miðvikudagur, júní 29, 2005

eins og áður sagði.....

þá er ég flutt til tengdó og það er bara mjög fínt. Við vorum að þrífa íbúðina áðan og lyklunum verður skilað á morgun eða Gunni ætlar að gera það þá býst ég við. Það verður samt svolítið skrítið að geta ekki alveg verið eins og heima hjá sér eða þið skiljið maður fer kannski ekki að labba um á náttfötunum eða eitthvað þannig. Við erum búin að koma okkur alveg ágætlega fyrir verð ég að segja í þessum tveimur herbergjum sem við höfum undir aðaldótið okkar annað stöff er í kjallaranum og bíður þess að vera flutt aftur í íbúð sem ég verð búin að kaupa ;) ég hlakka til að geta hengt myndir upp á veggji þar sem mig langar til og mig hlakkar til að mála þá veggji sem mig langar til og ég hlakka til að geta verið minn eiginn herra í uppröðun og þess háttar en það verður gott að vera hérna ca. ár og safna mange penge ;)
|

sunnudagur, júní 26, 2005

já ég er flutt

til tengdó segi meira frá síðar þegar maður er búinn að koma sér betur fyrir ;)
|

föstudagur, júní 24, 2005

helgarfrí, helgarfrí, helgar,helgar,helgarfrí....

já viti menn það er komið helgarfrí eina ferðina enn alltaf gaman að komast í helgarfrí. ég var ekkert smá ánægð í dag nokkrar stelpur sem hafa verið nokkuð erfiðar á deildinni minni báðu mig, Kristbjörgu og Þórey afsökunar á því hvað þær höfðu verið óþægar og þær voru eins og englar allan daginn eftir útiveruna, ég þurfti reyndar að tala um sjálfstæðan vilja við þær því þær virðast alltaf þurfa vera með sömu skoðun og fyrsti ræðumaður af þeim þremur ef ein þeirra vill ekki eitthvað þá vilja hinar tvær það ekki heldur. En þær voru æðislegar í dag.

Við flytjum um helgina er ekki viss hvort það verður á morgun eða á sunnudaginn kemur í ljós slatti kominn í kassa og annar slatti sem á eftir að pakka niður eins og fötin okkar og það sem þarf að fara betur í gegnum til að henda eða hirða.

Byrjaði daginn í dag á því að synda í 45 mínútur það er ágætishreyfing og ég get ekki neitað því að ég fæ alltaf flashback til gömlu sundæfinganna ég þyrfti samt að búa mér til eitthvað prógram til að fara eftir því að það er leiðigjarnt að synda bara fram og til baka og hugsa um það hvað maður er búin að synda mikið þannig að ég fór og tók eina ferð flugsund og var að drepast í bakinu ég fann aðeins til í hnénu eftir síðustu helgi þegar ég spyrnti í bringusundin en ég synti samt mest bringu- og skriðsund.

jæja ég nenni ekki að skrifa meir fréttir koma síðar af flutningum.

Kveðja
Lubban
|

miðvikudagur, júní 22, 2005

Hef ekkert að segja....

Allavega brúðkaupið hjá Elínu Önnu og Elvari var æðislegt og eins og ég sagði þá grét ég hehehe og til hamingju með að vera orðin frú Elín mín hehehe (ég er ennþá fröken) hehe

Við ætlum að flytja út um helgina við þurfum að skila lyklunum um á föstudaginn næsta þannig að við ætlum bara að hafa nógu mikinn tíma til að þrífa íbúðina en hún verður að glansa algjörlega og síðan byrjum við bara að safna.

hef sosem ekkert að segja en Krissa ertu núna ánægð (hún var eitthvað að nölla í vinnunni ;)) hehehehe

farin að sofa ætla að reyna að vakna í fyrramálið

kveðja frá
Lubbunni
|

föstudagur, júní 17, 2005

Hæ, hó, jibbíjei og jibbííjei....

það er kominn 17. Júní, já gleðilegan þjóðhátíðardag krúttin mín sem lesa þetta ég er að hugsa um að skella mér í sund ef það er opið og liggja í sólbaði hef ekkert annað að gera Gunni er að fara að labba á Heklu á morgun en ég ætla ekki með vaknaði í gærmorgun með bólgið hné og ég veit ekkert afhverju, þetta gerðist líka í fyrrasumar þegar ég byrjaði að vinna... kannski eitthvað mikið álag á biluðu hnén mín (algjörlega gölluð)en það er að komast í lag aftur þannig að ég ætla bara að hvíla fæturnar yfir helgina þ.e. á morgun er að fara í brúðkaup á laugardaginn (á morgun)þannig að ég og Elna verðum þar örugglega með tárin í augunum allavega ég. Ég er eitthvað svo meyr alltaf ef ég sé eitthvað ánægjulegt þá langar mig bara til að fara að gráta og ef ég sé eitthvað krúttlegt þá langar mig líka bara að fara að gráta allavega punchið í þessu hjá mér er að ég græt í brúðkaupum, skírnarveislum, afmælum eða bara öllum veislum, hehehehe

Já ég hitti Benný og Önnu Kareni vinkonu mína um daginn og það er alltaf jafn gaman að sjá þær við erum búnar að vera vinkonur síðan í barnaskóla og það er alveg merkilegt að það skiptir ekki máli hvað líður langur tími á milli hittings hjá okkur það er alltaf eins og við höfum verið að tala saman í gær og það er alltaf jafn gaman að hitta þær aftur og aftur en það er plan hjá okkur að djamma eitthvað saman í sumar og ég hlakka mikið til verð ég að segja...

