mánudagur, mars 29, 2004

Ég horfði á Survivor áðan þrátt fyrir að það væri einhver leiðinlegur upprifjunarþáttur alltaf gleymir maður þessum leiðindarþáttum þrátt fyrir að þeir séu alltaf í hverri einustu seríu og maður verður alltaf jafnhissa alveg merkilegt. Ég og Gunni erum að fara austur til mömmu og pabba um páskana við förum 7. apríl og komum aftur 13. apríl ég er farin að hlakka geðveikt mikið til. Kannski maður skelli sér á skíði ef skarðið verður opið you never know eða að maður skelli sér á ball. Verð nú samt að segja ég var nú hálf fúl hélt að ég væri laus við fermingarveislur en nei, nei, það eru bara þrjár fyrir austan hvað er nú það reyndar ætla ég allavega í eina þar sem ég passaði hann (úff, maður er orðinn gamall) og hann bjó líka við hliðina á okkur. Hinar veislurnar eru svona aukaveislur þar sem ég er ekki alveg viss um að ég nenni í en það kemur í ljós. jæja farin að sofa sí jú leider bæbæ

P.S. hvernig finnst ykkur að ég sé farin að myndablogga í leiðinni núna get ég tekið myndir úr skólanum o.s.frv. og kannski dettur mér ekkert í hug við skulum sjá til en á meðan bæbæ
|


Ég er að prufa að myndablogga þannig ég ætla að byrja á að kyssa ykkur öll afþví að þið eruð svo æðisleg að skoða bloggið mitt ;)
|
Jæja haldiði bara að ég hafi ekki bara verið veðurteppt heima hjá mér í morgun þannig að engin leikfimi og enginn skóli hjá mér í dag þannig að við skötuhjúin erum bara búin að liggja í leti ásamt því að þvo þvott, vaska upp og taka pínulítið til hjá okkur. Síðan er það Survivor í kvöld farin að hlakka óheyrilega mikið til sá nefnilega ekki síðasta þátt rétt sá endirinn í gær eða fyrradag þegar hann var endursýndur í þriðja skiptið þannig að ég veit að Ethani var hent út kom mér ekki á óvart verð ég að segja hvað lét sigurvegarana halda það að þeir gætu einhverntímann unnið aftur ég bara spyr mjög einkennilegt verð ég nú að segja en hann var sætastur þannig að hann mátti vera lengst ;) Gæti trúað því að Kathy eða Boston Rob vinni þetta en ég þoli ekki Boston Rob og ég gerði það ekki heldur síðast annars veit maður aldrei hver gæti hætt það hafa tveir hætt nú þegar ein afþví að mamma hennar var að deyja og hin afþví að blygðunarkennd hennar var særð af Richard sem vann fyrsta survivorið hehehe hann kom valla við hana og hún bara lét eins og hann hefði nauðgað henni á staðnum og að enginn hefði gert neitt í málinu. en maður veit aldrei hvað hefur gerst þarna hjá henni hún Sue var hálfleiðinleg verð ég að segja og mér fannst ógeðslega fyndið þegar Tom og Boston Rob sungu þegar hún var farin í burtu hó, hó, the witch is gone heheeh það var sjúklega fyndið en jæja ætla ekki að kveikja í þvottinum í þurrkaranum verð að fara skrifa meira seinna ;) bæbæ
|

sunnudagur, mars 28, 2004

Sælt veri fólkið. Í gær labbaði ég upp á Keilir með Gunna mínum, mömmu hans og pabba og litla frænda hans honum Gunnari Árna sem er 7 ára, djöfull var ég hrædd maður þetta var svo helv.... bratt ég hélt ég myndi deyja þar sem ég er mjög lofthrædd þá var þetta ansi bratt fyrir mig en ég fór upp á topp og var mjög ánægð með það sko ákvað samt að vera ekki stolt af mér fyrr en ég væri komin niður aftur þar sem helmingurinn var algjört hell!! get ekki sagt annað hefði örugglega gengið betur ef maður hefði bara rennt sér á rassinum niður alla fjallshlíðina vegna brattleika. En í gærkvöldi var ég svo sjúklega þreytt að ég var sofnuð klukkan eitthvað 10 í gærkvöldi þannig að ég eyddi laugardagskvöldi í svefn helvíti gott.

