laugardagur, ágúst 27, 2005

jæja....

jamm og jæja, ef ég hefði ekki útskrifast í vor þá væri skólinn að byrja í næstu viku. Það er mjög undarlegt að þurfa ekki að fara í skóla þ.e.a.s. háskólann því að maður mætir nú á hverjum degi í leikskólann til að vinna með þessum litlu krílum. Ég var í vikunni í kringlunni og ég byrjaði strax að litast um eftir flottum stílabókum og pennum en þá rann upp fyrir mér að það er enginn skóli í haust hehehe, mjög undarlegt að alvara lífsins sé loksins tekin við og manni finnst skólinn hafa bara rétt byrjaði, tíminn líður ekkert smá hratt. Ég meina ég verð komin inn á Hrafnistu eða einhverja aðra stofnun áður en ég veit af, en ég ætla þá að vona að ég verði skemmtileg gömul kona sem lætur fólkinu sem mun annast mig ekki leiðast hehehe.

Fór í smáralindina í dag og keypti mér buxur og peysu, var farið að vanta buxur allhrikalega átti bara einar gallabuxur algjör skömm að þessu.

Ég er byrjuð á lopapeysu nr. 2 getur vel verið að ég verði látin prjóna þá þriðju það kemur í ljós. En það er bara gaman. Ég ætla ekki að blogga meira í kvöld hef s.s. ekkert mikið að segja þannig en allavega ég er farin í bili mun skrifa síðar bæbæ og skólakveðja
Laufey ;)
|

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

svo þreytt....

já, ég er búin að vera svo þreytt síðastliðna morgna ég og Gunni erum búin að ætla að vakna klukkan hálf sex til að mæta í ræktina því annars er dagurinn bara ónýtur ef maður er að fara eftir vinnu, en það hefur bara ekki gengi þessa vikuna við erum búin að vera að dröslast á fætur klukkan hálf níu rétt áður en ég á að mæta í vinnuna, alveg ömurlegt. En ég mun halda áfram að reyna að mæta fyrir vinnu annars verður bara dagurinn ónýtur og allt í lagi með það. Það er ekki eins og maður sé með börn og stórt heimili búandi hjá tengdó þessa dagana;)
|

laugardagur, ágúst 20, 2005

Ein mjög stolt af sínum manni...

já ég er ekkert smá stolt af honum Gunna mínum hann hljóp í dag hálft maraþon sem eru 21 km. Ég ætla nú bara að viðukenna það hér með að ég hefði aldrei nennt þessu hehe er nú samt að fara í skemmtiskokkið kannski á næsta ári það eru ekki nema 3km hehehe myndi í mesta lagi nenna því eða ef maður verður duglegur að þjálfa sig upp í 10 km þá væri maður nú aldeilis duglegur sé til um áramótin kannski að maður geri það að áramótaheiti hehe. Já, ég er ekkert smá stolt af honum Gunna mínum hann var ekkert smá duglegur ég sá hann því miður ekki hlaupa af stað því að það var nú bara þannig að það fundust ekki bílastæði í miðbænum en ég fann eitt um eittleytið þegar hann átti að fara að koma í mark og sá ég hann þá þegar hann kom í markið með hárið veðurbarið upp í loftið ;) en allavega hætt í bili er að fara að vinna á morgun (money, money, money), þarf að ræsta eina deild sem tekin var í gegn frá toppi til táar hehe og það á að reyna að opna hana á mánudaginn því að það eru að byrja börn í aðlögun. Jamm kveð að sinni

ble, ble
Kveðja
Lubban

P.S. Vil óska þeim norðfirðingum sem átt hafa börn á undanförnum vikum til hamingju með það og þeir eru þó nokkrir skal ég segja ykkur, veit allavega um þrjá og þeir geta verið fleiri;)
|

