fimmtudagur, júlí 31, 2003

Mig langar til að sýna ykkur myndirnar sem ég setti af Cristinu Aguileru aftur mér finnst svo óendanlega fyndið að sjá hana svona

Fyrir

Eftir




já og nú spyr ég er þetta virkilega sama manneskjan og ef svo er hvað var hún eiginlega að borða ????????? hún Cristina Aguilera er orðin breytt í útliti vá ekkert smá og ég sem ætlaði að verða eins og hún í vextinum hehehee en viti menn hún er orðin eins og ég í vextinum.
|

miðvikudagur, júlí 30, 2003

Dagskrá Neistaflugs verður svona:

Föstudagur:

17.00 Setning
17.10 Gunni og Felix í boði Síldarvinnslunnar
17.20 BRJÁN kynnir titring kvöldsins
17.40 Skeifan
18.00 Tónleikar með VON
21.00 Raftónleikar með Davíð Sigurðssyni í Blúskjallaranum
23-03 Unglingadansleikur með VON í íþróttahúsinu
22-03 Tónatitringur með Þremur Systrum og BRJÁN í Egilsbúð

Laugardagur

08.00 Neistaflugsgolfmót Golfklúbbs Norðfjarðar og Síldarvinnslunnar
10.00 Barðsneshlaup í boði Powerade
11.00 Skemmtiskokk, 3, 6 og 10 km
13.00 Leiktæki og húsdýragarður opna í Lystigarði

Útisvið

14.00 Verðlaunaafhending
14.20 Gunni og Felix í boði Síldarvinnslunnar
14.45 Þórunn Lárusdóttir syngur barnalög
15.10 Ásta og Lóa ókurteisa
15.30 Ávarp bæjarstjóra
15.40 Tónleikar með Þremur Systrum
16.00 Brunaslöngubolti: BRJÁN vs. Í Svörtum Fötum
16.30 Tónleikar með Króm
16.45 Tónleikar með Í Svörtum Fötum
17.30 Speedway á malarvellinum
20.30 Guitar Islancio og Kristjana Stefánsdóttir í Blúskjallaranum
21-23 Útidansleikur með Out Loud
23-03 Unglingadansleikur með Króm í íþróttahúsinu
23-03 Dansleikur með Í Svörtum Fötum í Egilsbúð

Sunnudagur

11.00 Strandblakmót
13.00 Tour de Norðfjörður og hjólafimi í boði verslunarinnar Vík
13.00 Leiktæki og húsdýragarður opna í Lystigarði

Útisvið

14.00 Verðlaunaafhending
14.30 Gunni og Felix í boði Síldarvinnslunnar
14.45 Skeifan
15.00 Ásta og Lóa ókurteisa
15.30 The Mighty Gareth
16.00 Tónleikar með Búálfunum

Lystigarður

21.00 Harmonikkuhljómsveit
Gunni og Felix í boði Síldarvinnslunnar
Varðeldur
Búálfarnir
Helga Braga með uppistand
Stuðmenn
The Mighty Gareth
Brekkusöngur
23.30 Flugeldasýning
24-04 Dansleikur með Stuðmönnum í Egilsbúð
|
Eins og ég sagði þá var ég að fara í bíó á Basic í gærkvöldi þegar ég skrifaði. Myndin var ágæt en þegar að kom að endirnum þá missti ég algjörlega söguþráðin og skildi hvorki upp né niður þannig að veriði fegin ég get ekki sagt ykkur frá endirnum c"). Þannig að ég gef þessari mynd ekki meira en tvær stjörnur. Það er ekki mynd nema að hafa endir ég þoli ekki myndir sem ekki hafa almennilegan endir, þá verð ég bara pirruð og get ekki hætt að hugsa um það hvað endirinn hafi eiginlega átt að tákna o.s.frv.
Ég er að fara austur á Nesk á morgun en þar á að halda úthátíð sem ber nafnið Neistaflug og ætla ég að eyða helginni með famelíunni minni. Þannig að ég verð að halda áfram við að pakka niður því að við ætlum að leggja af stað strax eftir vinnu hjá mér. Ég á eftir að blogga eitthvað þegar ég kem kem austur.
|

