sunnudagur, ágúst 24, 2003

jæja þá held ég til Krítar klukkan 9 í fyrramálið, ég þarf reyndar að vakna um fimmleytið því að Gunnar og Guðný (tengdó) ætla að koma til okkar um sexleytið í fyrramálið það er bara til að verða á undan aðalörtröðinni sem er víst þarna alltaf á morgnanna. Þannig að þið eigið ekki eftir að sjá neitt frá mér hérna fyrr en ég kem til baka, en við verðum í viku úti á Krít
|
Ég er farin að hlakka óendanlega mikið til, en á sama tíma er ég alveg drullustressuð ég nefnilega alltaf svona ferðastress og fæ bara illt í magann og get ekki borðað, á trúlega ekki eftir að borða mikið í dag er reyndar búin að borða einn núðlupakka en ætli það verði ekki það eina, nema að ég eigi eftir að borða hjá tengdó, vegna þess að ég er að fara þangað um sexleytið að láta lita á mér augabrúnirnar og augnhárin svo að ég verða sæt gella úti á Krít ;).
|
Ég var rétt í þessu að lenda í geðveikt óþægilegri stöðu, Toffy (Þórfríður) litla systir mín og Ásta vinkona hennar voru að flytja í bæinn í gær og Toffy lét mig fá heimasímanúmerið hjá þeim. Ég ætlaði síðan að hringja í þær áðan og það svarar
Ég: halló, hvað segiru gott
X: nei hæ, ég segi bara allt gott
Ég: er Þðrfríður heima?
X: ha, Þórfríður það býr engin Þórfríður hérna
Ég: víst Ásta leyfðu mér að tala við hana.
X: Ásta? ég heiti ekki Ásta ég heiti Karolína.
Ég: Úbbbbbbs ( og skellti á)
Ég leit síðan á símann minn og sá að ég hafði hringt í vitlaust símanúmer, en hún var eitthvað svo djollí á móti mér og ég get svarið að röddin á Karolínu var alveg eins og röddin á Ástu. Hehehehehehehehehe fyndið
|

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Ég er að verða brjáluð á skólanum hjá mér, það eru ekki komnar neinar stundaskrár ennþá, og koma trúlega ekki fyrr en í næstu viku og skólinn byrjar á 1. september, alveg týbískt. Þetta er ekkert smá pirrandi, því að ég er að fara út á mánudaginn og fær því ekkert að vita um skólann fyrr en ég kem til baka þann fyrsta september og ég get ekki sagt hvernig ég get unnið fyrr en þá. en það eru bara 4 dagar þangað til að ég fer út liggaliggalái, farin að hlakka geðveikt til
|

sunnudagur, ágúst 17, 2003

Jæja þá eru bara 7 dagar til Krítar (",) farin að hlakka geðveikt til. Jónína systir hans Gunna ætlar nefnilega að gifta sig úti og ég var í gæsapartýi í gær sem var helvíti gaman, fórum niður í bæ og settum hana í tívolíið, síðan fórum við á Hótel Loftleiðir í heita pottinn og svoleiðis, síðan fórum við heim til Ásthildar vinkonu hennar Jónínu og pöntuðum okkur mat frá Nings, ég át yfir mig og var að springa allt kvöldið.
|

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

ég hef gleymt að segja ykkur það að, ef þið skoðið myndirnar á myndasíðunni minni að þá er hægt að setja komment við myndirnar, endilega setjiði komment ef ykkur dettur eitthvað í hug c")
|
jei, jei, mamma og pabbi eru að koma í heimsókn til mín c") farin að hlakka mikið til. Ég sé þau svo sjaldan, af þvi að þau eru fyrir austan og ég hérna fyrir sunnan. Jæja þau eru bara rétt ókomin þannig að ég er að hugsa um að brjóta saman þvottinn sem Gunni þvoði í gær, bæbæ
|

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

það eru komnar fleiri myndir á eftir að setja fleiri myndir af djamminu þegar þar að kemur, sko. Þetta eru bara sona myndir sem við höfum verið að taka hérna heima. Ég er bara að fikra mig áfram sko, lofa að þetta verði betra með tímanum.
|

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Ég er svo mikill klúðrari, ég var úti með krökkunum í gær og var úti þegar allt dótið var tekið saman, þannig að ég læsti skúrnum, ekkert mál með það sko. Nema hvað að í morgun þegar ég kem í vinnuna þá er komið til mín og ég spurð hvort að ég viti um lyklana af skúrnum og ég fer að leita og leita, haldiði að ég hafi ekki bara gleymt lyklunum í skránni af skúrnum og síðan var leikskólalóðin full af krökkum í gærkvöldi. Síðan fór ein sem er að vinna með mér og fékk lykil hjá Ingibjörgu leikskólastjóra til að reyna að opna, og þá höfðu krakkarnir brotið lykilinn inni í skránni þannig að það þurfti að setja nýja skrá því að lykillinn var algjörlega fastur í þeirri gömlu. En það er alveg ótrúlegt hvað þessi krakkar eru að gera þarna á kvöldin, við höfum heyrt frá því að þau séu að spila körfubolta uppi á þaki, það hefur fundist hasspípa á skólalóðinn og líka eitt Hustler klámblað, og síðan eru alltaf glerbrot á lóðinni þegar við förum út með krakkana og síðan hefur líka einu sinni fundist kúkur, og síðan er alltaf búið að pissa inní skúrana þar sem krakkarnir eru að leika sér.
|

