mánudagur, júní 30, 2003

alveg tíbískt um leið og ég byrja að kvarta yfir einhverju um bloggerinn og er síðan búin að publishera þá gengur það svo vel að það hálfa væri nóg en jæja þá er þetta komið í lag ;)
|
Eitthvað vesen hjá mér með bloggið ég var búin að finna svona shout outs því að þetta er alltaf að detta út hjá mér og eitthvað vesen og þá vill þetta bara hreinlega ekki publishera þá meina ég að bloggerinn vill alveg publishera en hann er svo hrikalega lengi að þessu að ég nenni ekki að bíða eftir þessu
|

laugardagur, júní 28, 2003

Þetta er alveg ógeðslega fyndið hahahahahahaha verður að hafa hátalara á hahahahahahahaa
|
Fyrir

Eftir


já og nú spyr ég er þetta virkilega sama manneskjan og ef svo er hvað var hún eiginlega að borða ????????? hún Cristina Aguilera er orðin breytt í útliti vá ekkert smá og ég sem ætlaði að verða eins og hún í vextinum hehehee en viti menn hún er orðin eins og ég í vextinum.
|

föstudagur, júní 27, 2003

haldiði bara að ég hafi ekki bara getað lagað þetta marr og Gunni kíkti á þetta og sagðist ekkert geta gert í málunum hehehehe ég er klárust í heimi, hehehehe og ég er á leiðinni til Krítar í ágúst bara vegna þess að Gunni fékk styrkinn sem við erum búin að bíða eftir jibbí núna verður tekið á og bumban verður að fara að minnka fyrst að maður þarf að fara að spóka sig í bikiníi (ég ætla ekki að vera í sundbol) jæja núna er það harkan sex
|

fimmtudagur, júní 26, 2003

djofulsins bloggerinn er eitthvad faranlegur tad eru ekki islenskir stafir tannig ad eg geri tetta bara sona, djofull er tetta pirrandi, vonandi ad tetta komist i lag :c(
|
hey blogger er búinn að breyta lúkkinu helvíti flott verð ég að segja nema þar sem postarnir koma þar eru ekki sýndir íslenskir stafir og þar eru bara spurningar merki en það er allt í lagi maður getur bara í eyðurnar ;c)
|

mánudagur, júní 23, 2003

var að koma úr bíó af myndinni 2 fast 2 furious drullugóð mynd sko, það eina sem eyðilagði myndina var að það var einhver óþolandi grúppa af gelgjum og þau voru að tala allan tímann og reyna að vera ógeðslega fyndin en að mínu mati var það ekki að ganga hjá þeim. En ef það er eitthvað sem ég þoli ekki í bíó þá er það þegar fólk er að tala út alla myndina það er gjörsamlega óþolandi, það ætti að koma auglýsing áður en myndin byrjar sem er eins og gsm auglýsingin "vinsamlegast slökkvið á farsímunum" og það ætti að koma sona kall sem segir "vinsamlegast lokið á ykkur þverrifunni á meðan myndin er" , get svarið það átti bara eftir að snúa mér við og snúa upp á hálsinn á stelpunni fyrir aftan mig, óþolandi að geta ekki notið myndarinnar vegna þess að það er eitthvað fólk sem kann ekki að haga sér í bíó. jæja farin að sofa og góða nótt.
|

sunnudagur, júní 22, 2003

Jæja þetta gekk nú bara alveg rosalega vel í gærkvöldi, í nótt og í morgun smá grátur svona fyrst en síðan bara kátur. Gunni var líka með mér þannig að ég var ekki ein. En ég svaf mjög lítið í nótt, svaf við hliðina á honum og vaknaði við minnsta þrusk, var sko með einhverjar áhyggjur með það að sofna svo fast að ég myndi ekki vakna. Hann vaknaði klukkan sex en sofnaði síðan aftur og svaf til klukkan átta við erum búin að vera vakandi síðan ég og hann (reyndar Gunni líka en hann er búinn að vera að reyna að sofa) við skemmtum okkur bara mjög vel í morgun verð ég að segja og gerum enn hann er hérna ennþá þangað til að pabbi hans kemur að ná í hann en hann var í brúðkaupi í gærkvöldi og ég bauðst til að hafa hann lengur þannig að pabbi hans væri ekki þunnur því að hann á að sjá um hann vegna þess að Jónína mamma hans var á næturvakt, s.s. gengur bara rosalega vel. :c)
|

