miðvikudagur, janúar 28, 2004

Mikið ógeðslega var gaman á þorrablótinu eða ég skemmti mér allavega vel, kannski vegna mikils magns af Baccardi í kók.
Ég eða Gunni réttara sagt þar sem hann átti peninginn gerði gríðalega góð kaup í dag ég keypti mér nýja erobick skó þar sem hinir voru orðnir eins og ég veit ekki hvað, ég veit ekki heldur hvort að ef ég hefði verið í þeim mikið lengur hvort botninn myndi detta undan þeim, en þetta voru Nike skór og þeir voru á 60% útsölu í Intersport en þeir áttu að kosta næstum 10000 kall en ég fékk þá á einhvern 4000 kall finnst ykkur þetta ekki bara kjarakaup?
Díses ég var í gítartíma í dag og það er svo ógeðslega gaman en ég er svo helvíti aum í puttunum að það hálfa væri nóg, mér líður svona eins og ég sé algjörlega tilfinningarlaus í fingurgómunum en ég samt með einhver svona doða í þeim, helvíti óþægilegt ;)
Rósa vinkona virðist ekkert ætla að fara að blogga kannski er ekki talva á heimilinu þar sem hún er eða hún hefur ekkert komist inn á netið þetta kemur allt í ljós en vonandi fer hún nú að blogga og segja frá því hvað er að gerast í Þýskalandi :) Gó Rósa Gó
|

laugardagur, janúar 24, 2004

hæ hæ jæja þá er ég bara komin til mömmu og pabba. ég er að fara á þorrablót í sveitinni hef ekki farið þangað síðan fyrir fjórum árum eða eitthvað en þá flutti ég suður og ég er búin að fara einu sinni síðan þá þannig að þetta er í fjórða skiptið þannig að þetta verður bara gaman og ég ætla að jamma langt fram á kvöld (ath. jamma = djamma, þetta er ekki stafsetningarvitleysa ;)) jæja er að fara inn í miðbæ til vinkonu hennar mömmu við eru að fara að setja í trogið bæbæ
|

sunnudagur, janúar 18, 2004

Núna er Rósa Berglind vinkona mín farin til Þýskalands sem aupair, djöfull ég eftir að sakna hennar maður minn en ég kannski heimsæki hana bara þangað í sumar kemur í ljós fer allt eftir vinnunni sem ég verð í c"). En hún er farin að blogga pínulítið stelpan en hún var reyndar eitthvað óörugg með þetta þannig að það kemur í ljós hvort hún eigi eftir að nýta sér þetta ;) við skulum bara sjá til.
|

laugardagur, janúar 17, 2004

Ég og Gunni fórum til Daða og Gyðu að horfa á úrslitaþátt Idolsins og þar vann Kalli Bjarni með miklum yfirburðum eins og allflestir íslendingar vita þegar þeir lesa þetta en það sem ég ætlaði að fara að segja var það að auðvitað kaus ég hann Gunni og Gyða kusu bæði Jón en það virtist ekki duga ;) ég er sko búin að halda með Kalla frá upphafi og hef aldrei misst trúna á honum, þannig að ég hef reynst sannspá allan tímann þegar ég sagði við Gunna og Dóra að ég héldi með honum í 32 manna úrslitunum þá var bara þaggað niður í mér og sagt að hann væri ömurlegur en ég hafði bara rétt fyrir mér allan tímann hehehe. Mér fannst Anna Katrín áberandi lélegust og Kalli og Jón báðir mjög góðir, Anna Katrín hefði átt að detta út fyrir löngu síðan verð ég nú bara eiginlega að segja en jæja þetta er búið og ég fer bara að fylgjast með einhverjum öðrum raunveruleikasjónvörpum eins og Survivor sem er bráðum að fara að byrja en jæja er orðin drulluþreytt ætla að fara að sofa bæbæ
|

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Var að koma af Lord of the Rings: Return of the King og djöfulsins snilld var hún það var sko stutt á milli hláturs og gráturs, alla hefði ég þurft að hafa með mér lítinn vasaklút en hún er snilld verð ég að segja bara aftur ætla ekki að segja meira ef einhverjir eiga eftir að sjá hana. ;)
|

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Hvað haldiði ég er byrjuð að læra á gítar og ég kann alveg tvo hljóma og aldrei hafði mig grunað hvað það væri erfitt að spila á gítar ég er gjörsamlega að drepast í puttunum ég er komin með marbletti á fingurgómana. Kennarinn minn er Vignir í Írafár og hann er bara mjög klár á gítar sko og hann er líka bara mjög skemmtilegur.
|
ég ætla aðeins að halda áfram að tala um raunveruleikasjónvarp því að nú er hægt að sjá hverjir eru í survivor all- star og viti menn uppáhaldið mitt er þar hann Rubert, hann er ekkert smá mikil dúlla ég er bara strax farin að hlakka til. Áfram Survivor
|

