinn hún var nú ekkert á því en hún lét til leiðast þegar ég skellti gulrótinni fyrir framan hana og hún var að Rockstar liðið var náttúrulega allt í bænum. Hehe og við vorum svo heppnar þegar við vorum eiginlega að fara heim að þá kemur Toby og Ágústa hún er held ég ekki ennþá búin að jafna sig hún snerti allavega ekki jörðina þegar ég steig út úr leigubílnum hún náði mynd af sér með honum. En ég segi nú bara það var gott að ég gat glatt hana hehe.
Á fimmtudagin fórum ég og Gunni á Rockstar tónleikana og djöfull var gaman. Húsbandið er bara snilld og þetta var bara gaman.
Jæja er þunn og orðin þreytt í puttunum.
vonandi gladdi ég ykkur með þessu bloggi
Kv.
Laufey