Í dag er ég að fara að hérna selja viðskiptablaðið þannig að ef ég hringi í ykkur þá endilega segja já fyrir mig ég er nefnilega fátækur námsmaður þið skiljið. Er samt annsi hrædd um að enginn vilji þetta blað en held sko að það hafi verið hringt í mig vegna þess að mér gekk svo vel að GEFA Moggann sem er svolítið öðruvísi verð ég nú að segja það er sko tvennt ólíkt að GEFA einhverjum eitthvað eða TROÐA einhverju inn á fólk, því að þá fer mér að líða illa sko. En maður vonar bara það besta ;) en jæja ég er farin að klæða mig
|

þriðjudagur, mars 23, 2004

Who is in your celebrity family? by cerulean_dreams
User Name
MomWhitney Houston
DadJohnny Depp
BrotherCarrot top
SisterDrew Barrymore
DogRin tin tin
BoyfriendAshton Kutcher
Best friendCameron Diaz
Created with quill18's MemeGen 3.0!


Hverjum hefði grunað það að einn af sætustu mönnum heims þ.e. Johnny Depp væri pabbi minn það hlaut líka bara eitthvað að vera gat ekki verið neitt annað skiluru þar sem ég er svo falleg ;)
|

föstudagur, mars 19, 2004

Ég er eitthvað svo pirruð í dag ég vaknaði eitthvað þreytt í morgun og er búin að vera geðveikt úrill og pirruð í dag, Gunna til mikillar ánægju ;)
ég og bekkurinn minn bjuggum okkur til heimasíðu og vonandi verður það eitthvað til að koma bekknum saman. mér fannst bekkurinn eitthvað svo sundurslitinn og klíkukenndur núna eftir áramótin en það hefur nú reyndar lagast til mun sem betur fer verð ég að segja. En allavega ég er að fara að æfa á eftir þó að ég nenni því hreint út sagt alls ekki. Það er svo skelfilega leiðinlegt að fara einn og það vill enginn fara með mér eftir að Toffy litla sys fór austur :( en Ásta hefur nú stundum farið með mér en það er samt ekki mikið. En ég og Gunni erum að fara að spila Kana í kvöld við Daða og Gyðu og svo á morgun er ég að fara að vinna við það að bjóða ókeypis áskrift á mogganum þeir eru allt í einu komnir í svo gríðalega samkeppni við DV og Fréttablaðið að þeir reyna eins og þeir geta reyndar verð ég að segja að fyrir mitt leiti þá finnst mér Moggin traustverðugasta fréttablaðið í dag miðað við sögurnar að austan af DV og Fréttablaðinu þegar líkið fannst í höfninni þeir gengu upp að hvaða fólki sem var og spurði það og þegar fólk sagðist nú ekki vita neitt þá sögðu þeir hva, geturu ekki bara sagt eitthvað skiptir ekki máli hvað, halló er ekki allt í lagi með menn. Þannig að ef ég á einhverntíma eftir að kaupa eitthvern svona fréttasnepil að þá mun það vera Mogginn. jæja ætla að fara að þurrka hjá Gunna hann er svo duglegur að vaska upp þessi elska sí jú leider ;)
|

þriðjudagur, mars 16, 2004

halló haldiði ekki að hún Ásta sé nú bara aftur farin að blogga sjáum nú til hvernig það á eftir að ganga;)
En ég er búin að komast að því að ég á ekki að borða brauð ég er búin að stelast of mikið í eitthvað svona brauðkyns og ég prumpa bara og prumpa sem er ekki neitt voðalega lekkert sko og svo kraumar maginn á mér eins og að hekla sé að fara að gjósa það eru svo mikil læti og ef það kemur ekki loft út um óæðri endann þá kemur hann bara upp og ég ropa eins og sé á gæðalaunum við það, ömurlegt.
En einhverjir hafa miskilið hugsunargang minn kannski þarna um daginn með bleyjukallana en það er ekki þannig að ég sé að láta mig dreyma um bleyjukalla eða þá að láta mig dreyma um að vera með bleyju sjálf. En það er ekki þannig heldur fannst mér skrítið að enginn skyldi komment á það að þetta væri ógeðslegt og viðbjóðslegt og hélt þar af leiðandi að öllum öðrum þætti þetta allt í lagi. vildi bara koma þessu á hreint og kom þess vegna með þessa umræðu aftur til að skapa chatt ;) þannig að ég er ekki frík eða ég ætla að vona það allavega ;)
jæja nenni ekki að skrifa meira hérna ekki í bili allavega bæbæ
|

