það er kominn 17. Júní, já gleðilegan þjóðhátíðardag krúttin mín sem lesa þetta ég er að hugsa um að skella mér í sund ef það er opið og liggja í sólbaði hef ekkert annað að gera Gunni er að fara að labba á Heklu á morgun en ég ætla ekki með vaknaði í gærmorgun með bólgið hné og ég veit ekkert afhverju, þetta gerðist líka í fyrrasumar þegar ég byrjaði að vinna... kannski eitthvað mikið álag á biluðu hnén mín (algjörlega gölluð)en það er að komast í lag aftur þannig að ég ætla bara að hvíla fæturnar yfir helgina þ.e. á morgun er að fara í
brúðkaup á laugardaginn (á morgun)þannig að ég og Elna verðum þar örugglega með tárin í augunum allavega ég. Ég er eitthvað svo meyr alltaf ef ég sé eitthvað ánægjulegt þá langar mig bara til að fara að gráta og ef ég sé eitthvað krúttlegt þá langar mig líka bara að fara að gráta allavega punchið í þessu hjá mér er að ég græt í brúðkaupum, skírnarveislum, afmælum eða bara öllum veislum, hehehehe
Já ég hitti Benný og Önnu Kareni vinkonu mína um daginn og það er alltaf jafn gaman að sjá þær við erum búnar að vera vinkonur síðan í barnaskóla og það er alveg merkilegt að það skiptir ekki máli hvað líður langur tími á milli hittings hjá okkur það er alltaf eins og við höfum verið að tala saman í gær og það er alltaf jafn gaman að hitta þær aftur og aftur en það er plan hjá okkur að djamma eitthvað saman í sumar og ég hlakka mikið til verð ég að segja...
Ég og Gunni fórum með hringana í minnkun í dag þeir voru of stórir á okkur bæði þannig að ég fæ ekki trúlofunarhringinn aftur fyrr en á þriðudag það verður nú gott held ég þurfi líka að láta minnka hringinn sem mamma og pabbi gáfu mér hann er aðeins of stór allavega snýst hann alltaf á puttanum á mér þarf að láta þau redda því fyrir mig ;)
Já ég hef ekki meira að segja í bili
kveða að sinni :)
Lubban
Sem grætur í veislum ;)