þriðjudagur, janúar 13, 2004

fyndið sama hvaða raunveruleikaþáttur er í sjónvarpinu maður dettur alltaf ofan í þetta á einhvern hátt núna er ég búin að sitja föst að horfa á Paradise Hotel í Popptíví sem snýst eingöngu um það að sofa hjá sem flestum en það er eitt í þessum þætti sem ég hreinlega skil ekki hvernig í ósköpunum gátu þær valið þennan Dave sem er alveg ljótastur af öllum held ég hafi bara ekki séð svona ljótann mann get svarið það og svo eru allir ógeðslega leiðinlegir við hann og maður bara vorkennir honum. En svo ég haldi nú áfram að telja upp þessa þætti sem ég sit föst yfir þá er það náttúrulega Survivor þegar það er og núna það nýjasta American Topmodel, mér hefur ekki ennþá tekist að festast yfir Bachelor eða Johnny the millioner sem nodabene er algjörlega sá heimskasti maður sem ég held að sé til og heldur hann einhverntímann að hann nái sér í gellu eftir þetta, held ekki c"), 70 mínútur eru líka hrein snilld en ég tel það svona með vegna þess að það er hálfgerður raunveruleikaþáttur.
|

mánudagur, janúar 12, 2004

Ég sit hérna og er að horfa á American Topmodel og ég er búin að vera aðeins að fylgjast með þessu og ég hlæ alltaf af þessum heimsku stelpum og síðan er ein þarna sem talar alltaf með samanbitnar tennurnar og það er algjörlega ömurlegt að hlusta á hana og núna er einhver stelpa sem hafnaði því að fara í Indverska sendiráðið og hitta alla helstu tískufrömuðina til að skamma kærastann sinn og væla eitthvað í honum. Ég hefði ekki gert þetta ég hefði bara hringt þegar ég kæmi til baka.
|
Jæja sælt veri fólkið nú er maður loksins búinn að jafna sig eftir helgina, fór sko á jammið með Jónínu systir hans Gunna og vinkonum hennar á laugardagskvöldið og það var alveg ógeðslega gaman þá sko en Sunnudagurinn var ekki alveg eins skemmtilegur þ.e. ógeðslega þunn ælandi eins og múkki var boðið mat til tengdó stakk einum bita upp í mig og þurfti síðan að hlaupa á klósettið og æla skemmtilegur matargestur eða hitt þó heldur, ég reyndi samt að borða eitthvað eftir þetta. En dagurinn var alveg ömurlegur eða með öðrum orðum ónýtur.
|
Eins og þið ajáið þá er ég búin að breyta pínulitlu á síðunni minn, það fór svo í taugarnar á mér að það sem ég linka á var svo líkt hinum stöfunum að lit þannig að ég breytti því og núna þegar það kemur bleikt þá er hægt að klikka þar á.
|

laugardagur, janúar 10, 2004

Helvíti góð tilviljun þar sem hann leikur Fróða í Lordaranum og Fróði er lítill eins og ég. Við verðum fullkomin hjón ;)

You are Going to marry Elijah wood. He will always
respect you and your friends. His cute face and
big blue eyes are also a plus. Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (10 results that have pics!)
brought to you by Quizilla
|

föstudagur, janúar 09, 2004

halló halló haldiði að hún Kristín Óla sé ekki bara farin að blogga? hún er með mér í skólanum helvíti hress skinka eins og síðan hennar og vinkonu hennar heitir þær vilja nú helst láta kalla sig gæðaskinkur en mér finnst þetta vera meira svona Bónus. Nei nei ég er bara að grínast þær eru bara helvíti góðar verð ég að segja.
|

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Ákvað að taka líka hvaða klassíska mynd ég væri og sjáiði bara


Þetta lýsir mér líka mjög vel ;)
|
Nú má fólk sko fara að vara sig þar sem mitt innra eðli hefur komið í ljós


hehehehehe ég er svo grimm eitthvað og ég HATA GYÐINGA ;) nei bara að djóka mér líkar ágætlega við þá ;)
|

sunnudagur, janúar 04, 2004

|
Úff hvað maður er búinn að éta yfir sig á hverjum degi síðan 24. desember það hefur ekki verið einn dagur þar sem maður hefur ekki étið yfir sig þá annaðhvort af mat eða nammi. Þetta er alveg óþolandi, en jæja á morgun ætla ég að fara að fara eftir þessum matseðlum hjá hreyfingu en ég ætla að ná af mér 10 - 15kg. en það eru kílóin sem ég hef bætt á mig síðastliðin 4 ár og nú skulu þau fara. Ég er að spá í að gera skipulag, en eins og þeir vita sem þekkja mig þá kann ég ekki að fara eftir skipulagi, en ég er mjög klár í að búa til skipulag. Síðan er ég að spá í fara austur í enda mánaðarins á þorrablót og éta yfir mig eins og venjulega;) en ég er líka að spá í að detta í það langt síðan ég hef gert það. En jæja er að hugsa um að fara að gera eitthvað af mér við sjáumst síðar.
|

fimmtudagur, janúar 01, 2004

sælt veri fólkið og gleðilegt nýtt ár, ég verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með skaupið í ár, þetta er í fyrsta skipti sem ég stend upp frá skaupinu vegna þess að það er svo leiðinlegt. Við höfðum það bara rólegt og fórum bara heim Dóri og Þórður komu í heimsókn og við sátum bara hérna og drukkum það var mjög fínt. En jæja hvað á maður svo að gera á nýju ári, áramótaheitið mitt er að nota kortið sem ég keypti í Hreyfingu þannig að ég verði grönn ;o)
|