laugardagur, nóvember 26, 2005

Nýir linkar

búin að bæta tveimur linkum við í linkasafnið mitt njótið vel ;)
|

Þið svona kampakát....

já verð nú bara að segja það maður bloggar og bloggar og enginn kommentar loksins þegar maður verður aktívur bloggari hehehehehe.
Nei ég segji nú bara svona héðan er allt gott að frétta ætla að fara verslunarleiðangur í dag og versla eitthvað.... kannski á mig kannski á einhvern annan ég er búin að vera helvíti lengi að prjóna þessa peysu sem ég er að prjóna kannski vegna þess að ég þurfti að rekja allt upp sem ég var búin að gera úff það var sjúklega leiðinlegt en ég ætla að fara með hana í vinnuna á mánudaginn og láta prjónakellingarnar hjálpa mér með hálsmálið ekki alveg sátt við hvernig ég gerði þetta áður en ég rakti upp allt of mikið vesen.
|

mánudagur, nóvember 21, 2005

The White Stripes



Djöfull voru tónleikarnir góðir, get nú ekki sagt annað. Verð reyndar líka að viðurkenna það að ég vissi ekki alveg á hvernig tónleika ég var að fara ég komst t.d. bara að því í gær að þau væru bara tvö í hljómsveitinni en djöfull voru þau góð. Ég dillaði mér allan tímann og þetta eru fyrstu tónleikarnir sem ég fer á þannig að einhverntímann verður allt fyrst.
|

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Er þetta ég???



Stjórnmálaþurs


Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.

Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.



Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.


Hvaða tröll ert þú?
|

Ótrúlega sæt mynd

|

laugardagur, nóvember 19, 2005

hundapössun og fleira

já ég er núna í hafnafirði að passa hann Neró. Foreldrar hans eru í Danmörku og þau koma á morgun aftur ég er búin að fara með hann nokkrum sinnum út að labba og ég er held ég bara eins og í bíómynd hlaupandi á eftir honum. Hann er ekkert smá sterkur og ég eitthvað að reyna að ná nefinu hjá honum upp úr götunni því að hann hnusar svo mikið þetta er ca. 6 mánaða labrador hvolpur þannig að hann er dálítið öflugur... Gunni er núna að þreyta hann all svakalega hann tók hjólið hans Ninna sem er búið að vera í Sjávargrundinni í hellings tíma og er að hjóla með hann heim. Þannig að hann ætti að slaka á í kvöld. Samt er ég búin að láta hann hreyfa sig en ég verð bara búin í höndunum að labba með hann. Hann náttúrulega finnur hvað ég er sterk og notar það gegn mér.... hehe.

Við erum að fara á tónleika með White Stripes á morgun þannig að það verður heljarinnar fjör hjá okkur á morgun íííííha...

Það er alltaf jafn gaman í vinnunni, börnin eru svo yndisleg og eins og skáldið segir í textanum lífið er yndislegt ég geri það sem ég vil,skildi maður verða leiður á því til lengdar að vera til.....

Ég er farin over and out
|

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

voða fyndin

Ég ætlaði að vera voðalega fyndin en viti menn gat það ekki því að ég fékk einhverja ásökun um að þetta væri spamsíða úbbssss. En ég er nú enginn hakkari eða rugludallur eins og þið kannski vitið.
æ ég keypti svo sæta handbrúðu í dag þetta er hákarl mjög flottur en síðan keypti ég líka kisu sem gjörsamlega horfði á mann og hún sagði við mann með augunum..... keyptu mig. Ég fór þarna um daginn og sá hana og ég gat ekki hætt að hugsa um hana fyrr en ég var búin að kaupa hana ég vorkenndi henni svo mikið í hillunni. ótrúlega sæt.....

jæja hætt við að vera sniðug og held nú bara áfram að blogga
|

mánudagur, nóvember 14, 2005

í þessari viku er ég búin að fara tvisvar í bíó. Fór um daginn á Four brothers hún var mjög góð mæli eindregið með henni allavega tók ég allan pakkann, grét, hló og nötraði af spennu þannig eiga myndir að vera eða það finnst mér allavega. Síðan var ég að koma úr bíó núna af myndinni Into the blue og mér fannst hún bara alls ekki góð. Ég hélt að ég væri að fara á svona spennutryllir þar sem manni bregður svona endrum og eins en nei, nei ég hrökk einu sinni við það var nú allt of sumt og mér fannst hún bara frekar leiðinleg ef ég má vera alveg hreinskilin.
Ég er að fara að passa um helgina hund. Ninni bróðir hans Gunna og konan hans eru að fara til Danmerkur og þeim vantar einhvern til að passa hundinn fyrir sig. Þannig að frá fimmtudegi til sunnudags mun ég búa í Hafnafirði. Verð rétt hjá henni Lellu frænku minni þar sem ég bjó fyrst þegar ég flutti í bæinn þannig að ekki hef ég afsökun um að vera busy því að ég get labbað til hennar einhvern daginn tekur fimm mínútur.
Ég var að gerast áskrifandi af klúbbi hjá Eddu, miðlun og útgáfu sem heitir Nýtt útlit og þetta er svona snyrtiskóli þar sem maður fær kennslu í förðun og allskonar tips um hvernig á að hugsa um húðina, hárið og allskonar. En það besta við þennan klúbb er það að maður fær alltaf prufur með hverju blaði núna síðast fékk ég augnblýanta 2 liti á hverjum blýant. Næst fæ ég varablýant og gloss o.s.frv.
Allavega ég ætla að hætta núna
Sjáumst
kveðja Lubban
|

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Veit sosem ekki.....

hvað ég á að hripa hérna niður hef ekki mikið að segja...
Ég er byrjuð á öðru átaksnámskeiði það byrjaði á mánudaginn í beinu framhaldi af hinu það fóru ekk mörg kíló þá ekki nema eitt en aftur á móti fóru 4% af fitu í vöðva eða eitthvað annað allvega ég er 4% fituminni ;) hehehe
en núna er það bara í kjólinn fyrir jólin spurning hvernig það á eftir að ganga reyndar ætla ég að vera komin í ágætisform í mars þegar ég og Gunni förum til Amsterdam á árshátíðina með Nýherja. Vil nú líta allvega ágætlega út í galakjólnum sem ég ætla að vera í ;) ætli ég þurfi ekki að láta sérsauma á mig kjól svo að hann passi þ.e.a.s. lengdarlega séð nema að maður fari bara í framkvæmdir og saumi sér kjól held samt ekki hef aldrei verið neitt mikil vinkona saumavélarinnar aftur á móti hafa prjónarnir verið ágætisvinir mínir. Er einmitt að prjóna eina peysu núna ekki á mig samt sem áður. Jæja er maður ekki búinn að bulla nóg í bili reyni að vera duglegri að blogga núna maður er samt bara ekkert að gera nema vinna sofa vinna sofa o.s.frv.

Jæja bless í bili
Lubban
|