laugardagur, júní 21, 2003

hahahahahaha get ekki annað en hlegið að þessu, þetta hlýtur að vera síðbúið aprílgabb hahahahahaha
|
Þetta hlýtur að vera ógeðslegasta tilfinning sem maður getur fundið fyrir oooooojjjjjjjjjjj
|
hahahahahahaha ég er svo mikil kvennréttindarkona eða feministi í mér að ég steingleymdi því að það væri kvennahlaup í dag hahaha fór bara eitthvað inn á mbl.is og sá þá þar að það hefði verið kvennahlaup, ekki það að ég hefði sofið yfir mig í þetta kvennahlaup hvort eð er ef ég hefði ætlað að fara hahahahaha
|
Jæja farin að hlakka svolítið til en samt kvíða svolítið fyrir kvöldinu. Nú þannig er mál með vexti að ég er að fara að passa hann Aron Elí litla frænda hans Gunna og hann ætlar að fá að gista, hann er 10 mánaða og það hrærast svo margar spurningar í höfðinu á mér núna og ég get ekki svarað einni af þeim, dæmi um spurningar: hvað ef hann vill ekki sofna, hvað á ég að gefa honum að borða o.s.frv. en þetta reddast alveg örugglega þetta verður bara ágætis æfing fyrir mig þegar þar að kemur einhverntímann ;c) kannski verð ég bara komin úr þjálfun aftur. hehehehe
|

föstudagur, júní 20, 2003

Jæja fór inn í Reykjavík á 17. Júní eftir að Gunni hafði sofið vel til klukkan að verða fimm en þá fórum við til mömmu hans og pabba og fengum þar að borða grillmat sem var alveg rosalega góður. síðan um níuleytið fórum við inn í R.vík og horfðum á Birgittu Huggdal, Dáðadrengi, Búdrígindi og Yasmin sem var svolítið fyndið hún var búin að semja einhvern fáránlegan dans við þau hallærislegustu lög sem ég hef heyrt og þetta voru tvö lög og það fyndnast að þegar hún var búin að syngja seinna lagið þá sagði hún "og síðan eitt gamalt og gott" og byrjaði að syngja seinna lagið og það hlýtur að vera mjög gamalt því að ég hef aldrei áður heyrt þetta lag það hlýtur bara að vera frá því að tölvupoppið byrjaði á 17. öld. og síðan ætlaði ég að horfa á Indversku prinsessuna en það fór að rigna svo ógeðslega mikið að við ákváðum að fara bara heim og leigja video. En djöfull hefði ég viljað sjá hana og athuga hvort að hún myndi detta aftur og missa hárkolluna eins og í fyrra sem var mjög fyndið.
|

þriðjudagur, júní 17, 2003

hæ hó jibbíjei og jibbíjæjei það er kominn 17.júní en það er ekki mikil rigning hérna í Garðabænum en þessi 17.júní hjá mér er búinn að vera hálfsúr allavega hingað til, sko Gunni er bara búinn að liggja uppi í rúmi í allan dag, reyndar skil ég hann mjög vel hann var að vinna alla helgina þannig að þetta er helgarfríið hans og það er eins gott að sofa út þennan eina dag (held reyndar að hann sé að reyna að vinna upp svef fyrir bæði laugardag og sunnudag) :c) en ég ætla að vona að við eigum eftir að gera eitthvað í kvöld ég nenni ekki að hanga heima allan daginn (enda er ég mikið fyrir það að Gera eitthvað sem er ekki eins vinsælt hjá kallinum) það eru einhverjir tónleikar í kvöld kannski að maður kíkji eitthvað á þá kemur í ljós. bæbæ nenni ekki meir í dag og gleðilega Þjóðhátíð :c)
|