mánudagur, ágúst 11, 2003

Jæja loksins er ég komin með myndasíðu (það er linkur á myndasíðuna mína fyrir neðan myndina af mér), þið getið séð myndirnar úr Brúðkaupinu hjá Daða vini hans Gunna og Gyðu konunni hans en þau giftu sig í byrjun júlí, þau giftu sig upp í Hvalfirði á Hótel Glym, það var helvíti flott, maður gat drukkið sig kátann og síðan bara farið upp í herbergi þegar maður var orðinn þreyttur.
|

sunnudagur, ágúst 10, 2003

AAAAAARRRRRRGGGGGGHHHHHH ég er að klikkast, mig langar svo mikið í sígarettu að það hálfa væri nóg. Mig er ekki búið að langa svona mikið í sígarettu síðan ég nánast hætti að reykja í janúar (ég reyki sko á fylleríum) eitthvað hefur verslunarmannahelgin farið illa í mig, eða það að ég hef drukkið of mikið því að ég er að drepast, það kemst ekkert annað að í hausnum á mér. Púffffffffffff ég er mjög pirruð núna.
|
djöfull er maður eitthvað drullu þreyttur, ég fór sko að sofa klukkan hálf fimm eða eitthvað og vaknaði síðan klukkan eitt eða eitthvað. Það er reyndar ágætissvefn en maður er samt þreyttur. Við erum að fara í afmæli hjá Aroni litla frænda hans Gunna, hann verður eins árs þann 13. ágúst, sem einhversstaðar í miðri viku. Veit nú samt ekki hvað við gefum honum þarf að fara í Limalindina og kaupa eina afmælisgjöf. jæja verð að fara núna, bæbæ
|

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Ég var dugleg í dag, ég hjólaði í vinnuna sem ég hef dregið geðveikt lengi og ég var komin með samviskubit yfir því að hreyfa mig ekki smá, síðan eftir að ég kom heim þá gerði ég nokkrar styrktaræfingar sem ollu því að ég er að drepast í bakinu, ég þvoði allan þvottinn og núna lítur litla íbúðin mín út fyrir að vera eins og þvottahús af því að ég er að þurrka svo mikinn þvott sem ekki má fara í þurrkara, síðan vaskaði ég allt upp (það var mikið). Mér finnst ég allavega búin að vera dugleg. Það verður hjólað aftur á morgun, og aftur gerðar styrkaræfingar fyrir bumbuna því að hún verður að hverfa fyrir 1.des. annarst er ég 30000 kr. fátækari.
|

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Jæja þá er ég barasta komin heil og höldnu alla leið í bæinn. það er búið að vera helvíti skemmtileg bara, við Gunni lögðum af stað á fimmtudaginn eftir vinnu hjá mér og ákváðum að fara suðurleiðina. Við ákváðum að stytta okkur leið yfir Öxi sem er fyrir austan þannig að við þurftum ekki að fara alla helvítis firðina, ég hélt að ég myndi deyja þá, því að það var svo ógeðslega mikil þoka, hún var þannig að maður sá ekki næstu stiku fyrir framan sig. Á föstudeginum byrjaði Neistaflugið í mjög góðu veðri, við vorum bara að djúsa heima hjá mömmu og pabba, því að við týmdum ekki að borga 4000 kr fyrir okkur bæði, á Karoke kvöld. Við fórum ekki á ball fyrr en á sunnudeginum og þá voru Stuðmenn að spila, helvíti var það gaman, það var svo stappað á ballinu að ef maður fór inn á dansgólfið, þá þurfti maður ekki að dansa því að maður færðist bara með fólkinu og vissi síðan ekki fyrr en að maður var komin af dansgólfinu. Við fórum líka á "Brekkusöng" ef að lystigarðurinn er brekka. En það var helvíti gaman, Gunni og Felix, Búálfarnir, Stuðmenn og margt fleira. Helga Braga átti að vera með "uppistand" en hún sagði tvo brandarar og dansaði síðan einhverja fjóra magadansa sem voru allir eins. Hún sökkaði feitt, myndi ekki nenna að fara á Uppistand með henni aftur, allavega ekki nema að ég myndi vita að hún myndi ekkert dansa. Jæja þá er ég búin að koma með ferðasöguna í mjög grófum dráttum, ég nenni ekki að skrifa meira í bili. bæbæ
p.s. það eru bara 20 dagar til Krítar og ég er búin að kaupa mér bikini c")
|