þriðjudagur, júlí 29, 2003

jæja hef ekkert að segja nema að það var voðalega næs um helgina fyrir austan í Vík í Mýrdal. Við vorum mjög heppin með veður og allt það fór rétt að rigna á sunnudeginum en þá vorum við hvort sem er að fara heim til Rvíkur. Ég fór að veiða með Gunna mínum og Gunna pabba hans og ég veiddi ekki neitt, trúlega var of bjart til að veiða eitthvað (það sögðu þeir allavega (trúlega afneitun)), ég ætlaði líka að taka þátt í famelí ópen en ég hætti við vegna veðurs, það var svo mikill vindur + það að ég hef aldrei komið nálægt því að slá golfbolta með kylfu eða öðrum svipuðum hlut. Þannig að ég fór bara heim með Jónínu systir hans Gunna, Aron Elí litli strákurinn hennar var eitthvað órólegur og ósáttur við veðrið eins og við. Jæja ég nenni ekki að skrifa meira ég er að fara í bíó með Gunna mínum og Dóra vini hans við ætlum að fara á Basic, ég skal síðan láta ykkur vita hvernig mér fannst hún. bæbæ
|

mánudagur, júlí 28, 2003

See what Care Bear you are.
langt síðan að ég hef komið með svona próf, og þessi á sko alveg við mig. Ég elska svefn enda á ég aldrei í erfiðleikum með að sofa.
|

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Ég fer til Víkur í Mýrdal á morgun strax eftir vinnu þannig að ég á ekkert eftir að blogga um helgina, ég bið bara að heilsa öllum þangað til á sunnudag eða mánudag þá á ég örugglega eftir að segja ykkur ferðasöguna. Elna er farin að blogga gangi henni vel í danaveldi hún er sko með mér í skólanum og er að fara eina önn með tveimur öðrum skólafélögum mínum þangað í skóla. Skemmtið ykkur vel stelpur mínar ;)
|
þetta er alveg fáránlegt.
|
hver hefur ekki gaman af prumpuhúmor, allavega ég og Katrín.is
|

mánudagur, júlí 21, 2003

djöfulsins snilld er þetta hver hefur ekki gaman af að fara í pungleikhús hahahahahahahahaaha
|
Ég fór í bíó á laugardaginn á Phone booth hún var ágæt,við ákváðum rétt fyrir klukkan 24 að fara í bíó og það var sossem engin örtröð á þessa mynd, því að við vorum bara þrjú ég, Gunni og Dóri vinur hans Gunna. En það var bara ágætt að borga 800 kr fyrir leigu á bíósal þar sem við vorum bara þrjú, hehehe. Síðan á sunnudeginu ákváðum við að fara til Ömmu og Afa, þar hitti ég alla famelíuna bara á einu bretti, það var bara ágætt og ég fékk líka að sjá öll litlu börnin í fjölskyldunni fyrir utan eitt. en jæja helgin var bara mjög góð, og síðan ætlum við að fara til Víkur í Mýrdal næstu helgi, það verður svona afslöppunarhelgi. bæbæ
|

fimmtudagur, júlí 17, 2003

Ætla að leiðrétta smá hérna, í gær skrifaði ég að ég væri búin að fá helvíti góðann lit á bak, brjóst og axlir, já já ég er búin að fá lit en hann er kannski alveg eins og hann á að vera hann er meira svona út í rautt (og ég sem brenn yfirleitt ekki), ég skrifaði þetta s.s. áður en ég skoðaði mig betur í speglinum. En það eru 45 dagar til Krítar þetta fer að styttast. Ég reyndar þarf að fara að endurnýja passann minn hann rann út fyrir tveimur árum þ.e.a.s. 2001 fyrir þá sem eiga erfitt með að reikna.
|