sunnudagur, júní 15, 2003

ef ég á einhverntímann eftir að gifta mig þá ætla ég að láta hljómsveitina punk kittens spila helvíti góð hehehe
|

laugardagur, júní 14, 2003

jæja kvöldið var alveg frábært við komum upp í Öskjuhlíð klukkan eitthvað átta og þá vorum við bara örfá mætt en það mættu allir og með makana sína nema Helgi Friðmar Nobbari með meiru, hún guggnaði eitthvað þegar það var minnst á keilu. Við fengum að borða þarna upp í hlíðinni þessa fínustu nautaskósóla (nautasteikin var elduð of mikið) og franskar ég segi nú bara Argentína hvað. Síðan var skundað í keilusalinn og djöfull sökka ég í keilu og þetta var parakeppni og Gunni bara eitthvað að djóka með tvær kúlur og eitthvað sem skullu saman og lentu báðar út í rennurnar og hitti hvorki skít né keilu. ég náði einu sinni að fella allt í tveimur skotum reyndar en halló ég sökka í keilu. En þetta var gott kvöld fullt af fríu áfengi og keila sem ég sökkaði í og fékk engan bikar ;c(. En ég fór full heim að sofa og svaf til klukkan fjögur í dag. En Gunni fór líka fullur heim en hann þurfti að mæta í vinnu í morgun klukkan átta.
|

föstudagur, júní 13, 2003

jæja núna er komið helgarfrí og síðan vinna í einn dag og síðan aftur frí þetta er endalaust frí verð ég að segja og afhverju var ekki bara gefið líka frí á mánudaginn fyrst að það er frí aftur á þriðjudaginn? en það verður örugglega rosalegt stuð í kvöld því að ég og Gunni erum að fara út að borða og síðan í keilu í boði litalínunnar og það er parakeppni þannig að það er eins gott að standa sig marr. en þetta er allt í lagi Gunni er helvíti góður í keilu þannig að ég græði á því (held ég) jæja nenni ekki að skrifa meira í dag skrifa kannski á morgun sjáum til hvað ég hef að segja ;c)
|

miðvikudagur, júní 11, 2003

Ahhhh ég var bara snemma búin í vinnunni í dag var komin heim tíu mínútur í fimm og ég á að vera að vinna til fimm og ég var á hjólinu. Foreldrarnir eitthvað kátir vegna góða veðursins koma bara geðveikt snemma að ná í börnin. duglegir foreldrar :c). ég fór í gær og keypti mér regngalla bara svona ef það skildi rigna þá nenni ég ekki að hjóla í mígandi rigningu og koma annaðhvort rennandi blaut í vinnuna eða heim úr vinnunni annars hjóla ég svo hratt að rigningin nær mér ekki (smá djók) ég fór að sofa í gær eitthvað um klukkan hálf eitt í nótt og ákvað þá að leggjast upp í rúm að lesa og bíða eftir Gunna því að hann var í snóker með strákunum en ég bara man ekki eftir mér fyrr en klukkan 7 í morgun þegar vekjaraklukkurnar fóru að öskra á Gunna og varð þá eiginlega bara hissa á því að hann væri komin hann hefði þess vegna getað verið nýkomin heim og ég ekki tekið eftir því og ég er drulluþreytt núna er að hugsa um að leggja mig pínulítið núna og kannski þvo síðan smá þvott sé til hvað ég geri við sjáumst ;c)
|