Ég og Gunni fórum með hringana í minnkun í dag þeir voru of stórir á okkur bæði þannig að ég fæ ekki trúlofunarhringinn aftur fyrr en á þriðudag það verður nú gott held ég þurfi líka að láta minnka hringinn sem mamma og pabbi gáfu mér hann er aðeins of stór allavega snýst hann alltaf á puttanum á mér þarf að láta þau redda því fyrir mig ;)

Já ég hef ekki meira að segja í bili
kveða að sinni :)
Lubban
Sem grætur í veislum ;)
|

sunnudagur, júní 12, 2005

Yndislegur dagur....

Já, ég átti yndislegan dag í gær. Ég er formlega orðin leikskólakennari og ég er trúlofuð :D. Já Gunni þóttist villast eftir útskriftina og keyrði í áttina að álverinu, ég skildi ekkert í því afhverju hann vildi ekki snúa við á þeim stöðum sem ég benti honum á að snúa við (ég hélt við værum að fara í ríkið) og þegar við komum að álverinu þá segi ég hey þú getur snúið við hérna, en hann vildi keyra að Straumi og skoða og taka útskriftarmynd af mér þar ég samþykki það og síðan keyrir hann einhvern veg þangað til við komum niður að sjó og ég segji þú getur snúið við hérna en hann fær mig út til að taka mynd af mér, síðan vildi hann láta mig taka mynd af okkur saman, og aðra þannig og síðan ætla ég að líta niður til að skoða myndina þá opnar hann box þar sem eru tveir hringar get svarið það ég fékk skjálfta í hnén og ég flissaði bara af gleði, þannig að ég er trúlofaður leikskólakennari :D. þannig að útskriftardagurinn minn á aldrei eftir að gleymast hehehe, þetta var æðislegt. Við héldum síðan veislu um kvöldið með familíunni hans Gunna, mömmu minni og Pabba, Daða og Gyðu og Dóra það var vel drukkið og fólk skemmti sér mjög vel þannig að MJÖG vel lukkaður dagur

Kveðja
Lubban
|

þriðjudagur, júní 07, 2005

Þá er það komið á hreint

að við flytjum ekki um helgina sem er ágætt því að útskriftin mín er á laugardeginum. Stelpan sem ætlaði að fá íbúðina hætti við þannig að við verðum eitthvað hérna áfram allavega fram að næstu mánaðamótum. Ætli maður haldi ekki bara grillveislu á laugardaginn fyrst að við flytjum ekki, hver veit ég á eftir að skoða þetta betur.

Allavega bara að flytja smá fréttir fyrst ég flyt ekki húsgögn heheehehe

Kveðja
Lubban
|

mánudagur, júní 06, 2005

bíst við...

erfiðum degi í dag. Gunni var aftur að fara til Svíþjóðar þannig að ég þurfti að skutla honum og ég ákvað að fara ekki að sofa því að þá myndi ég pottþétt sofa yfir mig. en allvega býst við því að vera þreytt í dag er að spá í að kaupa mér kók til að hafa í vinnunni til að hressa mig við.

Já, ég er búin að fá allar einkunnir:
Samskipti og stjórnun 6,5
Vettvangstengt val 8,0
Lokaverkefni 8,5
Lífsleikni- fjölbreyttar þarfir 9,0

Verð að segja að ég sé mjög stolt af þessum einkunnum þó að ég eigi þær kannski ekki alveg ein. Elna skrifaði lokaverkefnið með mér og Hulda P. og Helga voru með mér í vettvangstengda valinu. þannig að hér með þakka ég þeim fyrir hjálpina. Þannig að eftir viku verð ég útskrifaður leikskólakennari og viti menn ég lærði meira en að snýta og skeina en margir halda að það sé kennt í Kennarháskólanum ;)

allavega ætla að fara að kaupa mér að borða áður en ég fer í vinnuna
skrifa síðar
Lubbukveðjur frá
Lubbunni ;)
|

fimmtudagur, júní 02, 2005

Nú verða sagðar fréttir

Gunni kemur á morgun ohh hvað ég hlakka til. Búin að hlakka til alla vikuna. Við gætum þurft að flytja út um helgina omg segi ég því að hér er ekki búið að pakka niður neinu en ég er samt að spá í að fara í 10- 11 á eftir og athuga hvort ég geti fengið kassa hjá þeim. Þeir hljóta að eiga kassa annað væri bara hrein og klár vitleysa.

En allavega alltaf gaman í vinnunni og mér líður bara vel ég er hætt í dag nenni ekki að pikka

pikka meira síðar.
kveðja
Lubban
|