miðvikudagur, júlí 16, 2003

þetta er helvíti góð auglýsing og kannski líka góð vísbending um að flytja að heiman, hehehehehehehehehe mér fannst þetta allavega mjög fyndið hehehe
|
djöfull er búið að vera ógeðslega gott veður í dag börnin er búin að vera úti síðan klukkan níu í morgun þau rétt komu inn til að borða í hádeginu og í drekkutímanum. og ég er búin að ná helvíti góðum lit á axlirnar og í andlitið enda búin að vera úti meirihlutann í dag. Í vinnunni tókum við út tjald og svona sullusundlaug, börnunum fannst það alveg æðislegt. Bara aðeins að minnast á það það eru 46 dagar til Krítar, jei, jei, ég er sko að fara í fyrsta skipti til sólarlanda, þannig að ég er spenntari en t.d. Gunni, þetta er eitthvað sem maður er búinn að láta sig dreyma um lengi.
|

mánudagur, júlí 14, 2003

Það eru bara 48 dagar til Krítar og ég er farin að hlakka geðveikt til sko. Hello Krít here I come !!!!!!
|

sunnudagur, júlí 13, 2003

Helvíti held að Gunni sé búinn að smita mig af þessu helvítis kvefi sem hann er búinn að vera með alla helgina, og þetta er ekkert venjulegt kvef hann er búinn að liggja fyrir síðan á föstudag, fór reyndar í vinnuna í gær en kom heim alveg drulluslappur.
|
Fór í Hagkaup áðan og ætlaði að vera rosalega helthy og kaupa ekki nammi en keypti samt eitthvað sem á að heita hollt nammi sem heitir Lúxus Cindy Mix og það inniheldur: Hrísgrjón, jarðhnetur, hveiti, sykur, sjávarsalt, þara og krydd síðan eru einhver litarefni og einhver bragðefni. Ok ég er að reyna að segja að þegar ég kom heim og smakkaði þetta þá gubbaði ég næstum því, og hér með kaupi ég bara venjulegt nammi frekar en einhvern þaraskít. Þetta er viðbjóður. Þetta leit samt svo vel í pokanum þannig að ég hugsaði "hmmmmm best að smakka þetta, þetta hlýtur að vera gott" aldrei að treysta mínum eigin hugsunum aftur segi ég punktur.
|
búin að finna forrit sem reiknar út hvað maður má borða mikið af hitaeiningum miðað við stærð og þyngd o.fl. og það reiknar líka út hvað maður er búinn að borða yfir daginn og þannig getur maður fylgst með hvað maður er að láta ofan í sig t.d. allt of mikið af kolvetnum og kannski allt of lítið af próteini o.s.frv.. Þetta forrit er að finna á abet.is
|
Teljarinn er kominn í lag, ég er best!!!!!!!!
|
Hvað haldiði að Gunni hafi látið mig gera við sig á fimmtudaginn???? hann lét mig vaxa undan handakrikanum á sér þannig að núna er hann mjúkur eins og barnsrass undir öðrum handakrikanum, segiði svo að 70 mínútur gaurarnir hafi bara áhrif á unga fólkið, það er svo margt þarna sem þeir eru búnir að gera sem Gunna langar til að prufa eins og t.d. að kyngja matskeið af kanil sem var einu sinni og margt fleira.
|
Jæja þá er ég búin að bæta Stínu vinkonu hennar Gyðu sem er konan hans Daða sem er vinur hans Gunna, inn á linkasafnið mitt, hún bloggar sko það er annað en hinir sem eru þarna.
|