þriðjudagur, júní 10, 2003

verð að segja að mér finnst ekkert eins óþolandi og að fara inn á síðu og þar glymur eitthvað lag aftur og aftur endalaust á meðan maður er að skoða síðuna ég tek dæmi á Barnalandi er önnur hver síða með tónlist og í flestum tilvikum er sama lagið með stubbunum ok voða sætt í smá tíma en ef maður er að skoða myndir eða vefdagbókina þar þá er maður orðinn gegnumsýrður af einhverjum stubbum. jæja læt það nú vera að hafa þetta á barnalandi en þegar fullorðið fólk er farið að setja tónlist á síðuna hjá sér þá blöskrar mér alveg. Í guðanna bænum ekki setja þá lagið á síðuna hjá ykkur nema þannig að það verði kannski bara á forsíðunni á síðunni ykkar.
|
Djöfull er þessi flottur með 1,6 metra langt skegg hehehe
|

sunnudagur, júní 08, 2003

Jæja núna get ég sagt frá leyndarmálinu en við vorum að gæsa Gyðu kærustuna hans Daða (sem er vinur Gunna) í gær. Það var rosalega gaman sérstaklega vegna þess að ég og Kristín vinkona hennar höfðum farið með hana kvöldið og haldið platgæsapartý fyrir hana sem var alveg ömurlegt og við vorum bara tvær "það komst engin annar" síðan heyrðum við daginn eftir að hún hefði bölvað þessu í sand og ösku því að þetta var alveg ömurlegt.(skil hana mjög vel) en daginn eftir þá bættum við úr þessu og við komum allar sem vorum með í þessu. Það kætti hana alveg rosalega og hún var mjög fegin að allir skildu mæta og við höfðum það gaman allan daginn. Fyrst fórum við með hana upp í mjódd því að það var fullt að fólki þar og eitthvað um að vera held að Bylgjulestin hafi verið að byrja. Síðan létum við hana labba og hlaupa niður laugarveginn og gera sig að fífli þar. síðan fórum við í kolaportið og keyptum okkur allar stór og ljót gleraugu. þaðan fórum við fyrir framan alþingishúsið og þar var verið að gæsa og steggja fleiri. þaðan fórum við heim til mömmu og pabba Gyðu og fengum að grilla þar og búa okkur fyrir kvöldið en þaðan var síðan ferðinni heitið á Ölver. En viti menn Laufey varð bara lasin um 10 leytið en þraukaði þó til eitt en var þá bara farin að skjálfa og orðið ógeðslega óglatt og fór þá bara heim. (ÉG ER ÓGEÐSLEGA FÚL) þannig að þetta var bara svona tíbískt djamm hjá mér ef það er búið að vera eitthvað stress hjá mér þá verð ég bara veik. :c((( Gunni kom síðan heim alveg miður sín því að hann hafði þá hitt stelpurnar og Gyða hafði sagt að ég hefði sagt að ég mætti ekki vera lengur úti að hann hefði sagt það við mig en það er ekki rétt. en jæja nenni ekki að skrifa meira núna bæbæ
|

laugardagur, júní 07, 2003

Djöfull er ég ógeðslega sammála mömmu og Toffy systir það er alveg óþolandi þegar maður fer á ball með sveitaballahljómsveit og það er eitthvað gamalt fólk sem kann bara að dansa gömlu dansana og eins og allir vita þá er ekki hægt að dansa gömlu dansana við Final Countdown. En þetta fólk það reyndir eins og það getur eða sest niður og blótar hljómsveitinni vegna þess að það er ekki hægt að dansa við þessa tónlist ég held að þetta fólk ætti nú aðeins að hugsa sinn gang og hugsa í núinu ekki í fortíðinni maður eldist hraðar við það ( það er mín skoðun allavega)
|