laugardagur, mars 13, 2004

Gleymdi að spyrja að þessu en finnst engum þetta óeðlilegt með bleyjugaurana??? ég er ennþá að hugsa um þetta hvað ef það er bara svona gaur hjá manni í næsta húsi við mann eða eitthvað????
|
Jæja er maður ekki bara búinn að vera duglegur í dag. Ég, Gunni, Mamma og pabbi Gunna löbbuðum upp á Búrfell í dag helv... góður göngutúr verð ég að segja. En maður eru pínulítið lúinn núna eftir þessa göngu hver veit nema að maður labbi Laugarveginn í sumar ég ætla að sjá til ekki búin að ákveða mig ætla allavega að taka þátt í öllum göngutúrum svona til að vera tilbúinn fyrir Laugarveginn ef ég skyldi ætla að labba það.
Ég er að fara að halda kynningu á morgun í Odda, það er Háskólakynningu og ég og Elna verðum saman þar þannig að maður er ekki látinn standa einn eins og auli. En jæja ætla að fara að gera eitthvað annað en að sitja hérna og væla sí jú leider bæbæ
|

fimmtudagur, mars 11, 2004

djöfulsins letilíf er hjá manni núna það er einhver ráðstefna í skólanum þannig að það er bara frí í skólanum hjá manni. Ég á að skila ritgerð á morgun sem á að vera 4 -6 bls. og ég er búin með eina en ég ætla að vakna snemma á morgun og klára þessa ritgerð ég nenni samt svo ekki að klára hana. URRR
Ég fór í pallatíma í dag og ég var svo máttlaus að það hálfa hefði verið alveg nóg fattaði síðan þegar tíminn var eitthvað hálfnaður að ég var ekki búin að borða neitt í allan dag þ.e. einn Cheerios disk, og tvær svona bruður með kotasælu þannig að ég gat varla lyft upp löppunum sem var ömurlegt en ég svitnaði samt alveg helling sem ég held að merki að það hafi eitthvað farið c",). En jæja kannski að maður eigi að fara að sofa þannig að ég vakni einhverntímann á morgun til að klára þessa helv.... ritgerð
|

sunnudagur, mars 07, 2004

Úff how lazy can you get segi ég nú bara ég er að springa úr leti akkúrat núna og geispa og geispa eins og ég sé á launum við það. Ég var hjá ömmu og afa í sveitinn um helgina þannig að ég er örugglega ekki léttari en þegar ég fór austur fyrir fjall. Mamma kom á fimmtudaginn við fórum saman til ömmu og afa og S.Kolla frænka mín og Grímur sonur hennar fóru líka með, síðan fórum við í Ásatún til Gríms bróðir hennar mömmu og ég sá litlu sætu nöfnu mína þannig að ég mun hér eftir heita Laufey nafna ;) en hún er nú ekki skírð eftir mér við erum skírðar eftir sömu konunni sem hét Laufey :) (þetta sagði sig nú svolítið sjálft :o$)
Djöfull er Gunnar í Krossinum fáránlega klikkaður hann segir Guð í öðruhverju orði er sko að horfa á mann á mann og hann predikar og þetta viðtal hljómar í mínum eyrum Guð, Guð og Guð og ég þakka Guði og aftur guð, drottinn o.s.frv. Sigmundur er orðinn rauður í framan og mótmælir honum eins og hann getur. Ég sá nú Gunnar einu sinni í Hagkaup að kaupa einhvern bannaðann tölvuleik handa krakkanum sínum og sá hann síðan stuttu seinna vera að segja að bækurnar um Harry Potter væru frá djöflunum hef aldrei haft neitt álit á þessum manni og mun örugglega aldrei fá gott álit á honum, hann er ofsatrúi ég meina hver fyrirgefur morðingja mömmu sinnar af því að Guð segir manni að gera það. Ef mamma mín væri drepin þá myndi ég örugglega leita þann mann uppi og drepa hann, ég myndi allavega aldrei fyrirgefa honum.
farin í bili sí jú leider
|