laugardagur, júlí 12, 2003

Er þetta eðlilegt????? ég kom heim í gær klukkan rúmlega 5 eftir vinnu. ég sofnaði í sófanum klukkan að verða sex vaknaði aftur klukkan hálf átta við vekjaraklukkuna sem hafði ekki verið slökkt á um morguninn, skreið upp í rúm til Gunna (sem var líka sofandi) og hélt áfram að sofa og svaf til klukkan að verða tólf en þá hringdi Toffy sys í mig til að biðja mig um að hýsa villuráfandi breskan kærasta hennar Ástu, en hann datt bara í það í staðinn, mér finnst það bara nokkuð gott hjá honum. En ég var ekki búin að sofa ég fór aftur upp í rúm klukkan eitt og þá byrjuðu vinsældirnar en Þórður og Rósa Berglind vinkona mín hringdu bara á sama tíma klukkan hálf tvö og eftir það þá fór ég að sofa og ég svaf til klukkan eitt, get svarið þetta, er þetta eðlilegt????? ætti ég að leita læknis????? eða kannski sérfræðings í svefni?????? já nú spyr ég og vonandi svariði c")
|
þið sjáið kannski að ég er búin að breyta nafninu á síðunni minni en ástæðan er sú að ég var komin með leið á að hafa titilinn svona bla?ur o.s.frv.
|

miðvikudagur, júlí 09, 2003

veit einhver hvernig ég get lagað teljarann minn hann er allur í fokki eins og þið sjáið og ég veit ekki hvernig á að laga það :c(
|
Þetta er bara besti staður í heimi. Pabbi er fæddur í þessum firði og hann og bræður hans eru búinir að gera upp húsið sem er þarna (það sést reyndar ekki á þessum myndum). M&P og vinarfólk þeirra eru alltaf þarna í eina viku í ágúst. Þarna er alveg best að vera, þarna er gufubað og sturta, og það er ekkert sem kallast klukka þarna maður bara fer að sofa þegar maður er þreyttur og síðan vaknar maður bara þegar augun opnast. Þarna nást ekki einu sinni gsm símar, þannig að þarna er maður bara alveg útaf fyrir sig og ekki truflaður af neinum. Vildi að ég kæmist þangað núna í sumar en kemst trúlega ekki útaf Krítarferðinni sem er 25. ágúst til 31. ágúst, sem passar því að ég held að skólinn byrji ekki fyrr en 1. september. jæja bless í bili
|
Djöfull er ég orðin pirruð á landsímanum akkúrart núna ég segi nú bara ekki annað það er núna búið að taka mig 5 daga að opna helvítis heimasímann hjá mér. Ég var búin að setja þetta allt inn í greiðsluþjónustu og hélt nú að allt væri í lagi en viti menn það var allt í klúðri þar og skuldin sem var ca. 47.000 fyrir 4 mánuði var lögð inn á einhvern gamlan viðskiptareikning sem ég var með gsm reikninginn minn á einhverntímann fyrir þremur árum síðan eða eitthvað svoleiðis. Þar af leiðandi var ekki hægt að opna símann hjá mér útaf því að því að það leit út fyrir að ég skuldaði ennþá einhvern gsm reikning sem ég á ekki einu sinni lengur. En í dag tókst mér að láta opna heimasímann minn og ég er svo kát með það að það hálfa væri nóg. En meira helvítis brasið við það að opna einn helvítis síma.
|

mánudagur, júlí 07, 2003

ég gleymdi að segja ykkur frá því að á föstudaginn þá fór ég til tannlæknins, sem er svosem ekkert frásögufærandi nema það að, haldiði að hann hafi ekki borað í tunguna á mér, það var reyndar ekki bor heldur var hann að gera við gamla fyllingu sem var algjörlega úr sér gengin og var að pússa niður fyllinguna sem hann setti í og í rauninni pússaði hann í tunguna á mér, mikið ands.... var það vont marr. Ég er búin að vera með marblett undir tunginni alla vikuna en hann er reyndar að fara núna ég kem svo seint með fréttirnar ;c)
p.s. hann gaf mér ekki afslátt :c(
|

miðvikudagur, júlí 02, 2003

Núna er ég ógeðslega fúl myndirnar sem ég var búin að setja af Cristinu Aguileru þar sem hún er feit eru horfnar kannski koma þær aftur en þær eru allavega ekki núna :c(
|