fimmtudagur, júní 05, 2003

þessu hef ég aldrei lent í fyrr ég fékk ímeil í dag frá einhverjum gromsa með subjectinu "Arrrrgggg" og hann/hún segir eitthvað "Hvernig finnst þér þessi" og ég sendi honum/henni til baka "hver ert þú eiginlega" og þá sendi hann/hún aftur ímeil til mín og skrifar eitthvað "Sá að þú varst að skrifa á netinu um gamla karlin (nakta )" ég er nú eiginlega ekkert sátt við að einhverjir ókunnugir séu að senda mér bara póst út í bláinn þetta er nú hálf skuggalegt. Hvað kemur honum eða henni við hvað ég er að skrifa á síður einhverja annarra og ég spyr sjálfa mig að því afhverju ég það voru eitthvað 8 manns sem kommentuðu á þetta hjá Gunna. ætli að hann hafi sent póst á alla? það er spurningin þætti gaman að vita það. Þetta er stórfurðulegt.
|
sælt veri fólkið hef ekki frá miklu að segja en ég er búin að vera þreytt alla vikuna eftir þetta mikla partý síðustu helgi. mig langar bara til að sofna allstaðar þar sem ég sest eða leggst þetta er algjörlega fáránlegt verð ég að segja sko. Annars er ég að fara á fund á reyndar að vera mætt í þessum skrifuðu orðum en ég er að býða eftir að Gunnsi minn komi heim hann er að vinna ennþá. vonandi fer hann nú að koma. get ekki sagt á hvaða fund ég er að fara fyrr en eftir helgi. en ég lofa að segja ykkur frá því þá. jæja nenni ekki að skrifa meira er svo þreytt. bæbæ
|

þriðjudagur, júní 03, 2003

Til hamingju með afmælið Pabbi hann lengi lifi húrra húrra húrra ;c)
|

mánudagur, júní 02, 2003

þetta er algjör snilld hehehehehehe það er algjört möst að hafa hátalarann á :c)
|
jæja það er búið að vera ógeðslega gaman hjá mér um helgina það var bekkjarmót og við hittum fullt af krökkum sem við höfum ekki hitt síðan þá sko bara. Á föstudeginum þá hittumst við allur bekkurinn og átum pizzu og drukkum saman (mikið hehehe) klukkan eitt þá voru nánast allir komnir á peruna og fóru upp í rútu sem beið okkar og á barinn það var helvíti mikið stuð en klukkan að verða þrjú þá fórum ég og Anna Karen og vorum samfó heim því að við vorum báðar orðnar peðölvaðar (sem var gaman). Á laugardeginum vaknaðið ég klukkan 10 (við skulum ekki orða það að ég hefi verið þunn frekar full ennþá) en klukkan eitt var mæting í barnaskólann og þvílík breyting á einum skóla síðan ég var þar vá. Eftir það var stormað upp í íþróttarhús og farið í leikfimi það var líka helvíti gaman. síðan vorum við langmestann tímann að reyna að fá strákana til að vera með í kappróðrinum en þeir voru ekkert á því að gera það vegna þynnku en á endanum létu þeir undan og þeir sem ekki voru í róðrinum stóðu á bryggunni og öskruðu sig hása (það gerði ég allavega) en þrátt fyrir mikið öskur og hvattningu þá töpuðu þeir. Eftir það var haldið heim og dottað í hálftíma til að vera hress fyrir kvöldið og þar fengum við ógeðslega góðann mat og fórum í mjög skemmtilegan svona samkvæmisleik með miðum og maður átti að framkvæma það sem stóð á miðanum. Eftir matinn og svolitla drykkju byrjaði ballið og við erum að tala um það að ég stóð ekki upp til að dansa eða syngja en ég er svo hás að það er fáránlegt og augljósasta ástæðan er sú að ég tala mikið hehhehe :c). Á sunnudeginum var haldið í sundlaugina og þar tókum við nokkrir vaskir bekkjarlimir þátt í slöngudrætti sem fór þannig fram að einn átti að vera á blöðrunni og hinir áttu að draga það var sama hér við töpuðum og síðan fóru strákarnir í reipitog og getiði bara hvað við töpuðum þar líka. þannig að núna verða æfingar í 10 ár svo að 69 árgangurinn vinni okkur ekki í öllu aftur. jæja komin með takkakrampa nenni ekki að segja ykkur frá meiru vonandi að þetta lýsi helginni á einhvern hátt :c)
|