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

mikill lúxus

já, það er mikill lúxus á deildinni minni þessa vikuna það eru ekki nema 11 börn á deildinni á meðan að á hinni deildinni eru 20 þ.e.a.s. næstum full deild og þær eru svo fáar að það virkar nánast ekki að hafa öll þessi börn á meðan erum við 4 á minni deild að slást um 11 börn í kaffinu voru síðan bara 5 börn hjá mér algjörlega fráleitt heheh en mér finnst þetta bara vera lúxus hehe en tíminn líður líka algjörlega ekki neitt þegar að eru svona fá börn það er eins og klukkan sé hreinlega bara stopp t.d. í dag á leit ég þrisvar á klukkuna að mér fannst með miklu millibili en þá hafði stóri vísirinn færst um eina mínútu í hvort skipti þannig að ég leit ca. á klukkkuna með mínútu millibili án þess að gera mér grein fyrir því hehehehe. Já, ég er búin með peysuna ég á bara eftir að láta setja rennilás á hana en ég ætla ekki að gera það sjálf síðan á ég líka eftir að ganga frá örfáum endum en það tekur enga stund að gera það.

Jæja bless í bili
Kveðja
Lubban ;)
|

mánudagur, ágúst 15, 2005

Ég er prjónavél

já, ég byrjaði að prjóna mér lopapeysu á sunnudeginum eftir að ég kom í Viðfjörð og ég á eftir ca. 4-5 cm af hálsmálinu ég er nú bara nokkuð sátt við þessa frammistöðu mína ég hef aldrei verið svona fljót að prjóna peysu enda var ég með prjónverk í öxlunum fyrstu dagana og síðan núna er ég með harðsperrur upp í haus auk þess að vera með prjónverk í öxlunum núna líka maður lætur eins og maður sé að prjóna peysur fyrir Cintamani eða eitthvað en ég er bara nokkuð sátt við útkomuna á peysunni og það getur vel verið að maður prjóni fleiri lopapeysur þetta er svo gaman en jæja hætt að bulla ætla að fara að sofa er að fara að hjóla klukkan hálf sjö í fyrramálið adios bæbæ

Kveðja
Lubban
|

laugardagur, ágúst 13, 2005

búin að vera á besta stað í heimi!!!!!

já ég var í Viðfirði með mömmu og pabba og fleira fólki. Þessi vika er búin að vera hreint æðisleg og það er alltaf jafn dásamlegt að vera án alls rafmagns og ekkert símasamband algjörlega yndislegt en núna er gamanið búið, byrja að vinna á mánudaginn ég er heima á Nobbanum núna skrapp í sturtu ætla að kíkja á Skúla Þór sem Elín vinkona mín var að eignast í síðustu viku þannig að hann er ekki nema tveggja vikna gamall alltaf gaman að skoða lítil kríli hehe og síðan ætlum við að keyra heim í einum rikk og hafa morgundaginn til að hvíla okkur eða eitthvað í þá áttina hehe en ég er búin að hafa það mjög gott skrifa meira síðar :) bleble
|

mánudagur, ágúst 01, 2005

mesta stuðið á neistaflugi...

jamm ég er komin heim og ég alhæfi hér með að það er alltaf besta veðrið og alltaf mesta stuðið það virðist enginn vilja trúa mér það sækja einhverveginn í það að liggja rennandi blautir í einhverjum tjöldum á einhverju skeri þar sem ekki er hægt að snúa við vegna veðurs þeir sem ekki hafa fattað að ég er að tala um eyjar þá fatta þeir það núna ;)allavega skemmti ég mér alveg konunglega hitti Asiu sem er að vinna með mér fyrir utan húsið mitt (mjög skondið) fór síðan niður í bæ sama dag og hitti tvö börn sem eru á leikskólanum hjá mér annað þeirra er á deildinni minni og hitt er á hinni eldri deildinni urðu bæði mjög hissa á að hitta mig hehehehe konurnar í vinnunni eiga eftir að heyra hversu vel ég skemmti mér því að röddin skellti sér líka á Neistaflug og viti menn hún neitar að koma öll til baka aftur suður eins gott að maður er að fara austur aftur næstu helgi þá kannski kemur hún til baka ;)

En jamm ég ætla að fara að skella mér í sturtu og skola af mér flugvélaskítinn og þynnkuskítinn sem ennþá er á manni, ég var nú ekkert að vakna klukkan 9 í morgun eftir að hafa komið heim klukkan 5 glorhungruð shit hvað ég var ógeðslega svöng var orðið óglatt af hungri. En eins og ég segi þá ætla ég að fara í sturtu og skola sálina af mér;)
|