þriðjudagur, janúar 30, 2007

Gráti næst....



Ég er gráti næst eftir leikinn hjá strákunum áðan. Ég nötraði þegar var komið í ljós að það yrði framlenging. Þvílík spenna hef sjaldan upplifað annað eins. En eins og þið sjáið ef þið lítið í hægra hornið þá er ég sannur stuðningsmaður íslenska landsliðsins. En þetta er ekki búið enn við eigum enn leik á móti Rússum og við vinnum þá þá held ég að það sé besta frammistaða Íslands í heimsmeistarkeppni hingað til (ekki alveg viss samt).

Kveð að sinni
Laufey

|

London nálgast...


Gunni er farinn til London fór á Sunnudaginn verð nú að viðurkenna það að ég átti nú bara soldið erfitt með að sofna þegar það vantaði stóra bangsann í rúmið ;). En það hafðist á endanum og síðan var ég svo hrædd um að sofna að ég vaknaði hálftíma á undan vekjaraklukkunni sem hefur ekki gerst síðan ég veit ekki hvenær og þá var mig farið að dreyma að ég væri að sofa yfir mig og að klukkan væri búin að snúsa og snúsa. Ekkert smá óþægilegt. En í morgun var ég næstum búin að sofa yfir mig. Þarf að fara að koma mér í vinnuna ef ég ætla ekki að mæta of seint.

Kveðja
Laufey
|

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Sjónvarpsefni....

Ég verð nú bara að segja núna þegar ég er búin að vera heima núna í gær og í dag þá er bara ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu á daginn. Lenti inni á Skjár einn + áðan og guð minn almáttur var ekki kominn enn einn sjónvarpsmarkaðurinn algjörlega hrikalega skelfilega leikið og allt greinilega eftir handriti. Ekki dettur mér í huga að kaupa af þessum mönnum virkar bara eins og eitthvað svindið. Mæli samt með því að fólk líti á þennan þátt því að hann er það skelfilegur.


Til dæmis var verið að selja þessa hnífa og ó mæ god "hver kannast ekki við að vilja aðeins þykkari sneiðar en úr bakarí og þá kaupir maður óskorið brauð en þá á maður það til að skera sneiðarnar of þykkar en þá kemur nú þessi brauðsög sér vel" lá bara í kasti þegar ég var að horfa á þetta. Hrikalega hallærislegt langt síðan ég hef séð svona hallærislegt sjónvarpsefni hehehe

|

miðvikudagur, janúar 24, 2007

ÁFRAM ÍSLAND og Streptokokkar


Já ég fylgist spennt með HM í handbolta og þetta er ekkert smá spennandi. Leikurinn á móti Frökkum var bara geðveikur. Ég skal fúslega viðurkenna það að ég var algjörlega búin að gefa þá upp á bátinn. Sá bara strákana okkar vera að koma heim með fyrstu vél. Úff hvað það hefði verið hrikalega svekkjandi. En mikið hrikalega langar mig til að fara þarna út og styðja mitt lið.

Er reyndar núna að taka pensilín við Streptokokkum ekki gaman. Fór ekki í vinnuna útaf þessum andskota veit ekki hvort ég fer heldur í vinnuna á morgun. Fer allt eftir hvernig hálsinn verður. Ég er sko ekki með nein fleiri einkenni bara vonda hálsbólgu eins og einhver sé með prjón og stingi svona reglulega í hálsinn á mér algjört ógeð.
Kemur allt í ljós ef hálsinn verður eins og hann er núna þá ætla ég ekki að fara þetta er bara virkilega vont.

Jæja kveð að sinni
Laufey
|

sunnudagur, janúar 21, 2007

Göngum, Göngum....



Ég, Gunni, Jónína og pabbi Gunna gengum upp á Helgafell í dag í yndislegu veðri. Sólin skein og það var svo fallegt útsýnið yfir höfuðborgarsvæðið. Fyrir utan risastórt álver sem á að fara að stækka í Hafnarfirði. Það stakk soldið í stúf við allt þetta fallega útsýni. Held reyndar að þetta myndi líta út eins og hver önnur verksmiðja ef tankarnir væru ekki málaðir röndóttir í rauðu og hvítu.



Ætla að setja nokkrar myndir hérna af útsýninu frá svæðinu í kringum Helgafell þessar myndir voru reyndar teknar í fyrra. Gunni er ekki búinn að setja hinar inn á netið. En ég skipti kannski um myndir þegar þær hafa verið settar á netið.



Gunni tók þessa mynd fyrir næstum ári síðan. Þá gengum við hringinn í kringum Helgafellið. Með allri fjölskyldunni hans Gunna.

Blogga meira síðar.




|

laugardagur, janúar 13, 2007

Ég er byrjuð að vinna aftur það er alveg hreint ágætt verð ég að segja. Hef reyndar stórar fréttir er að fara til London í byrjun febrúar. Gunni er sko að fara á námskeið 29. janúar og verður á námskeiði þangað til. Ég ætla síðan að fljúga til hans á föstudeginum og við ætlum síðan að fljúga aftur heim á sunnudeginum. Er nú reyndar pínu ponsu stressuð að fara svona ein hef sko aldrei gert það áður. En þetta er bara hjálpar mér að taka af skarið eitthvað sem ég er ekki dugleg við að gera. Ok kannski allt í lagi að fljúga en að þurfa að taka lest er ég mikið stressaðari fyrir en það er kannski útaf því að ég er ekki vön að taka lest. Er það ekki alltaf þannig að þegar maður hefur ekki gert eitthvað þá er maður ponsu skelkaður við það? Það er allavega hjá mér. En þetta hlýtur allt að reddast. Alla vega er ég líka orðin drulluspennt að fara út hlakka til að komast í uppáhaldsbúðina mína og bara á Oxford steet. Hlakka ekkert smá til. Jæja farin að vaska upp. Uppvaskið farið að safnast upp hjá manni enn eina ferðina óþolandi að hafa ekki uppvöskunarvél ef einhvern langar til að vera hrikalega ofsalega viðbjóðslega góður við mig þá má hann gefa mér uppvöskunarvél heehehe, Nei bara að grínast.

Sjáumst síðar
skrifa kannski frá London eða fyrr hver veit ;)
|

laugardagur, janúar 06, 2007

Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna



já Jólin eru búin og ég er aftur farin að vinna. Mitt helsta áramótaheiti er að mæta á réttum tíma í vinnunna fyrsta vikan byrjaði ekki vel verð ég að segja ég er búin að mæta fimm yfir réttan vinnutíma skammast mín ekkert smá. Ég hafði það bara gott hjá mömmu og pabba um jólin og fékk mikið fallegt í jólagjöf og vil ég bara nota tækifærið hérna til að þakka innilega fyrir mig og okkur og öll jólakortin. Reyndar verður niðurskurður núna þeir sem ekki sendu kort núna fá ekkert kort á næstu jólum. Það er ekkert smá dýrt að senda jólakortin frímerkin kostuðu 2000kr. Það var ódýrara að senda tvo jólapakka á Nobban heldur en að senda jólakort.

Við nutum áramótanna með Tengdó og Jónínu og fjölskyldu borðuðum yndislegan mat og horfðum á sæmilegt áramótaskaup. Fannst nokkur atriði góð í því aðallega atriðin með Jóni Gnarr og Þorsteini Guðmundssyni sem eru náttúrulega bara snillingar í sinni stétt ;)

Jæja ætla að fara að borða pizzu með Gunna mínum kveð að sinni

|